Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórinn á Ísafirði var í vor á móti byggðakvóta en nú segist hann vera með!

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, hélt áfram í fréttum ríkissjónvarpsins ohf. að sneiða hjá því að ræða hina raunverulegu ástæðu þess hversu illa er komið fyrir atvinnulífinu á Vestfjörðum sem hvert mannsbarn sér að er auðvitað óstjórnin í sjávarútvegi. Ekki bólaði heldur á því að „kappinn“ kæmi fram með tillögu um að breyta kvótakerfinu sem er á góðri leið með að leggja Flateyri í eyði.  

Hann er greinilega ekki að vinna fyrir fólkið á Vestfjörðum - hann er miklu frekar að vinna fyrir flokkinn sem framfylgir miskunnarlausri eyðibyggðastefnu. 

Mér finnst sérkennilegt að líta yfir þann flokk manna sem fylgir honum á þessari aumu vegferð en þar eru menn á borð við Gísla H. Halldórsson sem ég hef haft mætur á hingað til.

Bæjarstjórinn Halldór Halldórsson óskaði eftir því að ný ríkisstjórn legði til byggðakvóta til þess að bjarga ástandinu. Þessi orð komu mér nokkuð á óvart þar sem bæjarstjórinn er nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann samþykkti að draga úr sérstökum úthlutunum til byggðarlaga, s.s. þá Flateyrar.

Gera þarf sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi þess með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun. Sjávarútvegurinn er og verður um ókomin ár höfuðatvinnugrein landsbyggðarinnar. Til þess að leysa vanda einstakra byggðalaga þurfa stjórnvöld og fleiri atvinnugreinar að leggja sitt af mörkum. 

(Hér er vægast sagt sérkennileg ályktun Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál í heild sinni.)

Það kæmi mér ekki á óvart að þessir snillingar í bæjarstjórn Ísafjarðar leiddu nú talið að allt öðru en sjávarútveginum sem er undirstaða byggðanna fyrir vestan - þá væri tilvalið að fara að ræða olíuhreinsistöðina.  

Eina vörn fólks er að láta í sér heyra og helst að ganga í Frjálslynda flokkinn sem hefur verið óþreytandi við að hamra á lausn vandans. Og lausnin sú felst ekki í endalausu hjali og hringlandahætti - þaðan af síður að setja upp undrunarsvip og segja: Mig óraði ekki fyrir þessu. Eru í alvörunni vandræði í rekstrinum?


Verðmæti sjávarafurða hefur dregist saman

Það eru talsverðar sveiflur innan ársins á verðmæti sjávarafurða og þess vegna segir samanburður á fyrstu 2 mánuðum hvers árs lítið sem ekki neitt.  

Nýleg skýrsla Hagstofunnar sýnir að verðmæti sjávarafurða dróst saman á árinu 2006 frá árinu á undan.  Þetta hefur verið verið framvinda síðasta áratugs þrátt fyrir að hundruðum milljóna af fé almennings hafi verið veitt í að auka virði sjávarafurða í gegnum AVS-sjóðinn. 

Það sem veldur sérstökum áhyggjum nú er auðvitað hversu stórskuldug fyrirtækin eru, s.s. Grandi, á meðan það berast fréttir af sölutregðu á frystum karfa.

Besta leiðin til þess að auka virði sjávarafurða er að aðskilja veiðar og vinnslu en það verður til þess að þeir sem geta gert mest verðmæti úr aflanum geti komist í hráefnið.  


 


mbl.is Aflaverðmætið var 15 milljarðar á fyrstu tveimur mánuðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband