Leita í fréttum mbl.is

Ólýðræðisleg vinnubrögð Bjarna Ben. sem eru Alþingi ekki til sóma

Það ætti ekki að hafa farið framhjá landsmönnum að ég hef farið fram á að sjá gögn sem vísað var til allsherjarnefndar til umfjöllunar varðandi veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur ráðherra í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ég á sæti í allsherjarnefndinni og hlýt þess vegna að hafa fullan aðgang að öllum þeim gögnum sem koma til meðferðar í nefndinni.  Annað er ólýðræðislegt og þeir sem taka þátt í þvílíku athæfi hljóta að verða að skýra það.  Ég hef farið fram á að ritari allsherjarnefndar veiti mér skriflega skýringu á þessum fáheyrðu vinnubrögðum sem eru skýrt brot á lýðræðislegum leikreglum, og ætlaði ritarinn að gera það í samráði við formann allsherjarnefndar, Bjarna Benediktsson.

Í yfirlýsingu sinni frá í morgun segir formaðurinn að hann ætli að fara að flokka  og greina gögn allsherjarnefndar síðar í dag. Hvaða dauðans della er að fara að stað? Sérstaklega þegar haft er í huga að Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, heldur því fram hvað eftir annað að umbeðin gögn hafi farið í gegnum pappírstætara.

Bjarni formaður allsherjarnefndar á einfaldlega að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Það er kjarni þessa máls.  

Svo einfalt er það. 


mbl.is Bjarni segist ekki hafa neitað Sigurjóni um gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband