Leita í fréttum mbl.is

Mun Sjálfstæðisflokkurinn fallast á að Ísland láti af stuðningi við stríðið í Írak?

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Sjálfstæðisflokkinn fallist á þá kröfu að Ísland verði tekið af  lista hinna viljugu og stríðsfúsu þjóða sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu þjóðinni á.

Forysta Samfylkingarinnar hefur látið stór orð falla um stuðning Íslands við innrásina í Írak og nauðsyn þess að nafn Íslands verði máð af umræddum lista.  Geir Haarde hefur einhverra hluta vegna þráast við og ekki viljað gera gangskör í því að Íslendingar hætti umræddum stuðningi.  Ég tel sjálfur mjög miklar líkur á því að Geir Haarde gefi eftir í málinu enda hefur stuðningurinn árásina á Írak misboðið þorra landsmanna.   

Það ætti að vera algerlega útilokað fyrir Samfylkinguna að láta ekki reyna á að Ísland hætti umræddum stuðningi við stríðsaðgerðirnar í Írak enda væri það í hrópandi mótsögn við málflutning Samfylkingarinnar á umliðnum árum.

 


Bloggfærslur 18. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband