Leita í fréttum mbl.is

Góđur fundur á Grenivík - Magni klikkar ekki heldur ...

Í dag fór ég til Grenivíkur, átti ţar góđan dag, bar fundarbođ í hvert hús og rćddi viđ fólk um leiđ og ég bođađi ţađ á fund. Fundurinn sjálfur fór fram í Gamla skóla.

Grenivík er fallegur stađur sem ég hafđi nokkrum sinnum komiđ til áđur til ađ spila fótbolta viđ Magna, Grenivík sem spilađi venjulega í KR-búningunum. Ekki sótti ég alltaf gull í greipar Magna-manna, ţeir eru harđir naglar í boltanum.

Fundurinn var ţokkalega vel sóttur af Grenvíkingum sem sýndu málefnum flokksins gríđarlega mikinn áhuga. Svona fundir virka í báđar áttir, gagnlegar umrćđur áttu sér stađ, ég kynnti hugmyndir mínar og fékk til baka úr reynslubanka ţeirra, m.a. um hvađ kvótakerfiđ kćmi í veg fyrir ađ sjómenn nytu ţess ţegar fiskistofnar vćru í uppsveiflu.

Allir voru sammála um ađ ţađ vćri meira en lítiđ bogiđ viđ ţađ ađ Hafrannsóknastofnun mćldi ţorskinn í niđursveiflu á međan landburđur er nú af fiski. Sömuleiđis vorum viđ öll hjartanlega sammála um ađ frjálsar handfćraveiđar hefđu engin áhrif á stćrđ fiskistofna.

Til ađ fyrirbyggja misskilning er rétt ađ taka fram ađ utanríkisráđherra mćtti ekki.

4skvisur

Ţessar frísku Magna-stelpur voru reyndar ekki á fundinum í Gamla skóla í kvöld. Ég nappađi myndinni af heimasíđu Grýtubakkahrepps.


Bloggfćrslur 24. apríl 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband