Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur á Grenivík - Magni klikkar ekki heldur ...

Í dag fór ég til Grenivíkur, átti þar góðan dag, bar fundarboð í hvert hús og ræddi við fólk um leið og ég boðaði það á fund. Fundurinn sjálfur fór fram í Gamla skóla.

Grenivík er fallegur staður sem ég hafði nokkrum sinnum komið til áður til að spila fótbolta við Magna, Grenivík sem spilaði venjulega í KR-búningunum. Ekki sótti ég alltaf gull í greipar Magna-manna, þeir eru harðir naglar í boltanum.

Fundurinn var þokkalega vel sóttur af Grenvíkingum sem sýndu málefnum flokksins gríðarlega mikinn áhuga. Svona fundir virka í báðar áttir, gagnlegar umræður áttu sér stað, ég kynnti hugmyndir mínar og fékk til baka úr reynslubanka þeirra, m.a. um hvað kvótakerfið kæmi í veg fyrir að sjómenn nytu þess þegar fiskistofnar væru í uppsveiflu.

Allir voru sammála um að það væri meira en lítið bogið við það að Hafrannsóknastofnun mældi þorskinn í niðursveiflu á meðan landburður er nú af fiski. Sömuleiðis vorum við öll hjartanlega sammála um að frjálsar handfæraveiðar hefðu engin áhrif á stærð fiskistofna.

Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka fram að utanríkisráðherra mætti ekki.

4skvisur

Þessar frísku Magna-stelpur voru reyndar ekki á fundinum í Gamla skóla í kvöld. Ég nappaði myndinni af heimasíðu Grýtubakkahrepps.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er stórfurðulegt að ekki skuli hafa verið leyfðar frjálsar handfæraveiðar fyrir löngu síðan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áfram Sigurjón.  Þú ert flottastur !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 12:07

3 identicon

Hehe, bara að kíkja við. Bara með rólegasta móti núna .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:36

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gangi þér vel Sigurjón þú ert svo vel að máli farinn að þér mun reynast auðvellt að sannfæra kjósendur þegar þú færð frið til að ræða málin og útskýra okkar stefnu.  Vona að þú lendir ekki í vandræðum eins og á Stöðvarfirði þegar þeir sem hafa lakan málstað að verja fara með umræðuna niður á lægsta plan. 

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 16:57

5 Smámynd: Gunnar Freyr Hafsteinsson

Baráttu kveðjur af Skaga..

Gunnar Freyr Hafsteinsson, 24.4.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband