Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna á íslenskur almenningur að blæða?

Hvað ætli íslenskir skattborgarar séu þegar búnir að borga mikið með strandinu? Þetta sýnir bara hvað íslenska mengunarlöggjöfin er veik. Sá sem ber ábyrgðina eða tryggingaraðili hans ætti að standa straum af kostnaðinum.
mbl.is Stefnt að því að selja Wilson Muuga í brotajárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt merkilegt á Akureyri

Síðan ég afréð að fara í framboð í Norðausturkjördæminu hafa orðið talsverðar breytingar á mínum högum.  Ég hef flutt mig set úr hinum fagra Skagafirði og til höfuðstaðar Norðurlands, Akureyrar.

Hér á Akureyri er ein besta sundlaug á landinu og á þeim stutta tíma sem ég hef búið hér þá hafa veðurguðirnir sýnt hin ýmsu tilbrigði.  Allt frá blíðskaparveðri og í hífandi rok sem fletti klæðningu ofan af húsum nágranna.

Eitt af því sem mér finnst vera mjög merkilegt hér á Akureyri er rekstur sjónvarpsstöðvarinnar N4 sem er flytur m.a. fréttir af Eyjafjarðarsvæðinu. Sjónvarpsstöðin virðist ganga ágætlega og er það umhugsunarefni að á sama tíma virðist sem RÚV eigi fullt í fangi með að reka svæðisútvarp á landsbyggðinni þrátt fyrir að fá vel á þriðja milljarða árlega í afnotagjöldum til þess að standa undir rekstri sínum.

 

 


Dýr loforð sem bitnuðu á ungu fólki - í upphafi skyldi endinn skoða

Fyrir síðustu alþingiskosningar fór Framsóknarflokkurinn mikinn í að lofa ungu fólki 90% láni til þess að auðvelda því kaup á sinni fyrstu íbúð.

Af málflutningi framsóknarmanna og auglýsingaglysi mátti helst ráða að mesta gæfa sem hent gæti ungt fólk væri að taka 90% lán til húsnæðislána.

Vel má efast um að skilaboðin sem haldið var að ungu fólki hafi verið uppbyggileg, þ.e. að lausnin væri að taka hærra og „hagstæðara“ lán í stað þess að ástunda ráðdeild og sparnað.

Í Morgunblaðinu birtist þann 15. mars sl. mjög góð fréttaskýring eftir Grétar Júníus Guðmundsson þar sem hann gerði grein fyrir því að greiðslubyrði lána þeirra sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn hafi aukist um allt að 57% frá vormánuðum 2004. Það hefur gerst vegna þess að fasteignaverð hefur rokið upp í verði.

Það er því óhætt að fullyrða að það er orðið miklum mun erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð en var áður en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fóru í meiriháttar breytingar á húsnæðislánakerfinu sem fólu það í sér að hækka lánshlutfall lána af fasteignaverði í 90% og hækka lánsfjárhæð.

Ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenndu á borði að þessi hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs hefðu verið mistök þegar lánsfjárhlutfallið var lækkað í júní sl. – en síðan var það hækkað á ný nú í aðdraganda kosninga.

Það er ekki hægt að skella allri skuldinni af þessum verri kjörum unga fólksins á hækkað lánsfjárhlutfall heldur kemur fleira til, þensla, fólksflutningar af landsbyggðinni og óheft aðstreymi útlendinga til landsins sem hefur kallað á meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessir þættir hafa allir áhrif til þess að auka eftirspurnina og hækka verð á húsnæði.

Við eigum að læra af þessari reynslu og forðast aðgerðir sem valda ójafnvægi og þenslu eins og ríkisstjórnin valdi og leiddu til 60% hækkunar á húsnæðisverði á þriggja ára tímabili. Það er ekki hægt að kalla þetta neinu öðru nafni en kollsteypu.

Það er rétt að móta heildarstefnu til framtíðar sem hefur í för með sér aukið framboð á lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis og eflingar leigumarkaðar samhliða því að bjóða ungu fólki hagstæðari lán.

Bloggfærslur 28. mars 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband