Leita í fréttum mbl.is

Guðjón Arnar vel kryddaður - Geir saltaður

Það var virkilega gaman að fylgjast með vasklegri framgöngu Guðjóns Arnars Kristjánssonar  formanns Frjálslynda í umræðuþættinum Kryddsíldinni á Stöð 2 nú fyrr í dag.  Hann kom víða við og benti á að ASÍ hafi tekið upp skattastefnu Frjálslynda flokksins og að víðtæk sátt sé orðin um sjónarmið Frjálslynda flokksins í útlendingamálum 

Að vanda vakti Guðjón Arnar einn máls á því að nauðsynlegt sé að taka kvótakerfið í sjávarútvegi til gagngerrar endurskoðunar.  Það er staðreynd að kvótakerfið er ekki að gera sig en það er eins og að  umræða um það sé of erfið fyrir aðra stjórnmálaflokka en Frjálslynda flokkinn.

Guðni var einnig í nokkuð góðum gír enda hafði hann sér til aðstoðar sjálfan ævisöguritara sinn Sigmund Erni sem þekkti að eigin sögn betur til verka formanns Framsóknar en hann sjálfur.

Steingrímur J aðalritari VG átti óvenju dapran dag og reyndi hvað hann gat að hífa sig upp á kostnað annarra stjórnarandstöðuflokka.

Það var ólíkt að fylgjast með skötuhjúunum Geir og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir var óvenju dapur í bragði og þungur, á meðan Ingibjörg Sólrún blómstraði og greinilegt að hún var glöð í bragði og hæstánægð með ráðherratign sína og nýja borgarstjóra Samfylkingarinnar.

Ég vil óska öllum lesendum bloggsins gleði og gæfu á nýju ári.

 


Bloggfærslur 31. desember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband