Leita í fréttum mbl.is

Úr fiski í flugið

Það hefur verið einkennandi í gegnum árin að farsælir forstjórar í flugfélögunum hafa komið úr bransanum sjálfum. Þá koma strax upp í hugann forstjórar Loftleiða og Arngrímur Jóhannsson sem lengi var forstjóri Atlanta. Nú í vikunni bar það til tíðinda í heimi viðskiptanna að skipt var um forstjóra í Icelandair Group. Úr starfinu fór maður sem hafði unnið um áratuga skeið í flugbransanum og inn kom Björgólfur Jóhannsson sem hefur aðallega reynslu úr sjávarútvegi og var síðast formaður LÍÚ og forstjóri stærsta fisksölufyrirtækisins, Icelandic Group.

Það er ekki hægt að segja að hann skili góðu búi. Útvegsmenn hafa verið að vola út sérstaka skattalækkun vegna slæmrar rekstrarafkomu þrátt fyrir að þeir búi, að eigin sögn, við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi, og þar að auki hefur verðið sjaldan eða aldrei verið hærra á fiskafurðum.

Á þessu ári hefur gengi hlutabréfanna í Icelandic Group lækkað um nálægt 30% og fram kom í Viðskiptablaðinu að fyrirtækið hefði á þriðja ársfjórðungi tapað 2,5 milljónum evra. Það er erfitt að átta sig á því hvaða forsendur liggja að baki ráðningunni og hvaða hlutverk nýja forstjóranum er ætlað. Óneitanlega hvarflar að manni að þessi hópur, aðalleikararnir á hlutabréfamarkaði og forstjórar þeirra auk viðhlæjendanna, sé afar þröngur og menn líti ekki út fyrir þann garð til að finna menn til að stýra fyrirtækjum.


Bloggfærslur 17. desember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband