Leita í fréttum mbl.is

Á drykkjuhneigð Íslendinga rót sína að rekja til lélegrar fæðu?

Um nokkurt skeið hef ég haft áhuga á náttúrulækningum og markast sá áhugi af því að bróðir minn hefur um árabil rekið fyrirtækið Eðalvörur sem flytur inn rautt Eðalginseng alla leið frá Kóreu. Svo hef ég einnig góða reynslu af vallhumalssmyrslum. Ég hef m.a.s. aðstoðað við gerð þeirra. Það er þó ekki vegna þess að ég lifi af baunaspírum sjálfur eða sé mikill meinlætamaður.

Einn merkasti brautryðjandi í þessum efnum, sá sem ruddi brautina í þessum náttúrulækningum, er Jónas Kristjánsson, stofnandi Náttúrulækningafélagsins. Jónas starfaði um árabil hér á Sauðárkróki, lungann úr starfsævi sinni þar sem skrifaði margan fyrirlesturinn um hugðarefni sín sem ég hef verið að kynna mér. Það má segja að kjarninn í þessum boðskap eigi aldrei betur við en einmitt núna. Hann leggur áherslu á að betra sé heilt en vel gróið. Hann bendir á mikilvægi fæðunnar og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu.

Hann tekur líka á offóðrun eins og hann kallar það, er talsmaður hófsemdar í allri inntöku. Ég er á því að sá boðskapur eigi sérlega vel við nú.

Eins og sönnum hugsjónamanni sæmir hættir Jónasi til að ætla að skýra öll mannanna mein með hugðarefni sínu sem er rangt mataræði. Hann varpar t.d. fram þeirri spurningu hvort drykkjuhneigð Íslendinga stafi af „lífsnauðri“ fæðu sem landinn neytir í miklum mæli.

Alkóhólið er deyfilyf sem felur þreytu og þyngd til skamms tíma, segir Jónas. Það væri ekki úr vegi að kanna þessa kenningu Jónasar, nú vofir helgin yfir og miklir bjórsvelgir ættu að vita hvort ekki slægi á þorstann að koma við á grænmetisbarnum. 


Bloggfærslur 9. nóvember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband