Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir af Ólafi F. Magnússyni

Það er virkilega ánægjulegt að frétta af því að Ólafur F. Magnússon sé búinn að ná fullri heilsu á ný og muni í kjölfarið taka sæti sitt í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon er mikill baráttu- og hugsjónamaður og hefur sýnt í gegnum tíðina að hann er fylginn sér og samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur barist ötullega fyrir umhverfismálum sem hefur vakið aðdáun fólks, hvort sem það fylgdi honum að málum í þeim efnum eða ekki.

Þessi tíðindi gætu boðað breytingar í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem ég er viss um að hann mun standa fast á ýmsum baráttumálum Frjálsynda flokksins, s.s. að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en hann sem læknir veit sem er að staðsetning vallarins tryggir öryggi landsmanna.

Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef Ólafur gengi hart fram í að fletta ofan af REI- og GGE-klúðrinu.


Bloggfærslur 29. nóvember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband