Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofukostnaður Samfylkingarinnar

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lagði upp með það í vor að tryggja landsmönnum bæði litla verðbólgu og lága vexti. Allur þorri landsmanna veit að það hefur ekki gengið eftir og hefur framvinda efnahagsmála þvert á móti falið í sér aukna verðbólgu og hækkaða vexti. Ein mikilvæg orsök þess er að ríkisstjórnin hefur boðað stóraukin ríkisútgjöld í fjárlagafrumvarpi næsta árs. 

Ríkisstjórnin hefur með sjálfan ráðherra byggðamála í broddi fylkingar, Össur Skarphéðinsson, básúnað að Byggðastofnun muni leika lykilhlutverk í aðgerðum til mótvægis við óábyrgar ákvarðanir um niðurskurð í þorskveiðum.

Það er ekki að sjá í fjárlagafrumvarpinu sem bíður afgreiðslu á Alþingi að Byggðastofnun muni fá stóraukið hlutverk til þess að lina þjáningar þeirra byggðarlaga sem verða illa úti vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu kemur miklu fremur fram vilji Össurar til að hækka útgjöld til reksturs eigin skrifstofu um rúmlega 12% en sá liður sem ætlaður er til byggðamála á aðeins að hækka um 2%, þ.e. til  byggðaáætlana og Byggðastofnunar.

Rekstrargrunnur

Reikningur 2006
m.kr.

Fjárlög 2007
m.kr.

Frumvarp 2008
m.kr.

Breyting
frá fjárl. %

Breyting
frá reikn. %

Iðnaðarráðuneyti aðalskrifstofa

153,1

162,7

183,4

12,7

19,8

 Viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson hefur boðað stóraukna áherslu á neytendamál. Í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur lagt fram virðist boðskapur neytendafrömuðarins Björgvins Sigurðssonar hafa fengið lítinn hljómgrunn en samkvæmt því verður bæði raunlækkun á framlögum til talsmanns neytenda og Neytendastofu. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til Samkeppniseftirlitsins verði aukin til að standa við upphaflegar áætlanir um starfsmannafjölda. Einn liður vex þó gríðarlega, og er einkennileg og skemmtileg tilviljun að það er einmitt sami liður og hjá félaga Össuri, þ.e. kostnaður við rekstur eigin skrifstofu. 

Rekstrargrunnur

Reikningur
2006
m.kr.

Fjárlög 2007
m.kr.

Frumvarp
2008
m.kr.

Breyting frá fjárl.
%

Breyting frá reikn. %

Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa

137,7

129,2

170,2

31,7

23,6

Neytendastofa

243,1

248,1

251,4

1,3

3,4

Talsmaður neytenda

13,0

18,2

15,7

-13,7

20,8

Ýmis viðskiptamál

14,8

15,4

15,9

3,2

7,4

Samtals

817,0

1.091,5

1.471,2

34,8

80,1


Bloggfærslur 25. nóvember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband