Leita í fréttum mbl.is

Össur Skarphéðinsson er ekki í nokkru jafnvægi

Í nótt skrifaði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra pistil á heimasíðuna sína sem ber með sér að karlinn er bæði sár og ekki nokkru jafnvægi. 

Það er ekki heil brú í röksemdafærslu Össurar þar sem hann kennir Júlíusi Vífli um klúðrið í kringum REI og GGE þar sem vélað var með eigur almennings á bak við tjöldin. Ráðherrann virðulegi lætur sér ekki nægja að úthúða Júlíusi heldur uppnefnir hann Júlíus Vífil með mjög barnalegum hætti.  Mögulega hefði það gengið ef reiðin og andlegt ójafnvægi hefðu ekki skinið í gegnum skrifin.

Það er rétt að íhuga aðkomu Júlíusar Vífils að þessu máli. Hún er einfaldlega sú að hann stóð með fyrrum minnihluta að því að fá upplýsingar um gjörðir sem oddvitar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks báru ábyrgð á um sameiningu REI og GGE, s.s. um kaupréttarsamninga og að opinberar eigur og gæði séu ekki seld án vitneskju kjörinna fulltrúa.

Nú eftir að Júlíus Vífill er kominn í minnihluta hefur hann haldið uppi málefnalegri gagnrýni um að nýr meirihluti greiði úr REI-málinu fyrir opnum tjöldum. Vonandi nær Össur sem fyrst jafnvægi, og eigi síðar en fyrir næsta ríkisstjórnarfund.


Bloggfærslur 24. nóvember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband