Leita í fréttum mbl.is

Virkjanir áfram, ekkert stopp - vinstri grænir

Það er gaman að fylgjast með því að norðan að vinstri grænir eru í virkilega góðum gír í höfuðborginni og sælir og glaðir enda komnir í stjórn hjá Framsókn. Gleðivíman er svo mikil að þeir eru búnir að steingleyma þeim málum sem þeir höfðu áhyggjur af fyrir örfáum vikum, s.s. bréfi umboðsmanns Alþingis. Um þetta erindi héldu þeir tilfinningaþrungnar ræður fyrir skemmstu en nú er öldin önnur og kjörnir fulltrúar hafa ekki lengur tíma í svona erindi og embættismaður settur í að svara bréfinu.

Sælan og gleðin er svo barnsleg og tær að þeir virðast ekki hafa nokkrar minnstu áhyggjur af þeim málum sem flokkurinn er þó stofnaður í kringum. Gleðin virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ekki ber á því að vinstri grænir séu neitt að breyta kúrs borgarinnar í virkjunarmálum. Virðast vinstri grænir taka heils hugar undir með Birni Inga í virkjanakórnum um árangur áfram, ekkert stopp. Ætla flokkarnir í sameiningu að brjóta land undir nýjar virkjanir OR, REI og GGE þar sem er gríðarlega verðmætt útivistarsvæði Reykvíkinga ef marka má fróðlega síðu hengill.nu. Ekki virðist spilla neitt fyrir gleði vinstri grænna að það eigi að nota mest af orkunni sem verður virkjuð á útivistarsvæðinu til að knýja álver í Helguvík.


Bloggfærslur 31. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband