Leita í fréttum mbl.is

Billegur sjóari

Í Mogganum mínum í morgun renndi ég í gegnum grein eftir Friðbjörn Orra Ketilsson þar sem hann jós kjaftagleiður sviguryrðum að ritstjórn Moggans. Í sjálfu sér hefði það verið góðra gjalda vert ef sjóarinn hefði rökstutt mál sitt. Þessi ódýri málflutningur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart þar sem ég sat einhverju sinni í þættinum Silfri Egils með honum þar sem hann viðhafði ómerkilegan málflutning og ýkti fjölda múslima í landinu.

Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að Friðbjörn titlaði sjálfan sig sem formann Félags ungs fólks í sjávarútvegi. Ég ákvað að kynna mér störf hans og reynslu af atvinnugreininni sem hann hafði greinilega miklar skoðanir á og fordæmdi aðra harkalega fyrir að vera ekki sömu skoðunar. Í ferilsskrá Friðbjarnar sem fram kemur á heimasíðu hans eru engar upplýsingar um að hann hafi starfað í sjávarútvegi. Hann hefur hins vegar átt farsælan starfsferil hjá verslunarkeðjunni Bónus. Þetta er því vel varðveitt leyndarmál hjá formanni Félags ungs fólks í sjávarútvegi.

Það væri forvitnilegt ef einhver gæti upplýst um störf þessa kraftmikla sjómanns.


Bloggfærslur 30. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband