Leita í fréttum mbl.is

Fær Örn Pálsson Nóbelinn?

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hefur verið gagnrýninn á ráðgjöf Hafró enda er það engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og hefur verið lofað á síðustu 20 árum. Nú er ástandið svo að við veiðum um 30% af því sem við veiddum að jafnaði af þorski um áratugaskeið áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf hófst.

Örn Pálsson er farinn að setja spurningarmerki eins og sá sem slær hér á lyklaborðið við uppbygginguna. Á heimasíðu smábátafélagsins LS gerir hann grein fyrir stórmerkilegri uppgötvun sem hann byggir á gögnum Hafrannsóknastofnunar sem a.m.k. íslensk stjórnvöld með sjávarútvegsráðherrann í broddi fylkingar gera ekki athugasemd við og fara eftir í blindni.

Í þessum gögnum kemur fram að fiskur léttist gríðarlega eftir því sem hann eldist. Í skýrslum Hafró samkvæmt úrvinnslu Arnar kemur fram að þorskur sem var 11 ára árið 2004 hafi þá mælst að meðaltali um 11 kg en nú, þegar hann er orðinn 14 ára, mælist hann að meðaltali tæp 7 kg. Ef þetta væri raunin væru þetta stórmerkilegar niðurstöður og Örn ætti ekki minna skilið en Nóbelinn fyrir uppgötvanir sínar.

 


Belgingur í Bifrastarstjórninni

Margir bundu vonir við nýja stjórn Orkuveitunnar, að þar yrði valinkunnið fólk, bæði fyrrum rektor Bifrastar og núverandi aðstoðarrektor, sem myndi koma festu og trúverðugleika á í stjórn OR. Ekki byrjar þó Jón Sigurðsson gæfulega þar sem hann belgir sig út í blöðunum og storkar landsmönnum í viðtalinu í dag með því nánast að hvítþvo vægast sagt vafasöm vinnubrögð við stofnun REI. Hann snýr almennri hneykslan og vantrú almennings á vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð upp í barnaskap einstakra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Jón Sigurðsson ætti að vita manna best að efasemdir og vantrú eru ekki síst meðal nýrra samstarfsmanna Framsóknaflokksins í borgarstjórn þannig að yfirlýsingar hans eru að mínu mati algjörlega taktlausar og eins og hann sé að storka bæði nýjum meirihluta og almenningi í landinu.


mbl.is Bernskir borgarfulltrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband