Leita í fréttum mbl.is

Grípur rektor inn í störf prófessors Baldurs?

Enn og aftur kemur Baldur Þórhallsson í fjölmiðla og skreytir sig með prófessorstign við Háskóla Íslands, æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Í kvöld birtist hann gleiður á skjánum og lýsti fjálglega stöðu mála innan Sjálfstæðisflokksins og pólitískri stöðu fyrrum borgarstjóra, lýsti því yfir að Vilhjálmur væri í þröngri stöðu. Sem áður voru þessar yfirlýsingar fræðimannsins ekki rökstuddar, hvað þá að einhverjar rannsóknir hafi legið að baki þessari niðurstöðu. Mér finnst fráleitt að fræðimaður á sviði stjórnmála skuli nefna aðeins annan þeirra sem bar ábyrgð á framvindu mála í REI-málinu og hlaupa alveg yfir þátt hins, þ.e. Björns Inga Hrafnssonar, þegar hann ræðir pólitíska stöðu þeirra og flokka þeirra.

Ég get ekki betur séð en að Björn Ingi Hrafnsson beri síst minni ábyrgð á klúðrinu sem varð til þess að skyndilega var búið að einkavæða orkuauðlindir almennings. Ég held að fólk sjái í gegnum þetta og að Baldur stundar pólitískan spuna til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn sem er dulbúið í fræðilegan búning. Ég er ekki viss um að þessi ráð sem hann veitti forsætisráðherra um að grípa inn í og koma Vilhjálmi frá í borgarstjórn hafi verið veitt af umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum eða almannahagsmunum. Ef almannahagsmunir hefðu ráðið för hefði hann frekar beint sjónum sínum að Birni Inga Hrafnssyni. Hann situr í meirihlutanum sem hefur völd og raunveruleg áhrif á hvernig greitt verður úr þessu hneyksli sem REI-málið óneitanlega er.


Bloggfærslur 16. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband