Leita í fréttum mbl.is

Oddviti Sjálfstæðisflokksins vildi afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra

Það er mjög erfitt að átta sig á þeirri atburðarás sem varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum í Reykjavíkurhreppi.

Í dag upplýstist um sms-skilaboð sem gengu á milli kjörinna fulltrúa þar sem fram kom að viðkomandi væri til í allt án Villa og sömuleiðis hafa kjörnir fulltrúar stundað það síðustu viku að senda frá sér nafnlausar yfirlýsingar um vafasama sameiningu REI og GGE. 

Það eru þó ekki allir kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins jafn feimnir að koma fram með hreinskipt álit á pólitísku sviptivindunum sem feyktu flokknum frá völdum. Ég gat ekki betur séð en að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Tálknafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, kæmi fram í í Kastljósinu sl. fimmtudagskvöld þar sem hún sagði orðrétt.

Síðan bætti hún því við að ferill Vilhjálms væri allur. 

Það er mín skoðun að Eyrún Ingibjörg hafi með þessari yfirlýsingu sýnt mikinn styrk sem almenningur kann að meta. Hún opinberaði hreinskilnislega afstöðu sína og nánustu samherja til þeirra atburða sem urðu í höfuðborginni.

Eyrún Ingibjörg leiðir eins og áður segir starf Sjálfstæðisflokksins í sjávarbyggðinni Tálknafirði í kjördæmi sjávarútvegsráðherrans  Einars K. Guðfinnssonar og er kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það er sannarlega til eftirbreytni að kjörnir fulltrúar viðri afstöðu sína til þessa vafasama máls sem getur orðið til þess að auðlindir lendi með einhverju baktjaldamakki hjá einhverjum skuggaböldrum. Ég er á þeirri skoðun að hreinlegast sé að fram fari lögreglurannsókn á sameiningu REI og GGE og átta mig bara alls ekki á því hvers vegna málfræðingurinn Svandís Svavarsdóttir þykist ætla í þau verk.

Ég spái því að það hitni allsvakalega undir Svandísi ef fólk verður þess vart að hún muni ekki hreyfa við þeim aðila sem liggur undir grun um að vera höfuðpaurinn í baktjaldamakki REI vegna þess að viðkomandi tryggir henni völdin.


Bloggfærslur 14. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband