Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur G. Halldórsson kvaddur

Í dag var ég við útför stórmerkilegs vinar míns, Guðmundar G. Halldórssonar. Hann var svo sannarlega hress og skemmtilegur og lá aldrei á skoðunum sínum. Okkar sameiginlegu áhugamál sem við ræddum oftsinnis voru stjórnmál, rjúpnaveiðar og selveiðar. Hann var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins, einarður baráttumaður fyrir réttlátara og árangursríkara fiskveiðistjórnunarkerfi og þar með byggðum landsins.

Hann hafði einnig áhuga á að Ísland staðfesti þjóðréttarlegan rétt sinn til veiða í norðurhöfum og vildi hann í því skyni m.a. senda skip út til selveiða. Þegar ég sá símanúmerið hans birtast á skjánum mínum vissi ég að í vændum var hressilegt samtal sem jafnaðist á við vítamínsprautu eða jafnvel rautt eðalginseng þar sem málum var velt upp og tekin a.m.k. ein hlátursroka í samtalinu.

Nú eru þeir tímar liðnir. Blessuð sé minning Guðmundar.


Bloggfærslur 13. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband