Leita í fréttum mbl.is

Verður verðmunur í Færeyjum og Íslandi útskýrður?

Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk.

Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu!

Launaþjófnaður?

Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma.

Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum.

Screenshot 2024-11-07 101824

 

 

 

 

 

Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp.


mbl.is Varpa ljósi á stjórn fiskveiða á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðigjöldin

Það var talsvert gert úr því að frambjóðandi Pírata var ekki með það á hreinu hve veiðigjaldið er hátt í þættinum Spursmál.  Þáttarstjórnandi upplýsti að veiðigjaldið væri 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar og látið var í veðri vaka að um ofureinfalt mál væri ræða sem allir ættu vera með á hreinu.  Málið er álagningin er langt frá því að vera einföld, sbr. nánast óskiljanlega framsóknarlega 5. gr. laga um veiðigjaldið. 

Í raun er álagningin hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur  er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er jafnan langt undir markaðsvirði. Meðalverð á markaði nú fyrir þorsk er 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk.  

Flokkur fólksins hefur lagt áherslu á að fiskur fari í auknum mæli á markað en það eitt myndi ekki aðeins auka gagnsæi heldur skila ríkissjóði og sveitarfélögum hærri tekjum í gegnum hærri tekjur sjómanna og hafnargjöld.

Hvað eru veiðigjöldin há? 

Veiðigjaldið á þorsk er 27 kr./kg sem er um 5% af raunvirði hráefnisins sem útgerðin greiðir fyrir tímabundinn rétt til þess að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar.  Þegar verið er að meta hvort gjaldið sé of hátt eða lágt, þá liggur fyrir tilboð frá LS um að greiða hátt í fjórfalt hærra veiðigjald í sameiginlega sjóði fyrir veiðiheimildir í þorski eða 100 kr/kg. 

Það liggur skýrt fyrir að núverandi stjórn fiskveiðar er ekki að gera sig en afli er mun minni í öllum kvótasettum nytjategundum en fyrir "stjórnun". Áður blómlegar byggðir eru visnar og jafnvel útlit fyrir að þær fari í eyði, ef ekki verður hliðrað til í kerfinu.  Flest ef ekki allt bendir til þess að óhætt sé að auka frelsið til veiða smábáta en engu að síður þá er það aðeins Flokkur fólksins sem leggur áherslu á frelsið.

Aðrir flokkar telja meira og minna að lausnin sé að auka skattlagningu og halda nánast áfram í óbreytt kerfi. Það ætti að liggja ljóst fyrir að sú skattlagning hlýtur að þurfa að vera gerð á markaðslegum forsendum, en ekki fyrrgreindri 5. gr. laga um veiðigjald.

 

---------------------------------------------------------------

Hér er 5. gr. fyrir áhugasama.

 5. gr. Reiknistofn.
 Stofn til ákvörðunar veiðigjalds hvers nytjastofns skal reikna í þremur skrefum. Fyrst skal reikna fyrir hvert fiskiskip. Frá aflaverðmæti hvers nytjastofns sem skipið veiðir skal draga hlutdeild stofnsins í breytilegum og föstum kostnaði skipsins við veiðiúthald. Hlutdeild í breytilegum og föstum kostnaði við veiðiúthald skal vera jöfn hlutdeild aflaverðmætis stofnsins af heildaraflaverðmæti skipsins á almanaksári. Þessu næst skal leggja saman þá niðurstöðu fyrir öll fiskiskip sem veiddu nytjastofninn. Að lokum skal deila í samtölu þessa með öllu aflamagni nytjastofnsins hjá öllum fiskiskipunum á sama almanaksári. Reikna skal til króna á kílógramm landaðs óslægðs afla.
 Aflaverðmæti skal umreikna úr slægðum eða unnum afla til óslægðs afla og skal við þessa reikninga lækka skráð aflaverðmæti landaðs frysts afla um 1/ 10 til að taka tillit til vinnslu um borð í skipum. Hækka skal skráð aflaverðmæti síldar, loðnu, kolmunna og makríls um 1/ 10. Til breytilegs kostnaðar við fiskveiðar telst launakostnaður áhafna, eldsneyti eða annar orkugjafi fiskiskipa, veiðarfærakostnaður, viðhald fiskiskipa, frystikostnaður og umbúðir, löndunarkostnaður, hafnargjöld og eftirlits- og leyfisgjöld í fiskveiðum önnur en veiðigjald, flutningskostnaður, tryggingar, sölukostnaður og stjórnunarkostnaður. [Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar. Séu skattalegar fyrningar samtals hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 millj. kr. skal ríkisskattstjóri dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxtagjöld skulu nema sömu fjárhæð og þær fyrningar sem lagðar eru til grundvallar útreikningi á veiðigjaldi á ári hverju.] 1)
 Eigendum, útgerðaraðilum og rekstraraðilum íslenskra fiskiskipa er skylt að skila sérstakri greinargerð um tekjur og kostnað af veiðum fiskiskipa og úthaldi þeirra, sundurgreint á einstök fiskiskip, með skattframtölum á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Ákvæði 90. og 92.– 94. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, gilda um öflun og skil þessara upplýsinga, eftir því sem við á. Sé upplýsingum ekki skilað eða ef upplýsingar sem látnar eru í té reynast ófullnægjandi eða ótrúverðugar, eða frekari þörf er talin á upplýsingum um einstök atriði, skal ríkisskattstjóri skora á viðkomandi að bæta úr. Verði áskorun um úrbætur ekki sinnt skal áætla tekjur og kostnað og skal miða fjárhæð kostnaðar við að hún sé ekki hærri en raunverulegur kostnaður. Við þessa áætlun er heimilt að taka mið af gögnum og upplýsingum sem aflað er hjá opinberum stofnunum og einkaaðilum. Jafnframt er heimilt að leiðrétta sýnilegar villur eða mistök í upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að miðla upplýsingum til embættis ríkisskattstjóra úr aflaskýrslum og vigtar- og ráðstöfunarskýrslum og skal hún vera embættinu til ráðuneytis um þau gögn sem stofnunin lætur því í té.
 Komi í ljós við yfirferð greinargerðar sem getur í 3. mgr. að hún er ranglega útfyllt þannig að tekjur eru verulega vantaldar eða kostnaður oftalinn skal ríkisskattstjóri leggja á rekstraraðila sérstakt gjald sem nemur 5% af vantalinni tekjufjárhæð og/eða oftöldum kostnaði. Gjald þetta skal leggja á óháð því hvort vantaldar tekjur og/eða oftalinn kostnaður leiðir sem slíkur til leiðréttingar á reiknistofni veiðigjalds. Þá varðar engu þótt leiðrétting sé gerð síðar en tillaga er gerð til ráðherra skv. 4. gr. Ákvörðun ríkisskattstjóra um álagningu þessa gjalds er kæranleg til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.
 Í þeim tilvikum þegar ekki liggja fyrir full skil upplýsinga sem getur í 2. og 3. mgr. skal engu síður reikna stofn veiðigjalds fyrir nytjastofna, eftir atvikum með beitingu þeirra heimilda sem kveðið er á um í 3. mgr.
 Hafi útreikningur reiknistofns reynst verulega rangur af einhverjum ástæðum er heimilt að endurákvarða gjaldið, samkvæmt ákvæðum 4. gr., til allt að síðustu tveggja veiðigjaldsára, þótt í ljós hafi komið að álagning hafi verið of lág.


Loðnan veiðist ekki ef ekki má veiða

Nú skal það tekið fram að ég er ekki á móti hvalveiðum þ.e. ef veiðarnar fara fram með mannúðlegum hætti. Það er hins vegar útilokað að kenna stækkandi hvalastofnum um að veiðin á loðnu hafi dregist gríðarlega saman. Það liggur fyrir að "endurbætt" ráðgjöf Hafró hefur ítrekað leitt til aflabrests sjá hér

 

loðnuveiðar á Íslandi frá upphafi

 

 Málið er að það tekur stórhveli   hátt í áratug að verða   kynþroska   og kýrnar bera ekki nema um þriðja   hvert ár eftir það. Það er því   augljóst að mjög hægfara breyting á   stærð hvalastofna sem vissulega eru   stórtækir afræningjar getur ekki skýrt þá hörmungaveiði sem hefur verið á loðnu frá aldamótum sjá mynd.  

Nærtækara er að leita skýringa á minni veiði, í aukinni samkeppni og afráni annarra fiska. Fiskarnir sjálfir eru miklu mun stærri affallaþáttur en þáttur mannsins og það sem fer ofan í hvalinn. 

Þessi staða sem uppi hvað varðar útlit loðnuveiða ætti að verða uppspretta uppbyggilegrar umræðu um ráðgjöfina sem greinilega þarf að endurskoða.

Ef fiskistofn er álitin vera 1 milljón tonn þá er ekki ólíklegt að hann éti um 3% af þyngd sinni á dag eða 30 þús tonn á dag eða um þrefaldan afla þess sem strandveiðibátar komu með að landi á vertíðinni.

Nú er hægt að fara í ýmsa reikninga hvað þetta eru margar milljónir eða tugir milljóna tonna á ári, en aðalatriðið er að ef ef dregið er úr veiðum þá safnast enginn lífmassi upp í hafinu.


mbl.is Tímabært að rannsaka afrán hvala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær ef Bylgjan talaði við mig?

Sjálfstæðismaðurinn Þórður Gunnarsson var kynntur á Bylgjunni sem hagfræðingur þar sem fjallað var um framboð stjórnmálaflokka fyrir komandi Alþingiskosningar. Þórður nýtti tækifræði og smánaði pólitíska andstæðinga. Það fór ekki á milli mála að honum var í nöp við frambjóðendur Flokks fólksins.  
 
Ég frétti af þættinum í gegnum starfsfélaga minn til margra ára og honum til undrunar þá hefði ég fengið þá einkunn hjá sjálfstæðismanninum Þórði Gunnarssyni á Bylgjunni, að vera með orðljótari mönnum.
Vissulega þá á ég það til að vera ekkert að fara í kringum hlutina t.d. hef ég furðað mig á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðið kjósendum upp á að koma á einokun á úrvinnslu kjötafurða og að flokkurinn skuli sí og æ leggja stein í götu strandveiða sem skila mun verðmætari afla að landi en togarar.
 
Til gamans get ég nefnt það að ég á mér kæran frænda í framboði fyrir annan flokk en Flokk fólksins. Við vorum sendir saman í Vatnaskóg sem guttar og tókum m.a. þátt í fótboltaleikjum sem við töpuðum ef ég man rétt nánast öllum, þrátt fyrir að vera báðir sæmilega sprækir í boltanum. Ástæðan var sú að ef maður formælti einhverju þá var umsvifalaust dæmt víti á liðið. Ef minnið svíkur mig ekki þá er ég nokkuð viss um að frændinn hafi ekki verið eftirbátur minn hvað varðar að fá á sig víti.
 
Ég vona svo sannarlega að Bylgjan sjá sóma sinn í því að tala við mig í stað þess að fá pólitíska andstæðinga sem ég hef aldrei fyrirhitt svo ég viti til tala um mig.

Ragnar Þór Ingólfsson afhjúpar veikan blett

Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar en Flokkur fólksins hafa leitt hjá sér og jafnvel stutt og réttlætt m.a. Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar með harkalegum hætti á hag heimila og fyrirtækja en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú á sjöundatug prósent hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðnum inniföldum.

Það kemur kannski ekki svo á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben hjóli í framboð Ragnars Þórs fyrir það helst að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofeldi bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni m.a. formanns Rafiðnaðarsambandsins.

Þegar á öllu er á botninn hvolft þá afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins þ.e. að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið  og bregst til varna ef þeim er ógnað. Það virðist því miður ekki verða nein breyting þar á, ef litið er á þá frambjóðendur sem valist hafa í efstu sæti flokksins.  Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raða sér í efstu sætin. 

Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins - með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út.

 

 

 


mbl.is Vilhjálmur hjólar í Ragnar Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vísindalegt" okur

Það er naumast hvað það er uppi á greiningardeildum bankana typpið að greina hvað fyrrum vinnufélagi þeirra í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson gerir í vaxtaokrinu á næstunni.

Sérstaklega er tekið fram að nýlegur samverkamaður seðlabankastjóra í peningastefnunefnd, hafi alls ekki viljað fara í neina lækkun á okurvöxtunum. Sömuleiðis er sagt að komandi kosningar geti sett strik í reikninginn hvað varðar frekari lækkun vaxta.  

Það fer ekki á milli mála að bankarnir boða áframhaldandi vaxtaokur og grípa þá öll rök hversu vitlaus sem þau eru til þess að styðja stefnuna. 

Gildir þá einu að verið sé að setja unga fólkið og fjölda vel rekinna fyrirtækja í mjög erfiða stöðu og jafnvel í þrot. Engin umræða er um að vaxtastefnan sé þröskuldur í því að leyst verði úr framboðsskorti á húsnæði sem hefur keyrt upp verðbólguna.

Þessi staða er átakanleg þar sem ytri skilyrði eru góð - Hátt fiskverð, gott verð fyrir raforku og ferðalangar streyma til landsins.  Við þessar aðstæður er bankakerfið undir forystu Seðlabankastjóra að koma ungu fólki á kaldan klaka.

Ef eitthvað er þá ættu kosningar að leiða til vaxtalækkunar þar sem von er um að það komi til valda ábyrgari stjórnmálamenn en núverandi ríkisstjórn. 

Við höfum haft fjármálaráðherrann Bjarna Benediktsson sem hefur afneitað ábyrgð stjórnarráðsins á þróun verðlags og er í raun furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki bjóða upp á á ábyrgari forystumann í næstu kosningum. 

Það segir ákveðna sögu um ruglið þó svo upphæðin sé ekki há í stóra samhenginu að ríkisstjórnin hafi varið hátt í 60 milljónum kr. í að flytja inn  nokkra hunda og ketti


mbl.is Stjórnarslitin geti haft áhrif á vaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning og ómenning

Umræðan um útlendingamál er eðlilega talsverð í íslensku samfélagi, þar sem fimmti hver íbúi landsins er ekki fæddur á Íslandi. Hröð fjölgun útlendinga í landinu hefur sett þrýsting á innviði landsins og sérstaklega er staðan mikil áskorun fyrir menntakerfið. 

Engu að síður þá er umræðan á RÚV ofl. fjölmiðlum mjög skilyrt og gengur sú þula alla jafnan út á að;

a) fjölmenning sé alltaf af hinu góða,

b) innflutningur á vinnuafli skapi hagvöxt,

c) þjóðin sé skuldbundin að taka við öllum hælisleitendum.

Aldrei er góðmennsku-þulan studd með gögnum og jafnan reynt að fegra þá myndina ef einhver skuggi ber á.

Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk er orðin bæði opnari og málefnalegri í nágrannaríkjunum. Í Danmörku vakti ráðherra jafnaðarmanna athygli á því að ómenning og glæpir fylgja innflytjendum og afkomendum þeirra í miklu meira mæli frá ákveðnum svæðum en öðrum. 

Endurskoðunin með bresku fjárlögunum OBR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ófaglærðir innflytjendur kosta breskan ríkissjóð mun hærri upphæð en þeir greiða í sjóðinn. Um það leyti sem þeir komast á eftirlaun þá hefur breska ríkið greitt með þeim upphæð sem nemur um 27 milljónum kr á mann.

Það er rétt sem Inga Sæland segir Ísland er orðið uppselt fyrir hælisleitendum. Okkur ber ekki skylda að taka við fleirum - Ekki frekar en Pólverjar sem eru búnir að loka sínum landamærum.

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bjarni og brennivínsmálin

Það sem stakk mig var að formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á brennivínsmálin í ákalli í Morgunblaðinu til þjóðarinnar um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.  Hann gerir það með þeim orðum - "hverfa frá þeirri hugs­ana­villu að rík­is­starfs­menn ein­ir geti  - af­greitt lög­leg­ar neyslu­vör­ur"

Nú er ég sammála því að rétt sé að endurskoða einkaleyfi á sölu áfengis, en það þarf að gerast með því að breyta löggjöfinni. Sú aðferð sem Bjarni beitti sem fjármálaráðherra að fara ekki að skýrum ákvæðum laga, grefur undan réttarríkinu og borgaralegum gildum.   

Í Silfrinu með leiðtogum stjórnmálaflokkanna mátti skilja á orðum núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins að hann væri boðberi aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi, þegar raunin er sú að flokkurinn hefur verið þröskuldur greinarinnar.

Fyrst má nefna að Bjarni hefur barist gegn því að fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði, þannig að sú fiskvinnsla sem getur gert mestu verðmætin úr hráefninu fái fiskinn til vinnslu.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mátt heyra á þetta minnst og hefur viðhaldið klíku - ríkisverðlagningu á fiski, til hagsbóta fyrir örfáar stórútgerðir.  Það sem meira er að flokkurinn ákvað í vor að fara gegn neytendum með því að leyfa einokun á kjötmarkaði!

Í öðru lagi þá hefur miklu  frekar lagt stein í götu dagróðrabáta en hitt, þrátt fyrir að það sé borðleggjandi að dagróðrabátar skili mun verðmætari fiski á land en togarar.

Í þriðja lagi þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn kæft alla gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöfina sem hefur skilað mun minni afla í öllum tegundum í kjölfar þess að þær hafa verið kvótasettar.

Það er stórmerkilegt að Samfylkingin og Miðflokkurinn eru á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn í sjávarútvegsmálum - Vissulega vill Kristrún skattleggja mun meira en ekki breyta einokunarkerfinu í neinu.


Sjálfstæðisflokkurinn staðnar og missir traust

Nú er komið á daginn að Bjarni Ben. krafðist þingrofs og nýrra kosninga án nokkur samráðs eða samtals við samstarfsflokka sem hann hefur starfað með sl. 2 kjörtímabil. Eðlilegra hefði verið fyrir ábyrgan forsætisráðherra að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og hafa síðan samráð við þingið um framhald málsins.
 
Mögulega hefur Bjarni Ben skorað einhver stig hjá þeim eru komnir með annan fótinn í Miðflokkinn, en á móti kemur að hann rýrir verulega traustið á Sjálfstæðisflokknum sem ábyrgu og eftirsóknaverðu stjórnmálaafli til samstarfs að loknum næstu kosningum.
Með þessum tuddagangi gengur hann ekki aðeins yfir samstarfslokka sem hafa þurft að þola vandræðamál formanns Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu m.a. Bankasýslu-vinina, nætursöluna á Íslandsbanka og Lindarhvolsspillinguna, heldur setur Bjarni nýkjörinn forseta í erfiða stöðu.
 
Á hinn bóginn þá er ávinningur Bjarna af bægslaganginum sá að hann leiðir flokkinn með óbreytta forystu inn í næstu kosningar og kemst þannig hjá erfiðri umræðu á landsfundi.    
      
 
 
 

Stöðugleiki og tækifæri Bjarna Ben

Það er ekki mikil eftirsjá í þessari ríkisstjórn sem nú er að fara frá völdum fyrir íslenskan almenning.  Öðru máli gegnir um launaðan her aðstoðarmanna, almannatengla, auglýsingastofur og nefndir "sérfræðinga" sem hafa getið af sér gagnslausar afurðir á borð við söluráðgjöfina dæmalausu á Íslandsbanka, svikaleikrit Svandísar Svavars "Auðlindin okkar" og Hvassahraunsskýrslu Sigurðar Inga.

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með lykilinn að efnahags- og útlendingamálum og skilar nú af sér eftirfarandi "árangri":

1) Stöðugum hallarekstri ríkissjóðs.

2) Stöðugri verðbólgu allt kjörtímabilið.

3) Stöðugri kreppu á húsnæðismarkaði.

4) Stöðugum innflutningi á hælisleitendum.

5) Stöðugri kyrrstöðu í orkumálum.

6) Stöðugum flutningi fjármagns frá almenningi til auðmanna.

 

Ekki ætla ég að fjölyrða um afrek Framsóknar en þau þekkja landsmennum af hrakandi lesskilningi, heilbrigðiskerfinu og versta vegakerfi í Evrópu. Helsta framlag Vg eru jú kynlausu klósetin sem Guðlaugur Þór vinnur nú samviskusamlega við að byggja upp.

Flokkur fólksins mun bjóða kjósendum upp á breytta stefnu þar sem hætt verði bruðli og tekið mið að hag almennings en ekki fámennrar hirðar í kringum stjórnmálaelítuna.

 


Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband