Bloggfærslur mánaðarins, september 2024
30.9.2024 | 17:53
Dauðarefsing Pírata
Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa m.a. barnaníðingum úr landi.
Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til sl. vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum.
Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann Vg, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál.
Það er alveg kristaltært að Vg er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum.
Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna.
Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna m.a. barnaníðinga - Hvers vegna eru Píratar, Vg og fleiri á móti því?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2024 | 14:26
Svandís breytir ekki sögunni - hún reif upp ræturnar
Í viðtali á Vísi sagðist Svandís Svavarsdóttir sem býður sig nú fram til forystu í Vg áfram eiga fullt erindi í stjórnmálum. Hún tiltók sérstaklega í svörum sínum mikilvægi þess að vera nálægt grasrótinni í flokknum og síðan að leggja áherslu á sjávarútvegsmálin auk almenningssamgangna. Nú í aðdraganda kosninga gefur Svandís Svavarsdóttir upp með það að hún muni berjast fyrir auknu gagnsæi og réttlátum breytingum á sjávarútveginum í samræmi við væntingar grasrótarinnar.
Það er ekki úr vegi að fara yfir verk Svandísar í stóli matvælaráðherra til þess að vega það og meta hvort hugur fylgi máli.
1) Hún lagði til og náði því fram að sandkoli og skrápdýr voru sett inn í gjafakvótakerfið.
2) Svandís lagði það til og náði því ekki fram í fyrstu atrennu m.a. vegna andstöðu Flokks fólksins að grásleppan yrði sett inn í gjafakvótakerfið.
3) Svandís óskaði eftir því við formann atvinnuvegnefndar að atvinnuveganefnd þingsins flytti mál um að setja grásleppuna inn í gjafakvótakerfið og hún náði því fram sl. sumar þannig að nú heyra grásleppukarlar brátt sögunni til í sjávarbyggðum landsins.
4) Svandís Svavarsdóttir lagði það til og náði því fram að hleypa togskipum með óheftu vélarafli nánast upp í fjörur á sama tíma og hún boðaði friðun hafsvæða.
5) Svandís Svavarsdóttir gerði ekkert með áfellisdóm Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og lokaði á strandveiðar þann 12. júlí 2023, þvert á loforð Vg um að efla strandveiðar.
6) Svandís setti af stað verkefnið Auðlindina okkar sem kostaði gríðarlegt fé, en til þess að stýra því verkefni voru fengnir fyrrum forstjóri Granda Eggert Benedikt Guðmundsson og Gunnar Haraldsson einn af höfundum aflareglunnar í þorski sem aldrei hefur gegnið upp. Útgangapunkturinn í vinnunni var rit sem samverkamaður Gunnars Haraldssonar ritaði, en það var kver sem tekið var saman fyrir Kristján Þór Júlíusson ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Flokksmönnum Vg sem hafa víðtæka þekkingu á sjávarútvegsmálum var algerlega haldið utan við vinnuna m.a. Lilju Rafney Magnúsdóttur og Bjarna Jónssyni fiskifræðingi og ekki var heldur að neinu leyti stuðst við stefnuskrá Vg í sjávarútvegsmálum í vinnunni.
7) Frumvarpið sem Svandís lagði fram til kynningar í framhaldi af vinnu Auðlindarinnar okkar var ekki upp á marga fiska.
8) Fleira má tína til m.a. horfði hún aðgerðarlaus í ráðuneytinu á dæmalausa úthlutun á byggðakvótum m.a. til norskra auðmanna og vigtarreglur sem hygla þeim stóru.
Ofangreint bendir hvorki til þess að hún sé líkleg til nokkurra breytinga á kvótakerfinu né til þess að hlusta á einhverja grasrót í VG.
Ef einhver hefur rifið upp þær rætur sem Jón Bjarnason ræktaði hringinn í kringum landið, þá er það tilvonandi formaður Vg með ofangreindum verkum.
26.9.2024 | 11:10
Óskað eftir mildi í klósetmálum
Merkasti stjórnmálamaður landsins skrifaði víðlesna grein undir fyrirsögninni "Ég neita að pissa standandi."
Í greininni fjallar hún um mikinn metnað ráðherra Sjálfstæðisflokksins í klósetmálum sem birtist í glænýrri hollustuháttarreglugerð.
Í stuttu máli þá fela breytingarnar í sér að
Annað hvort þá þarf:
a) að hafa snyrtingar á veitingastöðum og opinberum stöðum rétt eins og í Alþingishúsinu, opin fyrir bæði kynin.
b) eða þá að bæta við kynlausri snyrtingu.
Nú starfa ég alla jafna við heilbrigðiseftirlit og skoða hundruð snyrtinga á hverju ári og sé það í hendi mér að breytingin muni leiða til bæði mikils kostnaðar og óhagræðis vítt og breitt um landið.
Það á á ekki síst við um minni félagsheimili t.d. í Hegranesi í Skagafirði og minni vínveitingahús vítt og breitt um landið
Ég hef tekið málið upp nokkrum sinnum við núverandi umhverfisráðherra án nokkurs árangurs og tók því til þess ráðs sem varaþingmaður Flokks fólksins að leita eftir liðsinni forseta þingsins í málinu. Til þess að fá ráðherra til þess að sýna minni rekstraraðilum mildi í klósetmálum.
Það er nefnilega svo að snyrtingarnar í Alþingishúsinu eru ekki í samræmi við nýja reglugerð og það er fyrirséð að þingið þurfi að fara í talsverðan kostnað til að mæta metnaði ráðherra.
Ef vilji væri til þá væri hægt að gera það með því að láta nýtt ákvæði um snyrtingar gilda um nýja starfsemi eða gefa rekstraraðilum rúman tímafrest til þess að ljúka úrbótum.
Þessi tregða Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra kemur á óvart þar sem honum er tíðrætt um gullhúðun, en samt er hann illfáanlegur til þess að breyta þessu og öðru sem snýr að minni fyrirtækjum.
Það sem er sárast við þessa þrjósku er að hún getur snúist upp í neikvæðni í garð þess fámenna hóps sem reglugerðinni er ætlað að standa vörð um.
25.9.2024 | 17:51
Sumir stimplar eru dýrari en aðrir hjá Framsókn
Sum skattheimta er verri en önnur og var stimpilgjaldið lengi vel skýrt dæmi um slíkt, þar sem það var mjög hamlandi á alla samkeppni á fjármálamarkaði. Gjaldið hamlaði því að neytendur gætu endurfjármagnað óhagstæð lán með hagkvæmari lánum. Þessi skattheimta var sem betur fer að mestu lögð af en það kom ekki til af því að þingsályktunartillaga mín hafi verið samþykkt fyrir um 16 árum síðan - Nei ástæðan var að greiða þurfti úr með hraði úr því neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins.
Andstaða Framsóknarflokksins við ágætis frumvarpi nokkurra þingmanna Sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalds af fasteignakaupum einstaklinga kemur kannski ekki svo á óvart þó svo að allir þingmenn Framsóknarflokksins hafi samþykkt að aflétta stimpilgjaldinu af skipakaupum stórútgerðarinnar, fyrir örfáum árum síðan.
Það er nefnilega svo að sumir eru jafnari en aðrir hjá forystu Framsóknar. Flokkurinn sá dýrðina eina í því að afnema samkeppnislög á kjötafurðastöðum þannig að hægt verði að koma á einokun, á meðan flokkurinn beitti sér af hörku við að koma á öngþveiti á leigubílamarkaði með alvarlegri orðsporsáhættu fyrir ferðaþjónustuna í landinu um leið og öryggi farþega var stefnt í voða. Leigubílalögin voru samþykkt með hliðsjón af hagsmunum neytenda og frjálsrar samkeppni rétt eins og einokunarlögin sem sett voru um kjötafurðastöðvar með hagsmuni neytenda í huga.
Sigurður Ingi skýrir andstöðuna við afnám stimpilgjaldsins fyrir einstaklinga af fasteignakaupum með því að hann sé að koma í veg fyrir þenslu og verðbólgu, en það er hæpið þar sem það er ekki eftirspurn einstaklinga sem er að keyra upp verðið á íbúðum heldur miklu frekar leigufélögin og þau þurfa efir sem áður að greiða 1,6% stimpilgjald, ef frumvarpið verður að lögum.
Hvað sem því líður þá á fjármálaráðherra sérstakt hrós skilið fyrir þá hugkvæmni að kalla það sérstakan stuðning við þá sem kaupa húsnæði í fyrsta sinn, að gefa þeim 50% afslátt af stimpilgjaldinu.
Ég minnist þess ekki að formaður Framsóknar hafi hreykt sér sérstaklega af því að veita stórútgerðinni sérstakan stuðning með 100% afslætti af stimpilgjaldi vegna skipakaupa.
Aukin þensla með afnámi stimpilgjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2024 | 15:38
Kerfið fyrst og fólkið svo - Forysta "Skjaldborgarinnar"
Í sérstakri umræðu á þingi sem Inga Sæland stóð fyrir um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, þá kom verulega á óvart að Samfylkingin skuli hafa lagst gegn öllum breytingum á útreikningum á neysluverðsvísitölu.
Talsmaður Samfylkingarinnar Jóhann Páll og þingmaður Vg gerðu lítið úr tillögunni og sögðu eitthvað á þá leið að það væri verið að breyta mælistikunni eða galdra í burt einhvern lið úr vísitölunni.
Talsmenn Samfylkingarinnar og reyndar Vg einnig horfa fram hjá þeirri staðreynd að núverandi útreikningar á neysluverðsvísitölu með húsnæðisliði, eru að skrúfast upp vegna markaðsbrests á húsnæðismarkaði - Framboð nær ekki að anna eftirspurn. Áhrifanna gætir ekki aðeins á þá sem eru fjárfesta nú í húsnæði heldur einnig þá sem keyptu fyrir áratugum síðan.
Það er engu líkara en forysta Samfylkingarinnar setji kerfið sem byggir á brostnum forsendum í öndvegi en skuldug heimili mun aftar.
Annað var eftir bókinni í umræðunni. Framsókn baulaði um að engu mætti breyta, Sjálfstæðisflokkur kenndi Reykjavíkurborg um lóðaskort og þar með húsnæðisverði.
Það var helst að tillaga Ingu fengi hljómgrunn hjá Pírötum og Miðflokki.
Skrýtnustu ræðuna flutti Óli Björn en gott ef hann varaði þingmenn ekki föðurlega við að vera vekja upp falskar væntingar um að vaxtabyrði fari lækkandi hjá þeim sem standa vart undir núverandi skuldum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2024 | 18:44
Formaður Framsóknar jaðarsetur Norðvestrið
Ég kom inn á þingið í dag sem varaþingmaður, en það sem ég rak augun fyrst í er að Sigurður Ingi virðist markvisst hafa jaðarsett þingmenn sína í Norðvesturkjördæminu.
Það er ljóst enginn af þingmönnum Framsóknar í Norðvesturkjördæminu gegnir ráðherraembætti eða formennsku í neinni nefnd og virðist vera sem oddvitinn í kjördæminu sá ágæti drengur Stefán Vagn hafi einhverra hluta verið lækkaður í tign og gerður að varaformanni í stað þess að gegna formennsku áður í fjárlaganefndinni.
Ef farið er yfir nefndarskipan flokksins, þá blasir við að formaðurinn hafi farið nokkuð langt niður lista til þess að manna formennsku í nefndum með öðrum en þingmönnum í Nv kjördæminu m.a. er Þórarinn Ingi sóttur alla leið niður í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðaustkjördæminu. Þórarinn er þekktastur fyrir að beita sér gegn því að kjötvinnslur lúti samkeppnislögum en það mun án nokkurs efa verða dýrt fyrir neytendur og bændur.
Ekki hefur Sigurður Ingi látið það nægja að jaðarsetja þingmenn kjördæmisins heldur er augljóst að hann hafi misbeitt valdi sínu sem innviðaráðherra til þess að krækja í megnið af vegafé kjördæmisins og koma því annað.
Svo rammt hefur kveðið að hnupli innviðaráðherrans fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra að einn af jaðarsettu þingmönnum Norðvesturkjördæmisins Lilja Rannveig steig í pontu Alþingis og bar upp kvörtun undan stöðu mála sem má fyrst og fremst rekja til formannsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2024 | 17:31
Réttarríkið í hættu - Stjórnvöld virða ekki dóma Hæstarétts
Hvernig sem á það er litið þá geta stjórnvöld ekki verið á réttri leið þegar þau um árabil virða að vettugi dóma Hættarétts hvað varðar stjórn fiskveiða og snúa þar að auki út úr áliti Mannréttanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Í þessum málum er greinilegt að meirihluti þingmanna er ekki með huga við almannahagsmuni. Það er miklu frekar að bætt sé í en reynt að snúa ofan af óréttlætinu - Ætli hrókur sérhagsmunanna á þinginu sé ekki Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar sem fór fyrir því að kjötvinnslur yrðu algerlega undanþegnar samkeppnislögum og við umræðu um kvótasetningu á grásleppunni þá afhjúpaði hann algert skilningsleysi á hugtakinu almannahagsmunir.
Hér er bréf sem þingmenn þjóðarinnar fengu sent fyrir 2 árum og voru þá upplýstir um lögleysuna sem er látin viðgangast.
Íslandi, 20. apríl 2022
Ágæti alþingismaður
Við viljum vekja athygli þína á eftirfarandi málefni:
Fiskveiðiauðlindin er helsta náttúruauðlind íslensku þjóðarinnar. Skipan fiskveiða og möguleikar einstaklinga til að nýta sér þessa auðlind snerta af þeim sökum lífshagsmuni þjóðarinnar. Miklu skiptir að jafnræðis sé gætt milli borgaranna og atvinnuréttindi fólks séu ekki skert umfram það sem brýna nauðsyn ber til.
Mikil umræða hefur verið meðal almennings um þessi mál að undanförnu, en á sama tíma hefur engin umræða farið fram um þau á Alþingi Íslands. Við viljum því gera grein fyrir því, sem fram kemur í þeim tveim dómum Hæstaréttar Íslands, þar sem reynt hefur á ákvæði laga um fiskveiðar og takmarkanir á réttindum borgaranna til að stunda fiskveiðar svo og framkvæmd og réttmæti kvótakerfisins.
Þeir dómar Hæstaréttar, sem um ræðir, eru dómur Hæstaréttar í málinu nr. 145/1998 Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu frá 3.12.1998 og dómur Hæstaréttar í máli nr. 12/2000 sem er frá 6.4.2000 í málinu ákæruvaldið gegn Birni Kristjánssyni, Svavari Rúnari Guðnasyni og Hyrnó ehf.
Í dómi Hæstaréttar frá 3.12.1998 segir m.a:
Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun sem leiðir af reglu 5.gr.laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við Ísland. Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því að drjúgur hluti landsmanna geti að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru..
Dómurinn segir því að kvótakerfið sé fyrirfarandi tálmun, sem komi í veg fyrir að drjúgur hluti landsmanna geti notið eðlilegs atvinnuréttar í sjávarútvegi. Bendir Hæstiréttur á að þessar ráðstafanir geti hafa verið afsakanlegar þegar kerfið var sett á en kemst að þeirri niðurstöðu að þar sem slík skipan samræmist ekki stjórnarskrárákvæðum um jafnrétti borgaranna megi hún ekki vera ótímabundin.
Í dómi Hæstaréttar frá 6.4.2000 er vísað til þess að ríkir og augljósir almannahagsmunir séu bundnir við verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofna á Íslandsmiðum. Þá segir í niðurstöðu meirihlutans að aflaheimildir séu þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þessarar sameignar íslensku þjóðarinnar sem nytjastofnarnir á Íslandsmiðum eru.
Hér er kveðið á um það að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og það sé Alþingis að setja reglur sem varða ráðstöfun þessarar sameignar. Ekki er heldur með nokkru móti unnt að skilja meirihlutaatkvæðið svo að horfið hafi verið frá því sjónarmiði í dóminum í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu frá 3.12.1998 um að núgildandi lagareglur laganna séu bráðabirgðareglur, neyðarreglur sem ekki megi vera varanleg skipan.
Í sératkvæði Hæstaréttardómaranna Guðrúnar Erlendsdóttur og Haralds Henryssonar segir m.a.:
Samkvæmt þessu er að grunni til byggt á því að úthlutunar njóti tiltekinn afmarkaður hópur á grundvelli veiðireynslu á níunda áratugnum. Þessi úthlutun er ótímabundin og felur í sér að aðrir eigi ekki kost á aðgangi að umræddum veiðum nema þeir kaupi eða leigi aflaheimildir frá þeim, sem hafa fengið þær í úthlutun. Þannig útiloka reglur um úthlutun aflaheimilda til frambúðar aðra mikilvæga hagsmuni, sem telja verður að hafi sambærilega stöðu, og taka verður tillit til í heildarmati. Í þessu felst skýlaus mismunun, sem telja verður ómálefnalega og ósamrýmanlega þeirri skírskotun til heildarhagsmuna, sem fram kemur í 1.gr. laga nr. 38/1990. Er og óhjákvæmilegt að líta svo á, að til frambúðar leiði þessi skipan til myndunar sérréttinda, þrátt fyrir það yfirlýsta markmið laganna að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt og óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim, sbr. 3.málslið sömu lagagreinar. Þótt aðrir eigi kost á að kaupa og leigja aflaheimildir af þeim sem úthlutun hafa hlotið , þykir það ekki geta réttlætt þá mismunun, sem felst í grundvelli kerfisins.
Að öllu þessu virtu verður að líta svo á, að ákvæði 7.gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun aflaheimilda séu í andstöðu við jafnræðisreglu 1.mgr. 65.gr. stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsisákvæði 1.mgr. 75.gr. hennar.
Loks segir m.a. í sératkvæði Hjartar Torfasonar Hæstaréttardómara:
Að virtu öllu þessu og öðru því, sem telja má á færi dómara, verður að líta svo á, að hin umdeilda skipan fái ekki staðist til frambúðar, sem lögmæt skipan á stjórn fiskveiða,
Við viljum að lokum draga saman, ágæti þingmaður, nokkur grundvallaratriði, sem fram koma í ofangreindum dómum Hæstaréttar, jafnt atkvæðum meiri- og minnihluta og einu dómunum sem fjallað hafa um gildi kvótakerfisins í fiskveiðum:
- Nytjastofnar við Íslandsstrendur eru sameign þjóðarinnar.
- Alþingi hefur valdheimildir til að takmarka aðgengi að fiskveiðum tímabundið til þess að vernda fiskistofna og því aðeins að þann tíma séu aðrar leiðir til þess ekki færar.
- Dómarnir gera það alveg ótvírætt að úthlutaðar veiðiheimildir njóta ekki verndar eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar.
Lögin um vernd fiskistofna, sem takmörkuðu hámarksafla á Íslandsmiðum voru sett árið 1983 (l. nr. 82/1983) og komu til framkvæmda við skiptingu hámarksafla árið 1984 eða fyrir 38 árum síðan. Allan tímann hefur úthlutun fiskveiðiheimilda að meginstefnu til byggt á þeim ákvæðum og viðmiðunum, sem sett voru í upphafi. Engin breyting hefur verið gerð á þessari skipan og hefur löggjafinn aldrei sýnt fram á það að, aðrar leiðir við úthlutun fiskveiðiheimilda séu ekki færar. Að því leyti er kerfið í dag andstætt niðurstöðu dóms Hæstaréttar í Hæstaréttarmálinu nr. 145/1998 frá 3.12.1998.
Takmarkað aðgengi þorra landsmanna til nýtingar sameiginlegra nytjastofna á Íslandsmiðum felur í sér brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og atvinnufrelsisákvæði hennar.
Gera verður þá kröfu til löggjafans, að hann taki tillit til þeirra sjónarmiða sem koma fram í ofangreindum dómum Hæstaréttar og leiti annarra leiða við úthlutun fiskveiðiheimilda, sem standast ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og jafnræði borgaranna.
Við teljum það með ólíkindum, að tregða skuli vera á Alþingi við því að setja þau ákvæði í stjórnarskrá að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ótvírætt kveðið á um það í ofangreindum dómum.
Við vonum, ágæti þingmaður, að þú kynnir þér þessi mál og erum tilbúin til að eiga viðræður við þig og/eða þingflokk þinn til að kynna frekar þau sjónarmið, sem hér eru sett fram og þær lagalegu og hugmyndafræðilegu forsendur sem gera nauðsynlegt að þegar í stað verði fiskveiðistjórnarkerfið tekið til gagngerðrar endurskoðunar.
Vert er að geta þess síðan í lokin, að ítrekað kemur fram í skoðanakönnunum og hefur gert í hartnær fjóra áratugi, sem kerfið hefur verið við líði, að mikill meirihluti þjóðarinnar, um og yfir 75% hennar, er andsnúinn fiskveiðistjórnarkerfinu. Það skýtur því skökku við að umræður um þessi mál skuli ekki vera meiri á Alþingi og að Alþingi skuli aldrei hafa brugðist við þessu ákalli þjóðarinnar og hefur að því leyti orðið gjá á milli þings og þjóðar í þessu máli.
Virðingarfyllst,
Álfheiður Eymarsdóttir
Jón Kristjánsson
Jón Magnússon
Jónas Elíasson
Lúðvík Emil Kaaber
Páll Gústafsson
Ólafur Örn Jónsson
Pétur Guðgeirsson
Sigurjón Þórðarson
Sveinbjörn Jónsson
Tryggvi Agnarsson
Valdimar Jóhannesson
Þórður Már Jónsson
21.9.2024 | 21:11
Manngerðar hörmungar á Flateyri
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun.
Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun.
Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg!
Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.
Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð.
Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar!
Hringavitleysan á Flateyri
Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans.
Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni.
Flokkur fólksins vill frelsi
Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta.
Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda.
-------------------------------------------------------
Ofangreind grein birtist m.a. á bb.is og voru gerðar athugasemdir við hana af Óðni Gestssyni - sjá hér og ég svarði þeim síðan samviskulega á bb.is sjá hér.
18.9.2024 | 15:57
Samfylkingin talar tungum tveim í hælisleitendamálum
Formaður Samfylkingarinnar boðaði breytta hælisleitendastefnu fyrr á árinu. Kristrún Frostadóttir tók undir þau sjónarmið að núverandi kerfi væri ósjálfbært og að lokuð landamæri væru alger grunnforsenda þess að hægt væri að viðhalda velferðakerfi á Íslandi.
Engu að síður þá flytur hægri hönd formannsins Jóhann Páll Jóhannsson popúlíska ræðu á þingi í vikunni, þar sem grunnstefið er að ganga eigi þvert á þá stefnu sem Kristrún boðaði fyrr á árinu. Þegar til kastanna kemur þá styður hvorki þingflokksformaður Samfylkingarinnar né Jóhann Páll að úrskurðir lögbærra yfirvalda séu virtir m.ö.o þeir gerast talsmenn No Boarders á Íslandi.
Það er vægast sagt billegt hjá forystumönnum Samfylkingarinnar og öðrum talsmönnum No Boarders að beina allri ábyrgð á óþarfa raunum langveiks drengs í vikunni á yfirvöld og mála dómsmálaráðherra upp sem vonda manneskju.
Hlaupið er yfir augljósa ábyrgð forráðamanna drengsins sem dvelja hér ólöglega í landinu á hremmingum langveiks sonar. Ekki síður vert að velta fyrir sér ábyrgð þeirra sem veita fjölskyldunni þau ráð að fara ekki að lögum og setja yfirvöld í þá stöðu að þurfa að beita þvingunarúrræðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2024 | 14:05
Stefán Einar Stefánsson í læri hjá Grétari Mar
Stefán Einar Stefánsson er einn besti blaðamaður landsins þó svo hann sé ekki enn margverðlaunaður fyrir störf sín. Hvað sem því líður þá er ljóst að Stefán Einar undirbýr sig fyrir viðtöl, er frjór, lævís og harður í horn að taka. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er ekki að fara í grafgötur með skoðanir sínar - ekki frekar en Gunnar Smári.
Engu að síður þá er umfjöllun Stefáns Einars um sjávarútvegsmál hálfgeld og bitlaus, en það birtist m.a. í þessu viðtali við Heiðrúnu Lind framkvæmdastjóra SFS þar sem hún kvartar sáran yfir því að aukin skattlagning komi í veg fyrir að hægt verði að búa til meiri verðmæti í dag en í gær.
Sú fullyrðing kemur úr óvæntri, en hún er sett fram m.a. á grundvelli útreikninga prófessors á eftirlaunum. Viðkomandi hefur í gegnum tíðina haft rangt fyrir sér um nær alla útreikninga tengda sjávarútveginum m.a. með boðun og útreikningum um að með því að draga úr veiðum að þá muni veiðast mun meira seinna. Kenningar kennimanns SFS ganga þvert á viðtekna vistfræði og hafa aldrei gengið upp og munu því aldrei ganga eftir og með því að SFS haldi þessari bábilju á lofti er SFS að kom í veg fyrir hagsæld.
Það sem Stefán Einar gæti lært af Grétari Mar umsjónarmanns Sjávarútvegsspjallsins í efnistökum er að nálgast umræðuna um nýtingu hafsins út frá víðara sjónarhorni en einangruðum hóli SFS.
Í síðasta þætti Grétars Mar var t.d. áhugaverð umræða um nýtingu á þara og sölum en það eru greinilega mikil tækifæri þar á ferðinni.
Grétar Mar hefur fjallað með gagnrýnum hætti um algert árangursleysi núverandi fiskveiðistjórnar en það er ljóst að hún hefur leitt til minna afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar.
Grétar Mar hefur fjallað um þann gríðarlega samkeppnishindranir og mismunun sem sjálfstæðar fiskvinnslur eiga í gagnvart vinnslum stórútgerðarinnar, þar sem þær komast ekki í hráefnið á jafnræðisgrunni.
Hvað varðar uppsjávarveiðarnar þá væri nær að fjalla um mun stærri mál en einhverjar krónur í veiðigjöld til eða frá m.a. veiðiráðgjöf í loðnu sem skilar engu og ekki síður hver ástæðan sé fyrir því að mun meira fæst greitt fyrir uppsjávarafla sem landað er í Færeyjum en á Íslandi.
Molar hagfelldir Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007