Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2024
31.8.2024 | 10:13
Ríkisstjórn í algerri upplausn - blómstrandi hælisiðnaður
Ríkisstjórnin var vart komin heim úr skemmti- og hópeflisferðinni í Skagafjörð fyrr en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Berglind Ósk ræðst harkalega að barna- og menntamálaráðherra.
Á skrifum þingmannsins má ráða að mikil óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins með vinnubrögð Ásmundar Einars Daðasonar. Hún fagnar því sérstaklega að umræða um ósæmilegt ábyrgðarleysi ráðherrans í menntamálum sé loksins komin upp á yfirborðið og gefur það í skyn að hún muni fylgja því eftir á Alþingi!
Sagt er berum orðum að verið sé að vinna að því að útiloka aðkomu foreldra að skólagöngu barna og verið sé að innleiða óskiljanlegt námsmat.
Nú hafa ráðherrar játað að innviðauppbygging hafi mistekist, efnahagsstjórnin er í algerri upplausn - Verðbólga og háir vextir, heilbrigðiskerfið og húsnæðismálin eru í keng og harðar deilur eru jafnvel um grunnskólann.
Vissulega blómstrar hælisiðnaðurinn á Íslandi á meðan hagur þorra almennings fölnar. Ríkisstjórn sem ræður ekki við að búa til samstöðu um verkefni á borð við grunnskólann, hvað þá annað, er ekki á vetur setjandi.
28.8.2024 | 22:56
Rörsýn Reykjavíkur- Morgunblaðsins
Staksteinar Morgunblaðsins tóku upp á því að ráðast harkalega að Jóni Inga Cæsarssyni fyrir þarfa grein hans í Morgunblaðið, þar sem hann bendir á að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hafi skert þjónustu við íbúa í hinum dreifðu byggðum landsins m.a á Siglufirði og Hvammstanga.
Það hefur Íslandspóstur gert með því að loka pósthúsum og vísa íbúum á óupphituð box. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir því að Íslandspóstur hafi kynnt breytingarnar eða leitast við að koma á móts við athugasemdir við breytta þjónustu t.d. við íbúa Fjallabyggðar. Óvart er ég einn af þeim sem nýtti mér reglulega þjónustu pósthússins á Siglufirði, Hvammstanga og sömuleiðis þjónustu Íslandspósts í Samkaupum í Ólafsfirði en stóð einn daginn fyrir framan einhver box sem ekki nokkur lifandi leið var að nýta. Jú jú ég gat hringt í Íslandspóst og þar var til svara símsvari og ég var númer eitthvað í röðinni og lofaði sjálfsvarinn því að hringt yrði til baka, en sú hringing hefur ekki enn borist úr höfuðstöðvum ríkisfyrirtækisins.
Þessi árás á Jón Inga fyrir það eitt að gagnrýna algeran þjónustubrest sem íbúar landsbyggðarinnar m.a. Fjallabyggðar hafa nýlega orðið fyrir koma nokkuð á óvart þar sem stjórnendur Árvakurs sem gefa út blaðið hafa sumir hverjir komið frá Siglufirði og Norðurlandi vestra m.a. aðstoðarkaupfélagsstjóri KS.
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur er einmitt að skerða heldur betur grunnþjónustu á Norðurlandi með ærnum tilkostnaði fyrir íbúa á meðan ríkið er að bæta verulega í útgjöld á öðrum sviðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2024 | 09:46
Barnaráðherra talar í hringi
Fyrir stjórnendur skiptir miklu máli að hafa góðan áttavita og sömuleiðis skýra hugmynd um í hvaða átt þeir vilja stefna.
Eftir að hafa hlustað á viðtal Stefáns Einars í Dagmálum við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu grunnskólans þá blasti það við að ráðherrann var hvorki leiðinni eitt né neitt og virtist ekki heldur hafa nokkurn áhuga á því að hafa neinn skýran mælikvarða á stöðu grunnskólans.
Fyrir nokkrum árum sat ég í fræðslunefnd Skagafjarðar og fann þá tilfinnanlega fyrir því að þær kannanir sem voru gerðar á stöðu skólanna voru annað hvort ekki sundurgreinanlegar með skýrum hætti þannig að þær áttu við um landshluta en ekki einstaka skóla eða þá að þegar búið var að vinna þær þá voru þær orðnar svo gamlar að þær nýttust ekki.
Það sem skein í gegn í tali ráðherrans var að hann lagði traust sitt á ný drög að lagafrumvarpi, nýjan en flóknari matsferil og sömuleiðis nýjan og breiðari gagnagrunn. Allt voru þetta fuglar í skógi en ekkert fast í hendi.
Stefna ráðherra er greinilega að ryksuga inn gríðarmikið af gögnum m.a. félagslegar breytur sem eflaust verður ekki safnað með samræmdum hætti og sagt grunnurinn eigi að nýtast dag frá degi inn í skólastofum landsins.
Þetta hljómar eflaust ágætlega í eyrum sumra en er í raun hálfgerð þvæla.
Miklu nær væri að fækka prófunum og hafa þau markvissari t.d. að bera saman martækt úrtak barna í einstaka skólum í samanburði við úrtak úr öðrum skólum, í stað þess að láta 5 þúsund börn í hverjum árgangi þreyta mörg próf í hinum ýmsu greinum.
Áherslan ætti að vera í að fá skýr svör hratt og vel um stöðuna og marka síðan stefnuna.
Réttlætir lögbrot ráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2024 | 22:00
Það var hæ, hó, hopp og hí og undirritað á Hóli
Ríkisstjórn Vg, Framsóknarflokks og Bjarna Ben sem mynduð var um að byggja upp innviði landsins hefur mistekist hrapalega ætlunarverk sitt og stefnir í að skila vegakerfinu í miklu verra ástandi en hún tók við því.
Það verður ekki tekið af ráðamönnum ríkisstjórnarinnar að þeir hafa verið iðnir við að munda penna og skrifa undir áætlanir sem reyndar hafa ekki gengið eftir m.a. um Borgarlínuna.
Hér er skrifað undir 2016
2019 var aftur skrifað undir Borgarlínu.
2020 var enn og aftur haldinn íburðarmikill
fundur um Borgarlínu.
Aftur er skrifað undir Borgarlínuna árið 2022.
Sigurður var byrjaður að grafa fyrir Borgarlínunni 2023.
'
Og enn er skrifað undir Borgarlínu árið 2024.
Þessi Borgarlínufarsi er farinn að minna á byggingu þjóðarleikvangsins eða Sundabrautarinnar, en umræðan um þau mannvirki hefur staðið yfir nánast linnulaust frá síðustu aldamótum en lítið sem ekkert gerst.
Reikningsdæmið hefur vissulega verið lifandi og erfitt að henda reiður á hvort Borgarlínan verði leidd í stokka, göng eða sér akreinar og ennfremur óljóst hvort vagnar eða önnur farartæki verða nýtt.
Í stað þess að Borgarlínuverkefnið sé á forræði Vegagerðarinnar og hún efld þá hefur verið búið til nýtt opinbert batterí þ.e. Betri Samgöngur ohf. sem hefur afar óljósa stjórnskipulega stöðu og flækir miklu frekar en einfaldar úrlausn og skipulagningu verkefnisins.
Sáttmálinn fullfjármagnaður næstu fimm árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2024 | 19:19
Vg er að stimpla sig út
18.8.2024 | 08:24
Forsætisráðherrra fordæmdur af Vg
Ályktanir Vg á flokksráðsfundinum þann 17. ágúst eru furðulegar og ekki þá aðeins fyrir það sem fjallað er um en ekki síður það sem flokkurinn minnist ekki á. Ekki er orði vikið að okurvöxtunum eða verðbólgunni, sem er að setja fjárhag íslenskra fjölskyldna í uppnám. Nei nei þeir sem eru eftir í Vg virðast ánægðir með vaxtaokrið og fákeppnina rétt eins og núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi.
Megin belgingurinn í stjórnmálaályktuninni fór í málefni Palestínu, en tónninn í ályktuninni var óvenju herskár þar sem m.a. verk vestrænna ríkja, Bandaríkjanna, Ísrael og Bjarna Benediktssonar voru fordæmd. Athygli vakti að hlaupið var yfir að fordæma hryðjuverkasamtökin Hamas sem áttu upptökin að stríðinu með; fjöldamorðum,nauðgunum og mannránum á saklausu fólki.
Eflaust kippir forsætisráðherra sér ekki við að vera fordæmdur af sínum nánustu bandamönnum í ríkisstjórninni fyrir það að gera hlé á fjárstreymi til hjálparsamtaka þar sem starfsmenn samtakanna höfðu orðið uppvísir af því að taka þátt í hryðjuverkum Hamas, enda telja þeir í Vg að Bjarni haf bætt ráð sitt og aukið fjárframlög til UNRWA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2024 | 21:45
Þétt samráð en samt vill ráðherra ekki tjá sig!
Í frétt á RÚV kom það að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi verið í "þéttu samráði" við dómsmálaráðuneytið áður en hún veitti Helga Magnúsi vararíkissaksóknara ólögmæta áminningu vegna ummæla hans í kjölfar dómsuppkvaðningu yfir glæpamanninum og hælisleitandanum M. Th. Jóhannessyni.
Þessar upplýsingar gefa til kynna að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leiki jafnvel tveimur skjöldum þ.e. gefi það í skyn annars vegar að hún sé nú að kanna mál sem ráðuneytið hafi haft til meðferðar og verið í virku samráði um niðurstöðu í.
Í ofan á lagt hefur hún ekki viljað tjá sig um málið og sagst í þokkabót vera að leita að einhverri sérfræðiþekkingu utan ráðuneytisins til þess að vanda til verka.
Hér er um mikilvægt mál að ræða en það lítur út fyrir það að ráðuneytið sé að senda út þau skilaboð til lögreglumanna, blaðamanna og annarra opinberra starfsmanna um þöggun á nauðsynlegri og gagnrýnni umræðu um útlendingamál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2024 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.8.2024 | 07:40
Sjálfstæðisflokkurinn er skrýtin skrúfa
Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega kínverskur mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi.
Einhliða umfjöllun Morgunblaðsins um ágæti einkavæðingar á Kastrup hleypur yfir þá hörðu gagnrýni sem kom upp í Danmörku þegar ljóst var að alþjóðlegu fjárfestarnir fluttu allan ágóða starfseminnar á Kastrup í skattaskjól á Bermúda.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist nýlega vilja fara með flokkinn lengra til hægri og hefur þá eflaust átt við að setja enn meiri kraft í einkavæðingu Landsvirkjunar og fleiri innviða. Sjálfstæðisflokkurinn er skrýtin skrúfa en á meðan hann segist vilji fara til hægri og auka samkeppni, þá festir hann í lög að leyfilegt sé að koma upp einokun í úrvinnslu kjötafurða og sér ekkert athugavert við ríkisverðlagningu á fiski sem er langt undir markaðsvirði.
Einkavæða alþjóðaflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2024 | 10:34
þrasað um strokleðrið á meðan ólæsið eykst
Háskólaráðherra hefur sett fram tillögu um hvernig megi auka virðingu barna fyrir skóladótinu sínu. Sú leið sem Áslaug vill fara er að auka kostnaðarvitund m.a. 9 ára gamalla barna með því að í stað þess að þau fái strokleðrið í skólanum að þá muni foreldrar þurfa að skaffa leðrið. Ekki ætla ég að blanda mér í heitar umræður um strokleðrið að öðru leyti en því að vænlegra sé að leggja áherslu á almenna hirðusemi og reglu en kostnaðarvitund barnanna. Það uppeldi þarf ekki aðeins að fara fram í skólunum heldur ekki síður á heimilunum.
Áhersla háskólaráðherra á skóladótið er stórfurðuleg og vekur upp spurningu um kostnaðarvitund ráðamanna en kostnaður við menntun hvers grunnskólabarns er um 3 milljónir kr. á ári. Það væri vel ásættanlegt ef þeir fjármunir væru að nýtast til þess að auka færni og menntun barna og ungmenna, en kannanir sýna að svo er ekki.
Vonandi fer umræðan um menntamál að snúast í auknum mæli um þá sóun og synd að ungmenni séu ólæs eftir að hafa setið á skólabekk í heilan áratug og í minna mæli um skóladótið.
10.8.2024 | 09:09
Bjarni á flótta með flækjum
Bjarni Benediktsson hefur ekki reynst ráðdeildasamur fyrir hönd almennings í stjórnarráðinu þó svo að hann hafi sannarlega komið ár sinn fyrir borð sbr. óuppgert Lindarhvolsmál, Borgun ofl. ofl. mál bera með sér.
Í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins heldur hann því fram að umræðan um ríkisfjármálin sé villigötum og umræðan sé vandinn en ekki það að ríkissjóður sé rekinn með mun meiri halla en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ljóst að hallinn í ár verður a.m.k. 25% meiri en gert var ráð fyrir og líklega verður sú tala mun hærri þegar árið verður gert upp.
Það er ekki traustvekjandi að hafa Bjarna Ben í brúnni, en lykill að því að taka réttar ákvarðanir er að gera sér og öðrum grein fyrir stöðunni, þannig að það sé vilji til breytinga.
Er staðan kannski sú að forysta Sjálfstæðisflokksins sé ánægð með mikinn halla á ríkissjóði og vaxandi verðbólgu? Það sem er undarlegast við stöðuna sem uppi er og afhjúpar stjórnleysið er að þrátt fyrir hallann þá gengst ríkisstjórnin við því að innviðir landsins hafi verið sveltir m.a. vegakerfið.
Umræða um ríkisfjármálin verið á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum