Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Skýringar Jens Garðars og Biblían

Skýringar á sveiflum og minnkandi veiði í íslenskum laxveiðiám taka á sig æ undarlegari mynd.  

Sumir "fiskifræðingar" hafa beitt fyrir sig hálfgerðum Biblíuskýringum á sveiflum í veiði þ.e. í stað 7 ára tímabila Biblíunnar er komið fram með kenningu um 5 mögur ár sem síðan leiða af sér 5 feit laxveiðiár. 

Jens Garðar fyrrum stjórnarformaður SFS stekkur hér fram með stórundarlega kenningu um að það eigi sér stað einhver stórtæk ofveiði í íslenskum laxveiðiám.  Þessi kenning Jens Garðars er furðulegri en Biblíukenningarnar þar sem í meira mæli en áður tíðkast það hálfgerða dýraníð að veiða og sleppa hrygningarfiski. Í öðru lagi sýna allar athuganir fram á að enginn skortur er á laxaseiðum í ánum og ýmislegt bendir jafnvel  þess að árnar séu ofsetnar af seiðum.

Hvers vegna er Jens Garðar að ala á ofveiðigrýlunni?  


mbl.is Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfið ver kerfið

Ríkisendurskoðun er farin að snúast upp í andhverfu sína en það birtist skýrt fyrir þjóðinni í Lindarhvolsmálinu þar sem Ríkisendurskoðun beitti sér að afli fyrir leynd yfir rökstuddum grun um spillingu núverandi forsætisráðherra.

Nú er komin út skýrsla Ríkisendurskoðunar um úthlutun á byggðakvóta m.a. Byggðastofnunar, en hún einkennist af meðvirkni og átakafælni með ónýtu fyrirkomulagi. Skýrslan er einkar áhugaverð fyrir það sem hún fjallar ekki um þrátt fyrir skýrar ábendingar.

Ríkisendurskoðun fjallar ekki um þann þátt málsins sem gagnrýndur hefur verið m.a. á Alþingi að byggðakvótar sem nefndir hafa verið félagsleg úrræði til að bregst við áhrifum samþjöppunar, renna að stórum hluta til stórútgerðarinnar og jafnvel til útgerða sem komnar eru upp fyrir lögbundið kvótaþak.

Ríkisendurskoðun virðist ekki hafa fjallað um þá greinargóðu gagnrýni sem hefur verið sett fram varðandi úthlutun Byggðastofnunar á fiskveiðiheimildum sem meta má á 2 milljarðar kr. árlega.

Hún hefur komið fram í Heimildinni og á Alþingi m.a.:

a) Byggðastofnun úthlutaði byggðakvóta til erlendra fiskeldismanna.

b) Einn aðili er með úthlutaðan byggðakvóta fyrir nokkur byggðalög og fær liðlega fimmtung af öllum sértæka kvóta stofnunarinnar.

c) Eftirliti er verulega áfátt en ekki hefur verið hægt að sýna fram á að úhlutaður byggðakvóti hafi verið veiddur í viðkomandi byggðalagi með skýrum hætti og flest bendir til þess að hann hafi leigður.

d) Ríkisendurskoðun hefur ekki fjallað um þann þátt sem snýr að félagslegum undirboðum í þeim þorpum sem byggðakvóta Byggðastofnunar hefur verið ætlað að styrkja. Þeir sem hafa fengið samning frá Byggðastofnun hafa í framhaldinu gert verktakasamninga við litlar útgerðir í þorpunum sem teljast ekkert annað en félagsleg undirboð.

e) Byggðakvóta er ekki landað í viðkomandi byggðum sem fá honum úthlutað og jafnvel í allt öðrum landshluta.

Mörg dæmi eru um að handhafi samnings í brothættri byggð búi ekki í plássinu og sé komin í forréttinda og yfirburðastöðu gagnvart þeim sem stunda útgerð í byggðinnni.


mbl.is Þörf á veigamiklum breytingum á úthlutunarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband