Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Birtir yfir stjórnmálunum

Góð kosning Flokks fólksins skilaði flokknum inn í nýrri ríkisstjórn, sem tók við völdum á vetrarsólstöðum þegar daginn tekur að lengja á ný.
Það var orðið löngu tímabært að lofta út úr stjórnarráðinu, en augljóst var hverju mannsbarni að þröngir sérhagsmunir réðu of oft för, jafnvel hagsmunir einstaka ráðherra í stað almannahagsmuna.
Í stjórnarmyndunarviðræðum lagði Flokkur fólksins fyrst og fremst að setja málefni fólksins í landinu í forgang en lagði minna upp úr titlum.
Ríkisstjórnarsáttmálinn er afrakstur mikillar vinnu þar sem liggja á bak við fjölmörg minnisblöð og athuganir en hann greinir í knöppum stíl frá fjölmörgum umbótum m.a. í húsnæðismálum, innviðauppbyggingu m.a. að  rofin verði kyrrstaða í jarðgangnagerð og aðgerðir orkumálum.  Flokkur fólksins leggur áherslu á að breytingar  húsnæðismarkaðnum verði í þágu heimilanna.
 
Ríkisstjórnarsáttmálinn tryggir sjávarbyggðunum fyrirsjáanleika um 48 daga til strandveiða út kjörtímabilið og að tekið á orkukostnaði grænmetisbænda.
 
Rík áhersla verður lögð á að uppræta fátækt og endurbætur á örorkulífeyriskerfinu en þá vinnu mun leiða formaður Flokks fólksins Inga Sæland. Örorku- og ellilífeyrir mun hækka á hverju ári í samræmi við hækkun launavísitölu. Almennt frítekjumark ellilífeyris mun hækka í skrefum, tekið verður upp frítekjumark vegna vaxtatekna og dregið verður verulega úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna svo eitthvað sé nefnt.
 
Auknar tekjur 
 
Mikilvægt er skoða þann kost að gefa strax út upphafsveiðiheimildir nú í upphafi loðnuvertíðar t.d. upp á 50 þús. tonn og fá almennilegan kraft í leitina að fiskinum. Það gefur auga leið að aðferðarfræðin sem er beitt, er háð gríðarlegri óvissu og líklega aðeins í aðra áttina, þ.e. til vanmats.
Nauðsynlegt er að stuðla að uppbyggilegri gagnrýnni umræðu um veiðiráðgjöf sem skilar mun minni afla í nær öllum nytjategundum og athuga hvort ekki leynist vannýtt matarhola í hafinu fyrir þjóðarbúið. 
Staðreyndin er sú að þorskafli á Íslandsmiðum fyrir 100 árum síðan eða árið 1924 var rúmlega 319 þús. tonn eða ríflega 100 þús. tonnum meiri þorskafli en veitt er í ár.
 
 

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband