Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024
22.1.2024 | 11:24
Snúið út úr áliti umboðsmanns
Álit umboðsmanns Alþingis er skýrt, matvælaráðherra braut lög og fór á svig við stjórnarskrá Íslands sem hún hefur svarið eið að. Það sem er ekki síður alvarlegt við málið er að matvælaráðherra gerði það í samráði og með stuðningi forsætisráðherra. Stuðningur forsætisráðherra við lögbrotin er stórundarlegur í ljósi þess að eitt af yfirlýstum markmiðum hennar með myndun ríkisstjórnarinnar var að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni.
Álit umboðsmanns snýst ekki um að matvælaráðherra hefði getað gert heldur betur í starfi eins og ráðherra gefur í skyn, heldur að hún hafi þverbrotið stjórnsýslulög.
Matvælaráðherra hefur hingað til réttlætt lögbrotin með skringilegum hætti á borð við að lögin hafi verið úrelt og komin til ára sinna, þó svo brotin snúi fyrst og fremst að meginreglum stjórnsýslunnar þ.e. lögum nr. 37/1993. Hún yfirtrompar fyrri skýringar með þeirri barnalegu röksemdafærslu að halda því fram að í áliti umboðsmanns Alþingis, feli ekki í sér nein tilmæli um úrbætur.
Á umboðsmaður virkilega að þurfa að stafa það ofan í ráðherra að hætta að brjóta lög?
Ef matvælaráðherra vill sýna lýðræðissamfélaginu virðingu í verki þá gerir hún það með því að segja af sér, en ekki með því að snúa út úr áliti umboðsmanns.
Gefur ekki tilefni til sérstakra viðbragða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.1.2024 | 13:25
Fálm út í loftið
Nú er enn eitt árið hafið fálmið á nokkrum skipum þar sem slegin er einhver tala á stærð loðnustofnsins. Það ætti að gefa auga leið að þessi tala sem kemur út úr leiðangrinum er skot út í loftið, enda verulega háð veðri og vindum. Stofnstærðin mun síðan nokkuð örugglega fara í gegnum endurmat eftir því sem líður á vertíðina og fleiri skip taka þátt í að eltast við fiskinn.
Áður en lengra er haldið í þessu endurtekna föndri með framkvæmd athuganna í samræmi við reiknilíkan með ágiskuðum forsendum, þá er ekki úr vegi að staldra við og skoða árangurinn. Gott ef aflareglan í loðnu sem miðar að því að skilja eftir ákveðinn hluta af hrygningarstofni hafi ekki verið tekin upp árið 1983 og síðan var hert á reglunni um miðjan síðasta áratug. Það gefur auga leið að sú endurkoðun hefur ekki leitt neitt gott af sér fyrir þjóðarbúið.
Ef árangurinn er skoðaður þá blasir við að loðnuaflinn á síðustu 20 árum er um þriðjungur af því sem hann var á jafn löngu tímabili þar á undan. Það er borðleggjandi að það hefur ekki orðið neinn árangur af stjórnuninni, en þeir sem stjórna ferðinni ættu að skýra nánar hvert er markmiðið. Það má búast við því að svörin verði að auka þurfi fjármagn til rannsókna, loftslagsbreytingar og jafnavel ennfrekari della a borð við súrnun hafsins.
Eina vitið er að gefa strax út veiðiheimildir upp á 100 þús tonn eða svo þannig að það fari strax fram virk leit að fiskinum á fleiri skipum.
Vetrarmæling loðnu hefst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2024 | 14:44
Umsögn um sjávarútvegsfrumvarp Svandísar
Umsögn um mál nr. 245/2023 - Frumvarp til laga um sjávarútveg sem kynnt er í Samráðsgátt stjórnvalda.
Inngangur
Í upphafi er rétt að geta þess að ég sat nokkra fundi samráðsnefndar verkefnisins Auðlindarinnar okkar á vegum Flokks fólksins. Frumvarpsdrögin sem eru hér til umsagnar eru sögð byggja á umræddri vinnu, en yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Í stuttu máli, þá sjást engin merki þess í frumvarpinu að verið sé að stíga skref til sátta en þau hljóta að miða að því að tryggja jafnræði í aðgengi að nýtingu auðlindarinnar, allt í senn til veiða, vinnslu og verðmætasköpunar á fiskafurðum. Ef frumvarpið verður samþykkt mun það augljóslega leiða til þess að þjóðin verði af gríðarlegum verðmætum sem og leiða til fákeppni og hnignunar greinarinnar.
Það sem var verulega ámælisvert við vinnu Auðlindarinnar okkar var að athugasemdum og rökstuddri gagnrýni á forsendur og fullyrðingar var ekki svarað efnislega. Má þar nefna veikar og vistfræðilega rangar forsendur núverandi fiskveiðiráðgjafar sem úthlutun aflaheimilda byggir á og rökstuðning fyrir ítrekuðum fullyrðingum um að íslenska kerfið sé hið allra besta í heimi. Óskaði ég t.d. sérstaklega í þessu samhengi eftir upplýsingum um á hvaða samanburði matvælaráðuneytið byggði fullyrðingu sína um að Ísland væri eina landið innan OECD sem skilaði ríkissjóði jákvæðri afkomu. Þar varð fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur önnur en þau að vísa í einn af höfundum kvótakerfisins sem iðulega hefur haft rangt fyrir sér um afrakstur og kosti núverandi kerfis. Eftir stóð að engin gögn lágu til grundvallar frasakenndum fullyrðingum, sem vekur furðu og hlýtur að draga verulega úr trúverðugleika matvælaráðherra.
Ef farið er yfir frumvarpsdrög matvælaráðherra liggur skýrt fyrir að frumvarpið byggir í engu á stefnuskrá Vg í sjávarútvegsmálum eða vilja þjóðarinnar til breytinga á kerfinu. Ekki er heldur að sjá að nokkuð tillit hafi verið tekið til dóms Hæstréttar nr. 145/1998 eða bindandi áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar. Frumvarpið gengur hreinlega þvert gegn fyrrgreindum þáttum, m.a. með því að þrengja að strandveiðum, en þar segir að felld verði á brott heimild strandveiðiskipa til að landa ufsa án þess að það teljist til þess skammts sem skipunum er heimilt að landa af þorski í hverri veiðiferð og síðan eigi að draga úr byggðasjónarmiðum við stjórn veiða. Á sama tíma og þrengt er að hinum smáu í greininni eru reglur fyrir örfá stórfyrirtæki rýmkaðar, m.a. til aukinnar samþjöppunar.
Athugasemdir við einstaka þætti í frumvarpsins
- Í II. kafla frumvarpsdraganna, í 6., 7. og 8. gr., er miðað að því að þrengja mjög að svigrúmi ráðherra til þess að taka sjálfstæða ákvörðun um nýtingu fiskstofna frá gildandi lögum, með miklu málskrúði um m.a. að taka eigi mið af vistkerfisnálgun, aðlögunarstjórnun, þekkingu á vistkerfum og varúðarnálgun. Fyrir utan það hve óljós framangreind hugtök eru blasir við að sú ráðgjöf sem Hafró hefur veitt hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Til dæmis:
- er botnfiskafli mun minni en lagt var upp með,
- er nýliðun þorsks mun minni en forsendur gengu út frá,
- eru dæmi um að mörg hundruð þúsund tonna lækkun hafi orðið á mati á stofnstærð þorsks á milli ára á síðustu árum,
- hefur makrílstofninn farið vaxandi þrátt fyrir að veitt hafi verið umfram ráðgjöf,
- er óhætt að fullyrða að loðnumælingar séu mikilli óvissu háðar. Það sem er óljósara er hvort veiðarnar hafi áhrif eða þá að Hafró hafi reynt að skýra það samband með nokkrum hætti.
Í ljósi framangreinds er það rökleysa að ætla að binda nýtingu nytjastofna í báða skó við reiknisfiskifræðilega ráðgjöf Hafró sem stenst ekki grundavallarvistfræðileg lögmál.
- Í III. kafla er fjallað um vísindalegar rannsóknir. Kaflinn er í stuttu máli óvísindalegur en í 11. gr. er rannsóknum aðila sem starfa utan Hafró ekki fagnað heldur þær heimilaðar að fenginni umsögn Hafró. Ákvæðið felur í sér að vísindamenn sem starfa utan Hafrannsóknastofnunar, t.d. á vegum einkaaðila, háskóla eða vísindastofnana, eigi að lúta sérstöku eftirliti Hafrannsóknastofnunar, hafa eftirlitsmann yfir sér og upplýsa Hafró um framgang rannsókna! Vísindi ganga óvart út á gagnrýna hugsun og flæði hugmynda en alls ekki skoðana- og tilraunaeinokun einstakra ríkisstofnana.
Þetta ákvæði er mjög umhugsunarvert og upplýsandi um hve höllum fæti ráðgjöf Hafró stendur.
- Í IV. kafla er rétt að vekja athygli á 16. gr. en hún er mjög afhjúpandi um frumvarpið sem gengur meira og minna þvert gegn markmiðum sem koma fram í 1. gr. laganna, þ.e. að nytjastofnar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Ákvæðið felur í sér að landsmönnum sé heimilt að veiða sér fisk til eigin neyslu og er það að mestu samhljóða núgildandi ákvæði en þó opnað á að hægt sé að leggja þvert bann við slíkum veiðum ef vísbendingar eru um að það sé ráðlegt.
- kafli um vigtun sjávarafla er áhugaverður fyrir þær sakir að hann er óbreyttur frá gildandi reglum sem Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við, fyrst í skýrslu frá því í desember 2018 og síðan í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá síðasta vori. Veigamiklar athugasemdir voru gerðar við götóttar reglur um endurvigtun sjávarafla, en ekki ber á öðru en að matvælaráðherra hafi algerlega hunsað tilmæli Ríkisendurskoðunar um að ráðist verði í grundvallarendurskoðun á forsendum og fyrirkomulagi endurvigtunar. Áfram virðist sem festa eigi í lög mismunandi aðferðir við vigtun sjávarafla, þar sem þeim stærri í greininni er augljóslega hyglað.
Það sem vekur furðu er að í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í maí 2023 segir að í því frumvarpi sem hér er til umræðu verði að finna breytingar sem taki á framangreindum þáttum.
- kafli er ámælisverður, líkt og kaflinn á undan, fyrir það sem áþreifanlega er hlaupið yfir að fjalla um út frá því markmiði laganna, að um sameign sé að ræða sem nýta beri með sem hagstæðasta móti fyrir land og þjóð. Í þessu samhengi er átt við að ekki er að finna í frumvarpsdrögunum ákvæði sem kveður á um að ef útlit er fyrir að veiðiheimild í ákveðinni nytjategund verði ekki nýtt af þeim sem hafa yfir aflaheimild að ráða á yfirstandandi fiskveiðiári, þá verði öðrum gefinn óheftur kostur á að nýta hana til þess að tryggja hagkvæma nýtingu hennar. Fjölmargar kvótabundnar fisktegundir og hryggleysingjar eru svo árum saman ekki fullnýttar af þeim sem hafa yfir veiðiheimildum að ráða. Það m.a. í rækju, gulllax, blálöngu og ufsa, og mikilvægt er að hleypa öðrum að veiðum ef svo ber undir þannig að þjóðin verði ekki af útflutningsverðmætum.
- kafli vinnur augljóslega gegn hagsmunum almennings. Kaflinn boðar að einstaka útgerð geti aukið verulega við sig í veiðiheimildum samhliða því að frumvarpið gerir áfram ráð fyrir tvöfaldri verðlagningu á fiski, þ.e. að annars vegar sé gert upp á raunvirði á markaði og hins vegar Verðlagsstofuverði sem er alla jafna langt undir markaðsvirði.
- Með þessum breytingum, ásamt öðrum þáttum í frumvarpinu, s.s. breytingu á byggðakvótum, eru stjórnvöld að færa veiðarnar í auknum mæli til togara og frá dagróðrabátum. Nýjar rannsóknir sem fjallað var m.a. um á málstofu hjá Hafró þann 20. nóvember sl. sýna að krókabátar skila mun verðmætari afla á land en togarar.
- Breytingar fela í sér að minna berst á fiskmarkaði sem leiðir til þess að þrengra verður um hráefni fyrir innlenda matvælavinnslu og fiskbúðir. Það er bagalegt þar sem sjálfstæðar fiskvinnslur hafa gjarnan rutt braut í nýsköpun og markaðssókn þrátt fyrir gríðarlegt og ósanngjarnt samkeppnisforskot stóru kvótaþeganna.
- Minna magn sem berst á fiskmarkaði og stærri hluti sem seldur er til fiskvinnslna í beinum viðskiptum leiðir af sér lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjalda, sem aftur leiðir til þess að ríkissjóður verður af tekjum. Með því að fara þveröfuga leið, þ.e. að aðskilja veiðar og vinnslu, má búast við að minna svigrúm verði fyrir kvótahafana til að skilja eftir drjúgan hluta af útflutningsverðmætum í gervisölufélögum í skattaskjólum eins og brögð hafa verið að.
- Með því að auka svigrúm þeirra stóru í greininni enn frekar má færa rök fyrir því að verið sé að færa þeim enn betri tök á stjórnmálunum og stjórnkerfinu og þykir þó þjóðinni nóg um. Það sést berlega á þessu frumvarpi að einkum er verið að tryggja tök þessa fámenna hóps á kostnað þorra almennings.
Lokaorð
Frumvarpsdrögin sem matvælaráðherra leggur hér fram eru sorglegur vitnisburður um svik ráðherra, ekki aðeins við eigin kjósendur heldur ekki síður við íslensku þjóðina. Með frumvarpinu er hún að klæða óbreytt kerfi sem þjónar örfáum auðmönnum í græna treyju með ómerkilegum orðavaðli.
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og varaþingmaður Flokks fólksins
Skagfirðingabraut 13, Sauðárkróki.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1014398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007