Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Seðlabankastjóri á villigötum

 
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tekið sér það hlutverk, að því virðist óumbeðinn, að spá fyrir um hina ýmsu ókomnu atburði, á borð þróun; fasteignaverðs, verðbólgu, veirufaraldursins og jafnvel heilu atvinnuveganna.
 
Í dag birti seðlabankastjóri þann spádóm að ferðaþjónustan væri á svipuðum slóðum og sjávarútvegurinn árið 1988, í meintu hruni þorskstofnsins og að ráðið fyrir ferðaþjónustun væri að blása til sambærilegrar sóknar nú og var gert fyrir um 3 áratugum síðan í sjávarútveginum. Mátti skilja á Ásgeiri að leiðin lægi meðal annars í að setja á ferðatakmarkanir um miðhálendið með nýjum þjóðgarði.
 
Hvernig sem á það er litið þá þolir málflutningur spámannsins enga skoðun. Ég tel mig vita að sanngjarn og talnaglöggur seðlabankastjóri játi að spádómur hans hafi verið gerður á röngum forsendum, eftir að hafa farið yfir aflatölur liðinna ára.
Það varð nefnilega ekkert hrun í þorskstofninum árið 1988 og ekki heldur nein sókn í sjávarútvegi í kjölfarið, eins og hann hélt fram. Þorskaflinn árið 1988 var um 400 þús tonn en fór hraðminnkandi á tíunda áratugnum, í kjölfar þess að ráðgjöf Hafró var nákvæmlega fylgt. Hvernig sem á það er litið, þá hefur reiknisfiskifræðileg ráðgjöf Hafró skilað minni afla land en fyrir daga hennar, enda stangast hún á við vistfræðileg lögmál.
Það væri nær ef seðlabankastjóri færi með gagnrýnum hætti yfir forsendur núverandi ráðgjafar, en ef henni verður fylgt áfram í blindni, má búast við verulegum niðurskurði á aflaheimildum næsta árs.
 
Það eru veigamikil líffræðileg rök fyrir því að bæta megi gríðarlega í allar veiðar og endurskoða frá grunni ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir.

mbl.is Tekur eitt til tvö ár að vinna sig úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talnaþrugl og fíflagangur í nafni vísinda

Umræðan um íslenskan sjávarútveg er orðin verulega skökk og erfitt að vefja ofan af ruglinu, en það hlýtur að koma að því einn daginn.

Vinir mínir hjá SFS virðast svo sanntrúaðir á boðorð Hafró eða þá svo kjarklitlir, að enginn á þeim bænum virðist þora að spyrja gagnrýnna spurninga um veiðiráðgjöfina. 

Það er nefnilega alls ekki svo að t.d. hornsteinn veiðiráðgjafarinnar í loðnu hvíli á traustum grunni. Hann er  að skilja skuli a.m.k. 150 þús tonn af mældri hrygningarloðnu eftir til hrygningar.

Í fyrsta lagi þá er umrædd tala ekki rökstudd með neinum líffræðilegum forsendum heldur virðist hún hafa dottið inn í aðferðarfræðina án mikils rökstuðnings. Í öðru lagi er mælingin sjálf á stærð hrygningarstofnsins, háð verulegri óvissu og líklega aðeins í aðra áttina, til vanmats.

Ef lesin er veiðiráðgjöf Hafró fyrir loðnuna, þá vottar ekki fyrir líffræðilegum rökstuðningi og umræðu um niðurstöðuna. Í stað þess eru tíndar til tölur úr mælingum og framreikningar á mögulegu afráni, fram að hrygningu.  Það er enginn umræða um það sem ætti að vera efst á baugi, sem er áhrif veiðibanns sl. tveggja vertíða. Hafði veiðibannið engin áhrif þegar upp er staðið? 

Þegar fréttist af loðnugöngu fyrir austan land fyrir örfáum dögum, þá virðist það hafa verið sett í algjöran forgang að meta  hvort umrædd loðna sé sami fiskurinn og hafi lenti undir dýptamælum rannsóknarskipa fyrir nokkrum vikum - Ekki hef ég hugmyndaflug hvernig það mat eigi að fara fram. Í framhaldinu má jafnvel spyrja hvort að það sé álitið að fiskurinn bíði með að synda suður fyrir land til hrygningar, þar til hann er búinn að tékka sig inn í fiskabókhaldið hjá Hafró?

Síðasta vor þá sendi sjávarútvegsráðherra grásleppukarla í land út frá ráðgjöf þessara sömu sérfræðinga, sem sýnt var fram á að hefðu reiknað rangt og út frá gölnum líffræðilegum forsendum. 

Vonandi fara ráðamenn að hætta þessum fíflagangi og gefi út til að byrja með veiðiheimildir upp á 100 þús tonn í loðnunni og spari með því rannsóknarkostnað sem skilar nákvæmlega engum upplýsingum um líffræði loðnunnar.

 

 


mbl.is Hrein viðbót eða áður mæld loðna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband