Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Skoðum naflann á ræðukóngi Alþingis Pétri Blöndal

Pétur Blöndal er mjög reiður út í lántakendur fyrir það að vilja ekki og geta ekki borgað  möglunarlaust af stökkbreyttum lánum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt eins og frægt er orðið að lántakendur horfðu einungis á naflann á sér. Eflaust má sjá Pétur Blöndal í varnarlínu  fyrir AGS og Seðlabankann, ásamt félögum sínum Merði Árnasyni og Gylfa Magnússyni, þegar lántakendur mótmæla ólöglegum tilmælum Más Guðmundssonar. 

Pétur Blöndal, ræðukóngur Alþingis til þriggja síðustu þinga, flutti fjölmargar misgáfulegar og langar ræður á síðasta þingi. Ekki er úr vegi að fara yfir það sem Pétur sagði um löng ræðuhöld fyrir þremur árum:

Ég tel að menn eigi að geta meitlað hugsanir sínar þvílíkt í orð að þeir komi þeim frá sér á 15 mínútum í hæsta lagi og ef þeim tekst það ekki geta þeir komið aftur í ræðustól eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir og ég bind miklar vonir við.

 Og svo hélt  hann áfram:

En það sem gerðist hér einu sinni var að minni hlutinn á Alþingi beitti meiri hlutann ofbeldi, hann beitti hreinlega ofbeldi með því að tala út í eitt um eitthvert ákveðið mál til þess að fresta einhverju öðru máli og tókst það furðuoft. Ég ætla að vona að menn hætti slíku og það lýðræði fái að ríkja inni á Alþingi að þeir þingmenn eða sá meiri hluti sem þjóðin hefur kjörið og kosið yfir sig fái að ráða með eðlilegum hætti á Alþingi en þurfi ekki að hlusta á einhverjar óskaplegar umræður með því markmiði að ná að stöðva eitthvert mál.

Ég er viss um að það geti verið gagnlegt fyrir Pétur Blöndal að skoða aðeins betur eigin nafla. Á það ekki einungis við um hneykslun hans  á löngum ræðuhöldum heldur ekki síður lofræður um fjármálakerfið.


Burt með Jóhönnu Sigurðardóttur

Margir efast ekki um vilja núverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur til að gera vel, þó svo að þeim fari fækkandi. Flestum er hins vegar ljóst að Jóhanna er algerlega vonlaus í að veita þjóðinni forystu.  Í kjölfar hrunsins lofaði hún að slá skjaldborg um heimilin m.a. með því að taka yfir lán í erlendri mynt og finna lausn á þeim vanda lántakanda. Athyglisvert er að horfa á viðtal á Stöð 2, við Jóhönnu frá því í okt. 2008 þar sem að hún sparar ekkert við sig í að blása út fyrirhugaðar aðgerðir.  Efndir Jóhönnu og Samfylkingarinnar voru að gera nánast ekki neitt og leyfa fjármögnunarfyrirtækjunum að tuddast á fólkinu.

Loksins eftir að Hæstiréttur skaut skildi fyrir lántakendur með stökkbreytt lán, degi áður en forsætisráðherra las upp ræðu ræðuskrifara á Austurvelli, þá virðist sem að Jóhanna hafi farið fram úr til þess að gera eitthvað. Ekki var það til annars en að fá illa launaðan Má Guðmundsson Seðlabankastjóra sem á reyndar mikla sök á glæfralegri peningamála og vaxtastefnu þjóðarinnar til þess að snúa út út dómi Hæstaréttar, almenningi í óhag og beina ólöglegum tilmælum til fjármálafyrirtækja. 

Stjórnvöld með Jóhönnu í broddi fylkingar höfðu náið samráð við AGS, fjármálafyrirtæki en ekki fulltrúa lántakenda eða neytenda.  Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist að veita forystu og leysa hnúta með almennum aðgerðum en stað þess horft á og vísað málum til úrlausna í dómsölum.   Í framhaldinu er rétt að spyrja hvort að þessi ríkisstjórn sé til einhvers gagns?

Ekki get ég séð að svo sé og á það við nánast við flesta stóra málaflokka s.s. hag heimila, sjávarútvegsmál og eflingu atvinnulífs.  


Fé án hirðis með liðlega 30% fjárins

Pétur H. Blöndal skoraði feitt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á kostnað stjörnuþingmannsins Bjarna.  Eflaust hefði hann sigrað ef hann hefði beitt sér en hann lýsti því yfir að hann hefði svo sem ekki neinn sérstakan áhuga á sigri og að leiða Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni sem vildi ná Sjálfstæðisflokknum saman með óljósum yfirlýsingum sem allir armar flokksins hefðu svo sem getað sætt sig við, átti í vök að verjast. Stjórnmálaspekingar hafa lesið það út úr úrslitunum að Bjarni hafi eitthvað sem kallast veikt umboð.  Aðrir hafa bent réttilega á að Pétur hafi í raun verið fulltrúi óánægju aflanna líkt og Besti flokkurinn á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Rétt eins og sá Besti hefur Pétur horft aðeins á naflann á sér og skarað eld að sinni köku. 

Líkt og fé án hirðis fékk Besti flokkurinn liðlega 30% fylgi en spyrja má hvort að í gerjun stjórnmálanna muni Pétur í náinni framtíð leiða flokk Besta flokks sjálfsgræðis og kaupleigufyrirtækja. Eitt er víst að Jón Gnarr getur skaffað starfandi framkvæmdastjóra fyrir flokkinn.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband