Leita í fréttum mbl.is

Er ekki málið að klára Icesave?

Núna slær Jóhanna því þreytulega fram hvort ekki sé rétt að klára Icesave og er það orðalag örugglega beint frá spunameistara Samfylkingarinnar, Hrannari B. Arnarssyni. Undir þetta taka álitsgjafar Samfylkingarinnar í fjölmiðlum, s.s. Egill Helgason. Ekkert af þessu liði rökstyður það hvernig við klárum okkur af því að greiða þennan reikning.  Það er eins og það sé algjört aukaatriði í umræðunni þótt það blasi við að skuldirnar séu orðnar þjóðinni ofviða.

Um leið og Jóhanna lætur þessi orð falla um að „klára Icesave“ segist hún ætla að halda áfram með uppbygginguna. Ég held að það sé rétt að staldra við þessi orð og velta fyrir sér hvað í ósköpunum ríkisstjórnin hefur verið að gera. Hún hefur haldið áfram feluleiknum og afskriftum á auðmenn, lagt í mikla vinnu við að gefa útrásarglæpamönnum sérstakan skattaafslátt á meðan skattar hafa verið hækkaðir á almenning og venjuleg fyrirtæki í landinu. Samfylkingin hefur dregið lappirnar í að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og neitað að fara rækilega yfir það hvort hægt sé að afla meiri gjaldeyris úr hafinu þó að öll rök hnígi til þess að það sé skjótvirkasta og ábyggilegasta leiðin til að afla aukinna tekna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sjálfsagt hefur Samfylkingamenn tekið þátt í svo mörgum óvissuferðum hjá gömlu bönkunum að þeir kunna ekki neitt annað eða...

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Með þessu áframhaldi mun þessi ríkisstjórn ekki lifa lengi. Ríkisstjórnin er ekki með neinar lausnir. Hennar helsta áhugamál er að hygla fjármagnseigendum og hlýða hagsmunaklíkum þessa lands.

Helga Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 15:20

3 identicon

Við Frjálslyndir berum mikla ábyrgð....flokkurinn var í rúst við síðustu kosningar. Ef hann hefði verið í góðu standi hefðu VG og Frjálslyndir fengið hreinan meirihluta. Nú þarf að reisa flokkin við og taka til að berja á þeim sem eiga það skilið.

Þjóðin vill fá sem minnst spillta stjórnmálamenn.

Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Skafti: Frjálslyndi flokkurinn var eini flokkurinn sem hefur komið  heiðarlega fram og ekki sýnt af sér neina spillingu í sínum röðum, og allt sem þeir sögðu og vöruðu við er komið fram. Hvað skeði svo í síðustu kosningum? þeir voru þurrkaðir út. Þeir hafa greinilega ekki verið nógu spilltir og ekki logið nógu miklu fyrir Íslenska pólitík.

Bjarni Kjartansson, 29.12.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bjarni k, þú ert greinilega með gullfiskaminni.. FF þurkaðist út vegna innri ataka og ósamstöðu þeirra sem leiða áttu flokkinn.. ásamt ógeðfelldra athugasemda nokkura meðlima flokksins gagnvart nýbúum..  Upprunaleg stefna FF er sennilega sú besta sem ég hef séð hjá islenskum stjórnmálaflokki...

Ef menn eins og Sigurjón hefðu komist áfram hefði ég kosið flokkinn, ég vil alvöru folk á þing en ekki einhverja bullukolla a la Jon Magnússon, sem eg btw tel stærstu ástæðu þess að FF dó.

Óskar Þorkelsson, 29.12.2009 kl. 18:33

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Við í FF reyndum okkar besta í vor en það var of skammur tími fyrir okkur að ná vopnum okkar. Það sorglega var að fjölmiðlar stjórnuðu umræðunni nákvæmlega eins og hér væri ennþá 2007. Svo var óhuggulegt að hlusta á málflutning stjórnarliða en þeir lofuðu ýmsu fögru sem við vissum að þeir gætu ekki staðið við. ESB sem einhver allsherjarlausn tók lika allt of mikinn tíma í umræðunni. Það er betra að lofa minna en benda frekar á lausnir í t.d atvinnumálum og í aðgerðum fyrir heimilin. Það reyndum við að gera en fengum ekki hljómgrunn en það gengur bara betur næst

Helga Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 18:49

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Samfylkingin hefur dregið lappirnar í að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna"

vertu ekki að halda þessu fram. hvað á að gera? snúa tímanum við og ógilda árið 1983 eða?  eina sem þessi nefnd komst að var að þeir fulltrúar sem koma frá ríkjum þar sem mannréttindi borgarana eru troðin undir járnhæl, var að upphafleg úthlutun hafi verið ósanngjörn. ekkert annað. þannig að slepptu því að koma með þessa lýgi. 

Fannar frá Rifi, 29.12.2009 kl. 19:23

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem gerði út af við Frjálslyndaflokkinn var ruglstefna flokksins í sjávarútvegsmálum.Frjálslyndur þjóðarflokkur sem ber hagsmuni landsbyggðarinnar og þar með alls landsins fyrir brjósti hefði átt greiðan aðgang að kjósendum þegar kosið var.Í stað þess valdi Frjálslyndiflokkurinn að elta þjóðnýtingarstefnu afætulýðsins sem er VG og Samfylkingin.Því miður sýnist mér að flokksmenn í Frjálslyndaflokknum hafi ekki en áttað sig.En vonandi mun sólin í Skagafirði með komandi vori opna augu Sigurjóns Þórðarsonar.Íslandi allt. 

Sigurgeir Jónsson, 29.12.2009 kl. 20:25

9 identicon

Það sem gerði út af við FF voru þeir sem komu inn í flokkinn til að eyðileggja hann innanfrá og var Jón Magnússon þar fremstur í flokki með nokkra meðreiðasveina sér við hlið ,og aðferðin var heldur ógeðfeld og fólst í því væna flokkinn um rasisma sm varð til þess að margt gott fólk yfirgaf flokkinn og kjósendum fækkaði hratt meðal annars hætti ég að kjósa flokkinn eftir þessa sundrungu.

En núna eru þið laus við jón hann er kominn heim aftur enda búinn að gera það sem hann ætlaði sér alltaf ,að eyðileggja FF.

En hvernig væri að endurreisa flokkinn það er stutt í kosningar,til er ég.

Rasista hold við láð var laust ,

Lagúldinn í framan ,

til andskotans líkt og skrugga skaust ,

meðskítogöllusaman.

Mbk DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Halla Rut

"skrifa undir koma IceSave frá" sagði Valgerður í Kastljósinu í kvöld. Ætli hún trúi því sjálf að það hverfi bara þegar búið er að skrifa undir?

Halla Rut , 30.12.2009 kl. 02:34

11 identicon

Já við þurfum að fá Sigurjón í fremstu röð í flokknum. Þá getum við farið að taka kvótakerfið í gegn,

Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband