Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð maríuhænufet Jóns Bjarnasonar

Ég hef rennt í gegnum nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á stjórn fiskveiða. Þau örskref sem þar á að taka eru í jákvæða átt en þau eru ekki stór og ekki í nokkru samræmi við gleiðar yfirlýsingar sem Samfylking og Vinstri græn gáfu fyrir kosningar. Ef skrefin verða ekki stærri en þetta frumvarp gefur til kynna tekur það hundruð ára, jafnvel árþúsund, að leiðrétta óstjórn síðustu tveggja áratuga.

Þó svo að frumvarpið sé lítið í sniðum skilar það samt ríkissjóði 250 milljónum á ári og þjóðarbúinu ríflega milljarði. Þessi aukning er ekki á kostnað nokkurs eins og Friðrik Jón Arngrímsson virðist misskilja, heldur er um aukningu á veiðiheimildum að ræða.

Skrefið er, eins og þar stendur, örsmátt og getur varla talist til hænufets heldur miklu frekar maríuhænufets. Lítil þúfa veltir þó þungu hlassi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi hafa menn hugrekki til þess að ef um aukningu  verður á öðrum veiðiheimildum, verði farið svipað að, en ekki afhent grátkórnum svo þeir geti leigt það út sér til hagræðingar eins og kemur fram hjá þeim á milli ekkasoganna.

S.Árnason. (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón á eftir að útdeila skötuselskvótanum.Öll skip ó aflamarki svo og allir grásleppubátar mega sækja um samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi, og samkvæmt frumvarpi Jóns.þetta gætu orðið 4-5oo skip. ef ekki fleiri. Þetta gera 4-5 tonn á bát.Ef Jón ætlar að útdeila þessari ríkiseign, sem hann virðist telja, til fénýtingar, verða allir að hafa jafnan aðgang að henni samkvæmt lögum um eignir ríkisins, svo Jón getur ekki látið einhverja útvalda sitja að þessari 120 kr. leigu.Þess vegna verður hann að minnka hlut hvers og eins eftir því sem fleiri sækja um.Þess vegna mun hlutur hverrar og einnar útgrðar minnka á komandi árum eftir því sem fleiri koma að þessu sem verður.Þar að auki, ef Jón skyldi vera svo vitlaus að færa þessa þvælu yfir á aðrar tegundir en skötusel, myndu útgerðir að sjálfsögðu segja upp öllum kjarasamningum um hlutaskipti og krefjast þess að sjómenn tækju þátt í þessum auknu álögum ríkisins.Að öllum líkindum myndi flotinn stöðvast. 

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón ætti að lesa álit umboðsmanns Alþingis varðandi byggðakvóta Sandgerðisbæjar sem kratastjórnin þar ætlaði að nota til fénýtingar.Fengin var fín lögfræðistofa í R.Vík til að útbúa þvælu sem lögfræðistofan kallaði " Joint Venture Agreement".Þetta var sama lögfræðistofan sem útbjó Rei samningin fræga.Sandgerðisþvælan sem lögfræðistofan út bjó var á islensku nema nafnið.Umboðsmaður Alþingis kastaði þessari þvælu út í hafsauga með 28 síðna áliti.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Endirinn er óhjákvæmilegur hjá Jóni ef hann ætlar að halda sig við það að aflaheimildir séu eign ríkisins og verði fénýttar  samkvæmt því, að hann verður að stja allar aflaheimildir á uppboð til að brjóta ekki jafnræðisreglu.Það mun hafa þær afleiðingar að landsbyggðin leggst í auðn og íslenskir sjómenn verða á lúsarlaunum, ef það verða þá einhverjir íslenskir sjómenn til.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir, það sem er verið að gera er að bæta við aflaheimildir - ekki að taka frá neinum.  Það er víst gert vegna þess að skötuselur veiðist nú í meira mæli bæði fyrir vestan og hér fyrir norðan en það gerði hann ekki áður en hann var illu heilli settur í kvóta. Frumvarpið felur í sér að nú geta útgerðarmenn sem gera út fyrir vestan og norðan nýtt og landað þeim skötusel sem veiðist. 

Kvótinn í skötusel hefur verið á höndum fárra aðila á Suðurlandi sem hefur leitt til þess að  útgerðarmenn hér fyrir norðan og vestan hafa ekki getað nýtt sér þá fiska sem veiðast hér, eins og áður segir.

Þetta frumvarp felur því miður ekki í sér neinar stórar breytingar eins og þú virðist álíta Sigurgeir.

Sigurjón Þórðarson, 11.11.2009 kl. 21:46

6 identicon

Einhvern veginn virðast útgerðir og sjómenn  lifa af í dag þó þeir leigi til sín aflaheimildir,á helmingi hærra verði en er í skötuselsveiðiskapnum,manni finnst eðlilegt að ríkið leigi frá sér sínar eignir og noti fjármunina að greiða niður skuldir sem græðgiskallarnir hafa velt yfir á okkur Íslendinga...

S.Árnason. (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann Jón karlinn er ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera. Hann kemur mér á óvart það verð eg að segja. Þetta getur orðið eitt stærsta hænufet sem nokkur sjávarútvegsráðherra hefur stigið á Íslandi. Nú er bara að bæta við 50 - 70 þúsund tonnum af þorski eins og LÍÚ og litla  félagið sem Sigurgeir Jónsson er í, leggja til. Síðan að leigja þetta út alveg eins og með skötuselinn.

Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skötuselurinn er ránfiskur sem nú er að birtast á nýjum slóðum.Eðlilegast hefði verið að veiði á honum hefði verið gefin frjáls þar til komið hefði í ljós hvort hann verður hér til frambúðar kringum allt land.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2009 kl. 23:57

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er einmitt það Sigurgeir. Hvað fiskur er ekki ránfiskur? Það yrði ekki mikið eftir af aflaheimildum til veðsetningar á Nesinu ef allir ránfiskar yrðu utankvóta.

Bjarni Kjartansson, 12.11.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vitanlega eru allir fiskar ránfiskar í eðli sínu, það er rétt, og fáir éta botngróður þótt vissulega hafi ég fengið þorsk sem það hefur gert. En aðrar botnlægar tegundir sem við nýtum,svo sem þorskur og ýsa eru fæða skötuselsins og er hann ekki líka hrifinn af hrognum.Þannig að ég og fleiri hefur mér sýnst,hafa talið að ekki hefði þurft að kvótasetja á hvern bát þessi 2000 tonn eins og ráðherrann er að gera.Síðan ríkisvæðir hann þessi 2000 tonn til leigu sem setur allt fiskveiðistjórnunarkerfið í uppnám.Ríkisvæðing veiðiréttarins er byrjuð og allir sem vinna við sjávarútveg verða að átta sig á því.Kjarasamningar sjómanna hljóta að vera í uppnámi og eðlilegast er að LÍÚ segi kjarasamningum upp.Landsamband Smábátaeigenda þarf ekki að segja upp neinum samningum því það hefur enga.Niður með ríkisapparatið í R.vík sem byrjað er af fullum krafti að ráðast gegn Landsbyggðinni.

Sigurgeir Jónsson, 12.11.2009 kl. 15:25

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar öll rök þrýtur þá er þrautaráðið hinn afar trúverðugi boðskapur að nú sé verið að ráðast gegn landsbyggðinni! ! ! !

Ætli nokkur möguleiki hefði verið til að rústa landsbyggðinni af mannavöldum með skilvirkari hætti en framsalsheimildum á kvótanum?

Árni Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 20:43

12 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Sigurjón.

Við að taka þátt í umræðunni,vísa ég til blog-síðu mína.

 Ég vil þó taka það fram að ríkið,þarf ekki að leiga neinn kvóta.

Það tekur einfaldlega veiðigjald af veiðinni ,þegar hún kemur að landi og er seld.

Ingvi Rúnar Einarsson, 12.11.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband