Leita í fréttum mbl.is

Dónakarlarnir og bankaþjófarnir

Í fréttatímum kalla almannasamtök á borð við femínistafélagið og áhrifamenn Vg s.s. Kolbrún Halldórsdóttir eftir ábyrgð og breyttri forgangsröðun lögreglu vegna kaupa kynlífsþjónustu. Það sem hefur hefur valdið miklu uppnámi er annars vegar að upp komst að starfsmaður KSÍ heimsótti strippbúllu fyrir 5 árum og hins vegar að nú hálfu ári eftir að kaup á vændi hafi verið gerð refsiverð að þá hafi enginn verið ákærður.

Í sömu fréttatímum er greint frá því að stjórnendur Glitnis hafi skotið undan að færa til bókar 140 milljarða skuld bankans og látið í veðri vaka að þeim hafi orðið á einhver óheppileg mistök á skráningu skulda bankans, svipað eðlis og óheppileg mistök sem urðu á skráningu á kaupum Birnu Einarsdóttur á hlutabréfum í Glitni.  Lánið sem um ræðir og skotið var undan í bókhaldi bankans er ekki nein smá upphæð en ef henni væri deilt niður á hvert mannsbarn í landinu þá samsvarar hún nálægt hálfri milljón á hvern landsmann og slagar vel upp í útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2008.

Það er umhugsunarvert að á sama tíma og hluti fjórflokksins kallar eftir refsingum dónakarlanna þá  sér enginn úr stjórnmálastéttinni ástæðu til að krefjast þess að þeir sem settu landið á hausinn með blekkingum og fjárglæfrum verði látnir sæta ábyrgð.  Þeir sem lánuðu sjálfum sér án trygginga, stunduðu markaðsmisnotkun, bókhaldsblekkingar og misnotuðu lífeyris - og tryggingasjóði eru ekki settir í gæsluvarðhald heldur kallaðir í hugguleg viðtöl annað hvort í Kastljósinu eða rannsóknarnefndinni.  Enginn veit hvað rannsóknarnefndin er að bauka enda frestaði hún útgáfu á boðaðri skýrslu nú í haust sem mögulega kemur út í febrúar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þessi "frábæra" forgangsröðun stjórnarinnar sýnir vel hversu vanhæf hún er til þess að takast á við þau verkefni sem framundan eru. 

Kolbrún hefur að sjálfsögðu komið með önnur misgáfuleg mál á dagskrá þingsins og eytt tíma annara þingmanna í tóma vitleysu. Og nefni ég í því sambandi t,d þegar hún ákvað að afhúpa gengdarlausa forræðishyggju sína og vildi að börn á fæðingardeildum spítalanna klæddust fötum sem væru í "kynlausum" litum.

Kannski að hún vilji næst setja bann við því að mannfólkið sé kyngrein t yfirhöfuð og okkur öllum beri að kalla okkur aðeins fólk en ekki karlar og konur.

Ég held við þurfum að finna stað á landinu til þess að hafa slíkt fólk innan girðingar. Við gætum nýtt þetta í ferðaþjónustutilgangi og farið með ferðamenn í skoðunarferð um þessi svæði, líkt og gert er í dag með hvalaskoðunina.

Jóhann Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslenskt samfélag er mega fyndið, í raun til skammar hversu spilta & lélega stjórnmála- & viðskiptamenn við eigum.  Þetta LIÐ hefur breytt landinu okkar í "ræningjasamfélag" þar sem félagi Jón ehf fær að BLÓMSTRA, en Hr. Jón þarf að greiða allar skuldir upp í rjáfur.  Það hefur verið vitlaust gefið í þessu spilta samfélagi okkar síðustu 30 árin eða svo undir stjórn Ránfuglsins og Framsóknar, ekki skánaði dæmið þegar Samspillingin komst að kjötkötlunum...!  Maður getur ennþá brosað yfir ruglinu, en það styttist í að maður yfirgefi Þrælaeyjuna, enda boðlegt að lifa í jafn siðblindu samfélagi.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.11.2009 kl. 15:33

3 identicon

Kolbrún átti að halda sig við Samúel fyrirsætustörfin, pólitíkin er ekki hennar fag

Baldur (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vel mælt Sigurjón

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.11.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Frábær grein, orð í tíma töluð. kv.

Þráinn Jökull Elísson, 9.11.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhver staðkunnugir í borginni sem stjórnarmaður KSÍ lét ræna sig í, bloggaði um þetta um daginn og sagði að erfitt væri að fara EKKI inn á erótískan skemmtistað í miðborginni. Þarna væru allskyns kabarettar o.fl með léttklæddum meyjum upp um allar súlur  

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þ.e.a.s. ef menn ætluðu sér á skemmtistað á annað borð

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 10:18

8 identicon

Það sem mér finnst verðugt rannsóknarefni hvernig svona fólk eins og Kolbrún hefur ótrúlega mikil áhrif í samfélaginu. 

  T.d. þessi endalausi femínistaáróður alls staðar í samfélaginu. Ég meina það. Þetta er rannsóknarefni!! Þeir hafa ekkert fram til samfélagsins að færa nema afbökun á jafnréttishugtakinu.

  Að lokum, hvað varð um fréttastofu stöðvar 2? Þetta eru endalausar kverúlantafréttir, sem hafa komið fram billjón sinnum, og alltaf einhverjar innantómar, og grunnhyggnar "fréttaskýringar". Hefur einhver annar tekið eftir þessu????

   T.a.m. var ég að leita að einni frétt um daginn hjá þeim á netinu, og komst að því í leiðinni að af síðustu 100 fréttum(10 dagar), þá voru 2, segi og skrifa tvær fréttir!! sem voru af útlendum vettvangi(önnur var um kengúrur), og innlendu fréttirnar voru varla fréttir. 

  Hvað er í gangi?! Vilja Íslendingar bara svona endalausar kreppufréttir, með litlu innihaldi, eða tilbúnar hneykslfréttir(áróðursfréttir), eins og með KSÍ?? 

  Hvað varð um góða fréttamennsku? Núna er Mogginn farinn, stöð 2 virðist vera fara, DV er einfaldlega ekki gott blað, fréttablaðið ákaflega bitlaust, og þá er kannski bara RÚV eftir!!

    Eftir sitja mest allt ómerkilegir netmiðlar, þar sem allt snýst um að fólk ýti á einhvern fokking link, til að teljarinn fari í gang!!!!!, en engu máli skiptir um innihald fréttarinnar.

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:43

9 identicon

Þessi femínista og jafnréttissamtök eru svo hlægileg og forgangsröðunin svo fáránleg hjá þeim.

Þetta er einmitt samtökin sem láta viðgangast að daglega er framin mannréttindabrot á forsjárlausum feðrum með velþóknum stjórnvalda sem ekkert vilja gera í málunum þessum sömu jaðarhópum til mikillar ánægju og velþóknunar.

Þannig er Ísland eina landið í hinum vestræna heimi sem leyfir að svona mannréttindabrot á forsjárlausum feðrum viðgangist.  Til að mynda var þessu breytt á Norðurlöndunum fyrir um 30 árum síðan.  Þar hafa feður jafnan umgengisrétt um börnin sín eftir skilnað á við móðurina.

Ólafur Hafsteinn Elíasson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:49

10 identicon

Nú hefur menntamálaráðherra tjáð sig um málið, og lýsir áhyggjum sínum. Þvílíkt sjónarspil!!

   Í fyrsta lagi þá var þetta aldrei frétt, síðan kom skýring á því sem aldrei var, en samt bregst hún svona við!!!

   VAR ÞETTA FYRIRSJÁANLEGT EÐA EKKI??!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband