Leita í fréttum mbl.is

Formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að styðja Gunnar Birgisson heils hugar

Ég kann ágætlega við Gunnar Birgisson. Hann er ýmsum kostum búinn, snöggur að átta sig á tölum og pólitísku mikilvægi mála sem öðrum kann að þykja léttvægt, s.s. að lögleiða þá göfugu íþrótt boxið. Mér skilst að hann eins og vinir hans, Birkir Jón, sé sömuleiðis slunginn briddsíþróttamaður. Þessi samþykkt sjálfstæðismanna verður ekki skilin öðruvísi en svo að hann eigi víðtækan stuðning í flokknum og formanns flokksins sem sagði í fréttum að hann ætlaði að kynna sér hvernig málið væri vaxið. Hann hefur væntanlega gert það og hvatt flokksfólk til að standa með leiðtoganum.

Mér kæmi það mjög á óvart ef Gunnar Birgisson héldi ekki bæjarstjórastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins þar sem hann á örugglega einhver spil uppi í erminni sem hann getur notað gegn Framsókn.


mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er virðingarvert af Sjálfstæðisflokknum að ákveða að koma bara til dyrana eins og hann er klæddur.  Grímulaus spillingarflokkur þar sem eiginhagsmunir og flokkshagsmunir ganga undantekningarlaust  fyrir hagsmunum heildarinnar.

Guðmundur Pétursson, 16.6.2009 kl. 00:37

2 identicon

Stærsta spilið sem hann á á framsókn er að þetta gerðist allt að mestu leyti (þ.m.t. stóra afmælisritið) meðan framsókn átti bæjarstjórastólinn og þetta því að mestu á ábyrgð framsóknar.....

kópavogsbúi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Hvers eiga íbúarnir að gjalda Sigurjón? Gunnar er spilltur og hefur notið dyggs stuðnings annarra bæjarfulltrúa meirihlutans í spillingunni. Milljarðakostnaður lendir á íbúum bæjarins vegna þess að hagsmuna bæjarbúa hefur ekki verið gætt á kostnað sérhagsmuna.

Við viljum Zero Gunnar, Zero sjálfstæðisflokk og Zero framsókn.

Árni Davíðsson, 19.6.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband