Leita í fréttum mbl.is

Hrun er enn í tísku

Það er í mikilli tísku að boða hrun.  Ef það er ekki sandsílið sem er að hruni komið hér við land vegna hlýnunar jarðar þó svo að það lifi ágætis lífi sunnar á hnettinum, þá er það þorskurinn sem er að úrkynjast og það vegna AA, AB og BB.  Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta AA, AB eða BB er en ég veit þó nóg til þess að vera þess fullviss að Einar Árnason og kó séu með víðtækar fullyrðingar út frá hæpnum forsendum. 

Ef litið er til þeirra valkrafta sem eru að verki á þorskstofninn þá er það augljóst að megnið af þeim milljónum seiða sem hver þorskhrygna klekur út, drepast ekki af völdum veiða heldur farast megnið af þeim af "náttúrulegum" orsökum.  Það að ætla að veiðar sem eru minniháttar affallaþáttur skipti sköpum og valdi hruni á örfáum árum er meira en lítið vafasamt.  Það er sér í lagi undarlegt þar sem veiðar hafa dregist gríðarlega saman á þorski hér við land og ekki hafa orðið einhver drastískar breytingar á sókninni ef frá er talið að minna er um vertíðabáta sem sóttu einkum í stóran hrygningarfisk.  Nýlega las ég reyndar grein þar sem sýnt var fram á að þar sem arfgerð fiskstofns var breytt með mjög hörðu vali í nokkrar kynslóðir, þá gengu breytingar mjög hratt til baka um leið og valinu var hætt.

Annars heyrði ég á Einari Árnasyni vitna til hrunsins í Kanada máli sínu til stuðnings en honum virðist vera ókunnugt um að fiskurinn horfið vegna breytinga í umhverfisþáttum þar sem kuldaskeið ríkti bæði á Grænlandsmiðum og Nýfundnalandsmiðum á þessum tíma.

Í lokin er rétt að huga að því að þar sem að hlutirnir eru í góðu lagi í Barentshafinu þar sem veitt er langt umfram ráðleggingar og hafa menn gáð að því hvort að þar sé á ferðinni AA, AB, BB eða Rúskí púskí.

Er boðun hruns innan örfárra ára góð leið til þess að komast í aukna styrki?

 

 


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi rannsókn er nú varla marktæk þar sem hún kemur ekki úr smiðju hafró...

zappa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 20:34

2 identicon

 "þá er það augljóst að megnið af þeim milljónum seiða sem hver þorskhrygna klekur út, drepast ekki af völdum veiða heldur farast megnið af þeim af "náttúrulegum" orsökum. Ef þú trúir þessu bulli stendurðu á andlegu stigi óvitans,tildæmis loðnan sem er ein mikilvægasta fæða á norðurhveli jarðar,ef lítið er af henni (nú nánast útdauð vegna ofveiði) misferst hrygning þorskfiska, sjófugla, sela,höfrunga, hvala,gjörsamlega.

Lúðvík (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nýliðun þ.e. þeir fiskar sem eru að koma inn í veiðina eru taldir vera samkv. útreikningum Hafró 115 milljónir fiska að meðaltali á síðustu árum.   Það þarf ekki nema örfáar hrygnur til þess að standa undir þessum fjölda þ.e. ef að megnið af seiðunum myndi lifa af fyrstu 3 ár ævi sinnar þ.e. áður en þorskurinn kemur inn í veiðina.  Lúðvík það ættir þú að vita ef þú snæðir af og til þorskhrogn að fjöldinn er gríðarlegur í hverju goti - einhverjar milljónir.  Hrygnurnar sem ná að hrygna eru talsvert fleiri en 20 þannig að augljóst er að megnið af seiðum, vel yfir 99% sem klekjast út drepast áður en þau ná 3 ára aldri.  Eftir að þorskurinn kemur inn í veiðina þá heldur hann áfram að drepast af náttúrulegum orskökum s.s. afráni, sníkjudýrum og sjúkdómum en náttúrulegi dauðinn er ákveðinn einhverra hluta sem fasti í útreikningum Hafró þ.e. 18% er litlu lægri en veiðiálagið samkv. nýrri veiðireglu sem er um 20%.

Hvað varðar loðnuna þá hefur hún lítið verið veidd á síðustu árum 300 þúsund tonn 2007 og helmingi minna 2008 og nánast ekkert í ár en hún langt frá því að vera útdauð og er enn mikilvæg fæða.

Hitt er svo annað mál að undirstaða lífríkis hafsins er ekki loðnan heldur sólin sem kveikir í líf í gróðrinum sem étinn er af dýrasvifi og svo kolli af kolli.

Sigurjón Þórðarson, 30.5.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sigurjón, af einskærum áhuga á viðfagsefninu þá mun ég kynna mér efni skýrslunnar. En þar til að því kemur; þá má geta þess í framhjáhlaupi að undirritaður er ásamt 0.02% þjóðarinnar AB negatífur... veit ekki með útrýmingarhættuna.

Atli Hermannsson., 30.5.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband