Leita í fréttum mbl.is

Innanflokksátök VG um ESB harðna, kynjabrögðum beitt

Það er ekki allt sem sýnist hvað varðar kröfu Svandísar Svavarsdóttur um afsögn þeirra Ögmundar og Jóns. Þeir Jón og Ögmundur hafa verið trúir flokkssamþykktum gegn ESB-aðild á meðan Svandís hefur haft mildari afstöðu til sambandsins eins og margir félagar og vinir hennar úr Tjarnarkvartettinum. Það er augljóst að Svandís á miklu meiri samleið með klækjastjórnmálamanninum Degi B. Eggertssyni en saklausa sveitamanninum Jóni Bjanasyni. Ekki er ólíklegt að ESB-sinnar innan VG vilji ryðja mönnum úr ráðherrastólum og koma auðsveipari fylgismönnum Evrópusambandsins, s.s. Lilju Mósesdóttur, í ráðherrastól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tja...ætli það sé ekki raunverulegt markmið með kynjaumræðunni. Í glínu myndi þetta væntanlega heita klofbragð. Áhugi fólks á klofum umfram kolla snýst þá um eitthvað allt annað en umkvartanir gefa til kynna.

Haraldur Baldursson, 13.5.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband