Leita í fréttum mbl.is

Eina raunhæfa aðgerðin í efnahagsmálum

Frjálslyndi flokkurinn lagði til skynsamlegar leiðir í efnahagsmálum og nú er að vona að ríkið taki þær upp, annars vegar að lækka vexti og hins vegar að snarauka framleiðsluna. Eina leiðin til að gera það strax er að auka þorskveiðiheimildir talsvert. Þegar það var lagt til í kosningabaráttunni sáu sumir fréttamenn Ríkisútvarpsins það sem hálfgert óhæfuverk þar sem þeir trúðu því að þá myndu allar frystigeymslur og frystikistur landsmanna fyllast af fiski.

Í Fréttaauka ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldið kom fram að ekki væru neitt sérstaklega miklar birgðir í landinu og að Íslendingar seldu fisk til a.m.k. 50 landa og þótt það væru erfiðleikar á saltfiskmörkuðum á Spáni gengi ágætlega að selja á ferskfiskmörkuðum í Bretlandi - en verðið væri vissulega nokkru lægra. Gagnrýnir fréttamenn hefðu átt að sjá að 100.000 tonna aukning á fiskveiðiheimildum væri ekki sú gríðarlega aukning á fiskafla í heiminum og hefði ekki afgerandi áhrif á fiskframboð á heimsvísu. Heildaraflinn er vel á annað hundrað milljón tonn árlega þannig að menn geta sjálfir reiknað út hlutfallið. Aukning veiðiheimilda gefur sjávarútvegsráðherra andrými til að breyta kerfinu og opna fyrir aðgang nýliða víðs vegar um landið án þess að það gangi beinlínis á það sem aðrir eru fyrir að veiða.

Núverandi kerfi er gapvitlaust og mér finnst skjóta skökku við að sveitarstjórnir víðs vegar um land skuli álykta með óbreyttu kerfi, s.s. Vestmannaeyingar. Veiðikerfið hefur falið í sér að veiðiheimildir eru skornar gríðarlega mikið niður og ekki er langt síðan að Eyjamenn horfðu fram á þá hættu að missa undirtökin í stærsta sjávarútvegsfyrirtæki eyjarinnar.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

100% sammála

Haraldur Baldursson, 12.5.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband