Leita í fréttum mbl.is

Hagfræðistóðið á 1. maí

 Í skugga hrunsins gengur verkalýðshreyfingin núna fram með kröfu um réttlátara samfélag. Menn vilja gera upp sakir við þá sem bera ábyrgð á hruninu, s.s. útrásarvíkinga, keypta fjölmiðlamenn og stjórnmálastéttina sem var meira og minna á víkingajötunni. Björgvin G. Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Illugi Gunnarsson rifu í sig úr jötunni.

 Hins vegar hefur lítil umræða enn sem komið er beinst að verkalýðshreyfingunni sjálfri en hún hefur lent í klónum á hagfræðingagengi, mönnum eins og Ásmundi Stefánssyni sem fjarlægði orðræðuna frá venjulegu launafólki, gerði hana illskiljanlega, og valsaði síðan úr hreyfingunni, var m.a. ríkissáttasemjari, og inn í banka og sjóði.

 Hagfræðingarnir hjá ASÍ voru í samkrulli með leppum stórfyrirtækjanna og útrásarvíkinganna í fjáfestingum í fyrirtækjum sem greiddu ofurlaun og ástunduðu vafasama viðskiptahætti eins og komið hefur á daginn. ASÍ tók aldrei kröftuglega undir tillögur til breytinga á kvótakerfinu sem markaði upphaf hrunsins fyrir meira en 20 árum, hefur lagt heilu sveitirnar í rúst og brýtur í bága við mannréttindi. Hagfræðingarnir hjá ASÍ trúðu á að kerfið væri forsenda hagræðingar og uppbyggingar fiskistofna og hafa ekki hleypt í gegn málefnalegri umræðu, hvað þá uppbyggilegri gagnrýni.

 Það verður fróðlegt að fylgjast með ræðu Gylfa Arnbjörnssonar á eftir og sjá hvort hann misnotar aðstöðu sína og hvetur til inngöngu í Evrópusambandið en með því grefur hann undan fjölda starfa í sjávarútvegi og úrvinnslu í landbúnaði. Það er glapræði að ætla að ganga í Evrópusambandið og boða það með núverandi kerfi í sjávarútvegi sem gerir skuldugum fyrirtækjum sem vart eru rekstrarhæf kleift að selja fiskimiðin úr landi.

 Núna, 1. maí 2009, á baráttudegi verkalýðsins, er tímabært að byggja réttláta launaþegahreyfingu. Minna má það ekki vera. Mér finnst Vilhjálmur Birgisson vera trúverðugur leiðtogi sem hreyfingunni veitti ekki af að fá í alfremstu röð sína. Stefna hagfræðinganna var alltaf andvana fædd, við þurfum menn sem koma úr grasrótinni, Vilhjálm Birgisson sem hefur staðið fyrir mikilli tiltekt í Verkalýðsfélagi Akraness.

 Megi baráttan lifna og lifa. Til hamingju með daginn.


mbl.is „Sannleikur grundvallaratriði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

http://www.dv.is/frettir/2009/5/1/puad-verkalydsleidtoga-i-solskyni/

Sammála því Sigurjón. Þessir verkalýðsstjórar virðast ætla að halda sínum ofurlaunum. Þessi sem búað var á er með rúma milljón á mánuði. Maðurinn er ekki í neinum tengslum við þá sem hann á að vera að starfa fyrir.

Svona gutta þarf að koma úr starfi og setja inn menn sem starfa af heilindum. Hver segir að maður í þessari stöðu þurfi að fá í laun yfir milljón á mánuði. Stór hluti þjóðfélagsins, þeir sem hafa ekki enn misst vinnuna, er að taka á sig launalækkun vegna þeirra skilyrða sem nú eru.

En ekki verkalýðskóngarnir .. þá má ekki snerta.

Þetta er til skammar!

ThoR-E, 1.5.2009 kl. 15:21

2 identicon

Sammála þér Sigurjón. Hef borgað og barist í hreyfingunni,sem breyttist þegar Ásmundur hagfræðingur og allt´það lið yfirtók ASÍ.

Hvar eru hag gemlingarnir frá ASí núna ? Ásmundur skipaði sjálfan sig

bakastjóra Landsbankanns,Edda Rós höfundur Icesave vinnur hjá

landstjóra AIG á Íslandi,  allir fara þeir í peningana.Engin furða að

engin hreynsun fari fram vegna lífeyrissjóðasukksins.

Nú þarf nýja forystu fyrir F listann,Guðjón verður að stíga til hliðar.

           Með kveðju,Benni ( viðvorum samskipa á Bali,Benidorm)

Benedikt Sigurður Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hann sleppti ekki tækifærinu og misnotaði aðstöðu sína klárlega. Hann talaði sem forseti ASí og hefur þar af leiðandi ekkert umboð til að gaspra með persónulegar skoðanir á þessum vettvangi. Sjálfur starfa ég innan vébanda ASÍ en frábið mér þessi ræðuhöld.

Víðir Benediktsson, 1.5.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í 1.tölublaði Vinnan vor 2009 sem barst inn á mitt heimili í gær er ávarp forseta ASÍ.

Í niðurlagsorðum ávarpsins segir hann orðrétt: " Lífskjör eru betri hér en víðast hvar á byggðu bóli, atvinnuleysi sáralítið og mannlíf allt í blóma".

Ég hef áhyggjur af þessu, " sálarlífi verkalýðsforingjans", ég verð að segja það, eins og kallinn sagði þegar hann var forsætisráðherra.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.5.2009 kl. 19:59

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ég átt tal við ASÍ þegar Benedikt var formaður, var að reyna að fá þá til að skilja fiskveiðimálin og gera eitthvað í þeim. Þetta var fyrir 15 árum og það var Benedikt sem vildi gera eitthvað í málunum. En hagfræðingarnir, þ.á.m. núverandi formaður, þvílíkir þverhausar og kerfiskarlar. Þeir litu á mig eins og geimveru, þeir hefðu sko meira vit. Síðan hefur ástandið í atvinnumálum landsbyggðarinnar bara versna og versnað, fiskaflinn kominn í núll. 

Jón Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 22:38

6 identicon

Ef þessir svokölluöu verkalýðsforingjar hefðu staðið sína plikt þá væri ekki vinnandi fólk undir atvinnuleysisbótum.Það er greinilegt að verkafólk þarf að finna sjált leiðir til að bæta sín kjör eins og konur gerðu á hjúkrunarheimilum,  þegar þær sáu sér varla farborða á þeim launum sem þeim var ætlað að lifa á.Baráttukveðja til ykkar allra.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband