Leita í fréttum mbl.is

Lundaveislan

Ég rak augun í að doktor í fuglafræði taldi að það væru 750.000 lundapör í Eyjum. Ekki veit ég hversu nákvæm þessi talning er en ég reiknaði til gamans, og sömuleiðis til að opna augu fólks fyrir áhrifum veiða á gangverk náttúrunnar, að bara lundinn í Eyjum þarf þá að éta 400 tonn á hverjum degi, m.a. af sandsíli.  Ætla má að lundinn hér við land þurfi að éti um 1.500 tonn á dag.

Vestmannaeyingum var um skeið meinað að hreinsa upp höfnina sína og ná upp nokkur hundruð tonnum af dauðvona síld sem er á við tveggja daga matarskammt lundans. Síldin er sólgin í sandsíli og seiði annarra fiska, tekur vel til matar síns og nær örugglega að grisja rækilega ýsu-, þorsk- og
loðnuseiði. Það getur vel verið að með hreinsunaraðgerðum í Vestmannaeyjum hafi Vestmannaeyingar bjargað einhverjum lundapysjum frá sulti. Ella væru einhverjar líkur til að síldin hefði afétið lundann.

Það sem er kristaltært í mínum huga er að þótt við drögum okkur út úr lífríkinu og hættum veiðum er ljóst að aðrir nytjastofnar staflast ekki upp, s.s. síld, loðna og þorskur, heldur mun vistkerfið halda áfram sinn vanagang. Stofnar rísa og hníga.

Maðurinn tekur tugfalt minna út úr vistkerfi sjávar en fuglar og spendýr hafsins láta greipar sópa um sjávargæðin. Þjóð sem stendur illa peningalega en hefur alla þessa þekkingu ætti ekki að tvínóna við að auka veiðar í stað þess að berja hausnum við reiknilíkön sem hafa bara gefið eina niðurstöðu niðurskurðog hana má afsanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skemmtileg pæling Sigurjón. Minnist þess ekki að hafa áður séð þetta sett í þetta samhengi, en svona er nú blessuð náttúruan og maður einhvern veginn gefur sér hringhrás hennar svona eins og hún sé bara þarna og trufli engan - þ.e.a.s. svona dags daglega en svo þegar maður spáir í þetta svona í samhengi og skoðar orsakir og afleiðingar þá koma oft upp skemmtilegar pælingar og sumar hljóma jafnvel alveg lygilegar en eru samt alltaf fyrir augun á okkur og eru hreinlega borðleggjandi.

Gísli Foster Hjartarson, 30.4.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka þér fyrir þessa athugasemd en það er ýmislegt sem er sláandi þegar betur er að gáð s.s. orkuþörf þorskstofnsins en þegar betur er að gáð þá er fæðuþörf hans gríðarleg og vandséð að t.d. loðnuveiðar hafi mikil áhrif á hann.

Sigurjón Þórðarson, 30.4.2009 kl. 09:04

3 identicon

Þetta er hárnákvæm talning hjá Óskari og co. Eigir þú hins vegar leið fram hjá það biður þú um að hann hætti að telja, segir að þetta sért þú.

Án gríns mér er fyirmunað að átta mig á hvernig svona talning fer fram sama á við um tiltekin mannfjölda.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:42

4 identicon

Lífríkið tekur og skilur eftir en maðurinn tekur bara og í ofanálag eyðileggur búsvæði fiska og annara íbúa hafsins það verður að stöðva togveiðar á grunnslóð í stað þess að flitja inn togara sem eru jafn langir og þeir eru breiðir til þess að geta verið upp í fjöru setjum togveiðar  (dragnót er líka togveiðarfæri með hopparaleingju) út fyrir 30 mílur til að byrja með, verksmiðjuskipin 50 mílur þá first geturlífríkið farið að rétta úr kútnum

Krókaveiðar eru framtíðin togveiðar eru tímaskekkja

 Ég er á móti green peace og svoleiðis liði en mundi styðja þeirra baráttu gegn togveiðum (þá kemur einhver og segir þeir banna þá annað á eftir) það er alveg rétt þess vegna eigum við að vera í fararbroddi og stöðva allar togveiðar í landhelgi okkar, segjum eftir 5 ár

Það er ekkert mál að vera með sóknarkerfi með þeirri staðsetningar tækni sem er í dag, svæðaskiptingar eftir bátaflokkum , sóknardagar þetta má allt útfæra  

Færeyska leiðin hefur fært´veiddan afla að landi ef veitt hefði verið eftir Íslensku aðferðinni vantaði líklega 30 % upp á

Þá seigja menn þetta er ekki svona mikið

Á verksmiðjutogara er fisk hent ef hann er ekki rétt tegund´!!!!!!!!!!!!nýtingin má vera allavega hráefnið er frítt

Togveiðar á loðnu?

loðnuveiðar eru hrundar vegna græðgi og heimsku!!

græðgi útgerðarmanna

heimsku stjórnvalda að leyfa vitleysuna

Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 08:37

5 identicon

Það er með ólíkindum þvílíka þvælu menn geta látið út úr sér. Að maðurinn taki tugfalt minna út úr vistkerfi hafsins en fuglar og spendýr sjávar. 750 þúsund lundapör éta ekki meira en 30 tonn af sandsíli eða loðnu á dag en flotinn hefur verið að landa milljónum tonna á ári og drepur sjálfsagt enn meira. Hvað er eiginlega í gangi í heilabúinu á stjórnmálamönnum?

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:35

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar,  reiknaðu þetta sjálfur en orkuþörf hrefnunnar er um hálft tonn á dag og hún er hér við land um 200 daga á ári og stofninn telur nokkra tugaþúsunda tonna hér við land og er því ljóst að hrefnan ein étur tvöfalt meira upp úr hafinu en sú milljón tonn sem við veiðum hér við land.

Síðan á eftir að bæta við stórhvelunum, smáhvelum sel og ógleymdum fuglunum.

Hvað varðar þá útreikninga sem þú greinilega efast um þá voru notaðar forsendur úr ágætri bók um lífríki Barentshafsins sem ég get bent þér á ef áhugi er fyrir hendi.

Sigurjón Þórðarson, 10.5.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband