Leita í fréttum mbl.is

9,3% stuðningur við Frjálslynda flokkinn í Norðvesturkjördæminu

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup mælist fylgi Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi 9,3% og er það sama fylgi og flokkurinn mældist mest með fyrir Alþingiskosningarnar 2003 og 2007.

Sem kunnugt er kemur flokkurinn alltaf betur út úr kosningum en niðurstöður skoðanakannana gefa til kynna. Miðað við þessa niðurstöðu er nokkuð öruggt að Guðjón Arnar Kristjánsson verði kjördæmakjörinn og ég gæti jafnvel búist við að fá nýja vinnu í næstu viku og að það endurtaki sig að flokkurinn fái uppbótarþingmenn í öðrum kjördæmum.

 xF 

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um könnunina geta slegið á þráðinn til Guðjóns Arnars í síma: 898 7727.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég verð fyrst með húrrahrópið ef þú kemst á þing.

Rannveig H, 18.4.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tryggja þarf Frjálsynda flokknum áframhaldandi þingsetu, hann er flokkur sem boðar áframhaldandi sjálfstæði Íslands, utan Evrópustórveldisins.

Hitt er annað mál, að þið ættuð að vera einarðari gagnvart lúmskri kröfunni um "aðildarviðræður", þjóðaratkvæðagreiðslu o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 12:20

3 identicon

Hvar hefur þessi skoðanakönnun byrst?  Er þetta ekki bara eitthvert trikk til að fólk til að hringja í Guðjón, sem er ábyggilega skemmtilegasti karl. 

Pétur (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með vinum mínu Jóni Val og Rannveigu og því til viðbótar misnota ég hér með athugasemdadólkinn til að þakka Rannveigu fyrir frábæra og stórskemmtilega sviðaveislu í gær.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 13:51

5 identicon

Eitthvað er þetta undarleg könnun, hún er í algjöru ósamræmi við það birst hefur.

Evru Sjólin (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:05

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er mjög í samræmi við þann stuðning sem ég hef fundið fyrir á ferðum mínum um kjördæmið og er nokkuð viss um að flokkurinn muni fá meira upp úr kjörkössunum.

xF

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2009 kl. 16:35

7 identicon

Ég held að dagar Frjálslynda flokksins séu taldir, og þeir sem kjósa þennan flokk eru að henda atkvæði sínu.

Málið er einfaldlega þetta hvort sem fólki líkar betur eða verr.

1.Að kjósa Framsókn og Íhaldið og endnýja þá gamla stjórnarmunstrið.

2. Eða Samfylking og Vinstri grænir og vinstri stjórn.

Aðrir flokkar flokksbrot og framboð sem hafa komið fram eiga ekki möguleika og þeir sem kjósa þau framboð eru að henda atkvæði sýnu.

Eftir næstu kosningar  er tilheyrir Frjáslyndi flokkurinn sögunni og formaður flokksins fer á eftirlaun. Sem og flokkurinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:19

8 identicon

Thetta er allt ad koma og serstaklega thegar vinstri flokkarnir hafa tekid uppa thvi ad auglysa adalstefnumal okkar med firningu kvotans ad tha sparar thad okkur verulegan auglysingakostnad ;)

Pall Jens Reynisson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:33

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eina aflið sem ætla að breyta sjávarútvegsstefnunni er Frjálslyndi flokkurinn og það veit fólkið í Norðvesturkjördæmi.

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2009 kl. 17:37

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður þessi föðurlausi er bara að reyna að spilla fyrir ykkur.

Vestfirðir eru gamla vígið hjá FF, og flokkurinn náði mjög góðum árangri í NV-kjördæmi síðast.

Fari svona tölur að sjást í skoðanakönnunum næstu 6 dagana, eykst trú manna í öðrum kjördæmum á það, að atkvæði til FF sé ekki kastað á glæ.

Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 17:37

11 identicon

Frekar "hendi ég atkvæði mínu" í Frjálslynda, en að bæta því á hina.

Ulla (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 22:13

12 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Fólk er svo sannarlega ekki að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa okkur í Frjálslynda flokknum. Okkar rödd er mikilvæg á Alþingi Íslendinga, Ég finn mikinn meðbyr með málstað okkar Við erum flokkur sem vill uppræta einokun ,samráð, höft,gjafakvóta og ofríki sem drepur niður frjálst framtak. Við viljum vera sjálfstæð þjóð og standa fyrir utan Evrópusambandið.

Helga Þórðardóttir, 18.4.2009 kl. 23:27

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helga systir, þú ert flott og ég er stoltur af þér.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 23:33

14 Smámynd: Jens Guð

  Núna þegar alvaran er að renna upp,  pallborðsumræður hafnar í sjónvarpi og útvarpi og fólk byrjað að skoða málin af alvöru stendur upp úr að XF er eini flokkurinn með ákveðna stefnu gegn kvótakerfinu og einarður gegn ESB.  Auk þess er mikilvægt fyrir lýðræðið að fjórflokkurinn nái ekki einokun á alþingi. 

  Þessi könnun er góð vítamínsprauta í kosningabaráttunni.

Jens Guð, 19.4.2009 kl. 00:17

15 Smámynd: Einar Ben

Það er ekki hægt að taka skoðanakönnun alvarlega þar sem aðeins 460 manns svara og þar af aðeins 251 sem taka afstöðu, þetta er engan veginn þverskurður af kjördæminu og hvað þá landinu.

Í hverja var hringt, hvenær var hringt, hver framkvæmdi könnunina, hver var útkoma hinna flokkanna?

Þið hljótið að vera grínast með þessa könnun, það er ekki nokkur leið að taka FF alvarlega sem stjórnmálaflokk þegar þetta eru vinnubrögðin.

FF er búin að vera hjáróma rödd gagnvart kvótakerfinu en hefur ekki haft slagkraft til að gera neitt.  Nú hefur Samfylkiningin lagt fram mjög heildstæða og ábyrga sjávarútvegsstefnu, sem ma. byggir á fyrningarleiðinni. Samfylkingin hefur slagkraft og þor til að fara út í þessar breytingar og mun gera það, þrátt fyrir miklar mótbárur grátkórs Lygasambands Íslenskra Útvegsmanna.

Það er ljóst að FF nær engum manni á þing, jafnvel þó að flokkurinn fengi 10% í NV að þá mun hann aldrei ná 5% lágmarkinu á landsvísu, og þó svo ólíklega vildi til að FF fengi 1 mann héðan úr NV skiptir það ekki máli, því rödd þessa eina manns yrði eins og krækiber í helvíti.

kv.

Einar Ben, 19.4.2009 kl. 10:41

16 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar Ben, fólk í kjördæminu treystir Guðjóni Arnari betur til að klára þetta mál en ykkar annars ágæta oddvita enda hefur hann nánast aldrei tjáð sig um helsta atvinnuveg kjördæmisins eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2009 kl. 10:56

17 Smámynd: Einar Ben

Það er ekki rétt Sigurjón, Gutti hefur tekið mjög ákveðna afstöðu gegn kvótakerfinu eins og þú hlýtur að muna frá kosningafundinum á Ísafirði um daginn, eins hefur hann farið á fund þeirra lygasambands manna og útskýrt að þetta er e-ð sem verður farið í.

Mér finnst skrýtið að FF og þá sérstaklega þú skulið vera svona mótfallinn stefnu Samfylkingar í þessu máli. Þetta er ekki svo langt frá því sem þið hafið boðað, ma. voru amk 8-10 fyrrum meðlimir FF í sjávarútvegshóp á landsþingi Samfylkingar þar sem þessi stefna var mótuð.  Þar á meðal fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, já og ekki má gleyma að í þessum hóp voru álíka margir og tóku þátt í því sem þið kölluðuð flokksþing í Stykkishólmi fyrir ekki alls löngu.

Það er því miður þannig að tími FF er liðinn. Og þið voruð svo heppinn að fá Karl V. til að jarðsyngja.

kv.

Einar Ben, 19.4.2009 kl. 11:09

18 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst nú vera óþarfi að uppnefna LÍÚ þó svo að þeir hafi vissulega ekki sést fyrir í sérhyggju sinni sem er að bíta útveginn illilega í rassinn.

Hitt er svo annað mál að til þess að komast út úr þeim vanda sem Framsókn Sjálfstæðisfl. og Samfylking hafa komið þjóðinni í, þá þurfum við að virkja útgerðarmenn til góðra verka og auka veiðar. Sömuleiðis er nauðsynlegt að gera nýliðum kleift að hasla sér völl í greininni.

Einar Ben. eitthvað virðist sem að kraftur og neisti Frjálslyndra kveiki með þér einhvern eldmóð til þess að tjá þig hér á síðunni minni og ég þakka þér fyrir þitt framlag til að gera síðuna mína lifandi. Mörg hundruð  manns heimsækja daglega síðun og tel ég það í sjálfu sér ágætan vitnisburð um að Frjálslyndi flokkurinn sé sprelllifandi.

Varðandi Kalla Matt þá hefur hann reynst trúr í sjávarútvegsmálum ólíkt ýmsum öðrum og reyndi hvað hann gat til að berjast gegn mannréttindabrotunum sem fráfarandi formaður Samfylkingar lagði blessun sína yfir. 

Staðreyndin er sú að fólk treystir okkur Guðjóni Arnari betur til að koma á skynsömum breytingum á kvótakerfinu en annars ágætum oddvita Samfylkingarinnar sem hefur á sínum ferli í þinginu ekki séð ástæðu til þess að tjá sig um sjávarútvegsmál ef frá eru taldar máttlitlar en annars ágætar ræður um hvalveiðar en hér afrit af því sem Guðbjartur Hannesson hefur lagt til málanna á Alþingi.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2009 kl. 12:41

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar Ben., þetta var undarlegur, en algengur misskilningur hjá þér með 5 prósentin.

Það nægir að fá einn kjördæmakjörinn til að byrja að koma manni á þing, og til þess eiga 9,3% í NV-kjördæmi vel að nægja. Þá er Guðjón Arnar kominn inn, en til að fá fleiri FF-menn á þing, þurfa þeir annaðhvort að vera kjördæmakjörnir EÐA að ná inn út á það, að á landsvísu fái flokkurinn a.m.k. 5% kjörfylgi. Geri hann það (5%), með Guðjón fyrst kjördæmakjörinn, fær hann tvo uppbótarþingmenn.

Þetta þarf að tryggja þessum flokki, þótt hann fimbulfambi eins og allir aðrir núverandi framboðsflokkar með því að gefa færi á því, að "þjóðin fái að ráða" með því að fara í aðildarviðræður, jafnvel þegar það er gert á þeim tímapunkti, sem landráðaöflunum bezt hentar.

Jón Valur Jensson, 19.4.2009 kl. 13:18

20 identicon

Það verður gott fyrir hina venjulegu verkakonu að fá þig aftur á þing því þar barðist þú eins og ljón fyrir okkar hönd.Þú átt allt hið besta skilið frá okkur, svo mikið er víst.Það færi betur ef fleyri væru með sömu áræðni eins og þú sýndir okkar baráttu á sínum tíma.Aftur takk fyrir standa með láglauna fólki.Eins og við eyja fólk segjum komdu FAGNANDI.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:55

21 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk Jón Valur og Guðrún Hlín fyrir hlý orð. Það er satt best að segja ómetanlegt að fá að heyra frá jákvæðum kjósendum eins og ykkur. Það veitir okkur styrk í baráttunni.  Við berjumst fyrir góðum málstað.

Helga Þórðardóttir, 19.4.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband