Leita í fréttum mbl.is

Þrjú stig sannleikans um fjármál stjórnmálaflokkannna

 Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir opnun bókhalds um fjármál stjórnmálaflokkanna og reglum um fjárframlög eins og eðlilegt þykir í vestrænu samfélagi. Í fyrstu þegar frjálslyndir settu þetta fram fyrir kosningarnar 1999 var lítið gert úr hugmyndinni og jafnvel grín gert að formanninum fyrir að ætla að setja reglur um ónauðsynlega hluti. Á öðru stigi umræðunnar var ráðist harkalega á Frjálslynda flokkinn, menn á borð við Pétur Blöndal töldu að reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka væru lýðræðinu hættulegar vegna þess að menn færu alltaf í kringum reglurnar.

 Nú erum við komin á þriðja stigið þar sem þetta er orðinn viðtekinn sannleikur sem allir hafa verið sammála um - alltaf. Þetta á reyndar við um fleiri baráttumál Frjálslynda flokksins, s.s. kvótakerfið og verðtrygginguna.

 Svo má kannski bæta við að Sjálfstæðisflokkurinn er að mjakast upp á stig tvö hvað varðar kvótakerfið.


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er thad sem ég hef verid ad segja:   Setja tharf spillingarflokkinn í varanlega sóttkví!!  VARANLEGA=LEGGJA FLOKKINN Í EYDI.

Eydileggjum flokkinn ádur en hann eydileggur thjódina.

Thessi flokkur á ekkert erindi vid thjódina annad en ad raena hana og thad gerir hann undir yfirskini frelsis og samkeppni.  En frelsi og samkeppni er thad sídasta sem thessir götustrákar í flokknum vilja. 

Er kvótakerfid samkeppni?  NEI  Er einkavaeding banka samkeppni? NEI  Bönkum var úthlutad til flokksmanna sem sitja í stjórnum theirra.  Dómarar fá stödur sínar vegna tengsla vid flokkinn.  Sedlabankastjóri fékk stödu sína vegna tengsla vid flokkinn.

Ekki samkeppni.  Ekki frelsi...heldur FASISMI, FALS OG LYGAR

JIBBÍ ALTSÅ...PÁSKAR (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hvernig stendur á því að Frjálslyndisflokkurinn hagnast ekkert á fylgishruni íhaldsins Sigurjón?

Þorvaldur Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 16:06

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nú það en ég reikna með því að fólk átti sig og skili þeim á þing sem hafa barist um áratugaskeið fyrir opnu bókhaldi stjórnmálaflokka og réttlátari og árangursríkari fiskveiðistjórn.

Sigurjón Þórðarson, 11.4.2009 kl. 16:37

4 identicon

Jóhanna Sigurðar hefur barist fyrir þessu árum saman.

Ína (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ína, það er rétt að Jóhanna beitti sér fyrir málinu en á meðan var flokkurinn hennar rekinn með leynilegum fjárframlögum stórfyrirtækja og banka.

Allir vita hvernig sú saga endaði.

Sigurjón Þórðarson, 11.4.2009 kl. 22:49

6 identicon

Það er undarlegt að nokk hvað menn geta fjallað um, rétt er að þessir styrkir voru mjög háir og á þeim tíma. En hvað með aðra flokka, allir flokkar fengu mun hærri styrki 2006 en bæði árin á eftir og undan hvað segir það. Jú einfaldlega þá notuðu allir flokkarnir tækifærið og söfnuðu styrkjum af meiri krafti en áður, jú það sama og flestir íslendingar gerðu um árið þegar skattlausa árið var og tekin var upp staðgreiðsla, þeir sem það gátu unnu meir þetta árið til að sleppa við skatta.

 

Hitt er ekki síður athyglisvert að enginn virðist hnjóta um þá staðreynd að flestir flokkarnir eru með neikvætt eigið fé, það er eiga ekki fyrir skuldum og samkvæmt reglum um lögaðila á Íslandi er lögbrot að reka fyrirtæki á þann hátt. Framkvæmdatjórar flokkana eru ábyrgir persónulega fyrir því að reka flokkana með neikvætt eigið fé.  ER ÞETTA EKKI SKOÐUNNAR VIRÐI.

 

Annað sem er nokkuð áhugavert að allir flokkar hafa á landsfundum sínum ályktað um jafnrétti þegna þjóðfélagsins og að allir eigi að vera jafnir. Af hverju gildir það ekki um atkvæðaréttin? Eru kjósendur á Norðurlandi meiri menn en þeir fyrir sunnan. Væri ekki rétt að setja þetta inn í stjórnarskránna. Það má kanski vonast eftir að stjórnlagaþing taki á þessu og setji landið í eitt kjördæmi þar sem allir eru jafnir. Þetta gæti stjórnlagaþingið gert og þarf ekki að spyrja alþingi eða flokka um samþykki. Stjórnarskráin er jú æðri kosningarlögum og þeim þyrfti þá að breyta til samræmis.

Ég sé ekki betur en að við getum endalaust gagnrýnt flokkana fyrir ýmislegt en en um sinn sitjum við uppi með flokkana og eigum við þá ekki líka að fjalla um mikilvæg atriði eins jafnrétti þegna landsins varðandi kosningarrétt.

Bönnum framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka.

Jöfnum kosningarréttin, allir skulu vera jafnir á Íslandi, eitt kjördæmi og einn maður eitt atkvæði.

Eigum við að ákveða það að allir þingmenn sem einhvern tíma hafa beðið vin sinn um greiða í að styrkja flokk sinn séu glæpamenn og segja þið sem það hafið gert segið af ykkur nú þegar. ???

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:37

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Glæpur eða ekki glæpur. Óhjákvæmilega er spurt hvað menn séu að fela og hvers vegna svo margir leggi það á sig að gera sig að ómerkingum með því að ljúga og verða tvísaga?

Og í öðru lagi hvers vegna var formanni flokksins svo brátt með að lýsa því yfir að peningarnir yrðu endurgreiddir ef þetta er bara hið besta mál þegar allt kemur til alls?

Árni Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband