Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot og kynferðisbrot

Það er ömurleg staða sem íslenskt samfélag er í þegar áhrifamestu stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og örugglega Framsóknarflokkur líka, hafa verið á jötu fyrirtækjanna sem settu landið á hausinn. Það er stórfurðulegt að stjórnmálamennirnir sem voru nýbúnir að setja reglur um opið bókhald til að tryggja lýðræðið hafi notað síðustu dagana fyrir gildistöku laganna til að dæla milljónum og tugmilljónum í kosningasjóði flokkanna. Það er óásættanlegt með öllu rétt eins og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi á hópi fólks sem hefur þar að auki fengið álit frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að reglurnar séu ósanngjarnar og að þeim beri að breyta.

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi haft opið bókhald og barist fyrir því að stjórnmálaflokkarnir opnuðu bókhald sitt, að mannréttindi væru virt og að landið væri eitt kjördæmi. Ég er viss um að t.d. mannréttindabrotin í sjávarútvegi hefðu ekki gengið svona langt ef landið væri eitt kjördæmi, þegar t.d. heilu byggðarlögin á Austfjörðum eða Vestfjörðum hafa verið svipt atvinnuréttindum sínum á það ekki eingöngu að vera verkefni eða áhyggjuefni kannski fimm þingmanna af svæðinu heldur ættu allir þingmenn í fagnefndum að setja sig inn í málin og taka afstöðu til þeirra, rétt eins og afstaða til kynferðisbrota á ekki að vera bundin við þingmenn þeirra kjördæma þar sem brotin eru framin. Og fjölmiðlar mættu herða sig.

Gríðarleg tækifæri felast í því að opna fyrir meiri veiðar og það á eftir að verða þjóðinni til björgunar í efnahagsþrengingunum. Í réttlætinu felast tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband