Leita í fréttum mbl.is

Hvað keypti FL Group af Sjálfstæðisflokknum?

Það sér hver maður að 30 milljóna króna greiðsla er ekki styrkur. Mér kæmi ekki á óvart að þessir tugir milljóna hefðu runnið í dýra prófkjörsbaráttu þeirra frambjóðenda sem vilhallir voru FL, s.s. Illuga Gunnarssonar, núverandi oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hann háði rándýran prófkjörsslag á þessum tíma og launaði vissulega fyrir sig með því að nota sparnað fólks í peningamarkaðsbréfum til að fjárfesta fyrir milljarða í Baugsbólunni, FL Group og hinu sem var allt um það bil að springa.

Skattgreiðendur eru neyddir til þess að borga brúsann, og kjósendum í Reykjavík gefst kostur á að kjósa þann sem ber höfuðsök á að hafa glutrað fénu til starfa á þjóðþingi Íslendinga - eða láta það ógert.

Nú er stóra spurningin hvort stefnan hafi brugðist eða fólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er mjög ljótt mál.

Sigurjón Þórðarson, 8.4.2009 kl. 12:35

2 identicon

Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurin ekki - fyrir 30 miljónir !!!

Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:45

3 identicon

Andlýðræðislegi þagnarmúrinn komst til valda með rotnum peningum rotinna manna.  En sorglegt að  þeir skuli draga inn í flokkinn nokkra mæta menn.

EE elle (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:52

4 identicon

Landlæg spillin stjórnmálaflokka og manna er ekki einungis bundin við Sjálfstæðisflokkinn.

Hér má sjá frjáls framlög og styrki Samfylkingarinnar og ekki væri síður athyglisvert að fá skýringar flokksins hvers vegna að upphæðir til flokksins rjúka svona upp á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fengu sínar 30 miljónirnar, sem hver eða hverjir gáfu og hve mikið?

Þess ber að gæta að á þeim tíma var Samfylkingin mun minni flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.

2001 6.009.592

2002 2.368.392

2003 1.672.386

2004 3.327.140

2005 9.144.641
______________

2006 44.998.898
______________

2007 10.756.715

Munur á framlögum milli ára 2005 - 2006 = 35.854.257 kr.

Munur á framlögum milli ára 2006 - 2007 = 34.242.183 kr.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:54

5 identicon

Já, stórefast líka um Samfylkinguna.  Og endalausa EVRU-talið í formanninum er orðið óþolandi.  Dettur ekki dollar í hug þó hann sé miklu sterkari gjaldmiðill.  Kýs hvorugan flokkinn. 

EE elle (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:13

6 identicon

  Margur heldur mig sig

Ingi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ingi, ertu búinn að þjófstarta í páskaeggjunum?

Sigurjón Þórðarson, 8.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband