Leita í fréttum mbl.is

Vegna vankunnáttu RÚV

Ég var með öðrum frambjóðendum í kjördæmaþætti í sjónvarpinu áðan. Það var vandasamt verk hjá Þóru Arnórsdóttur að stjórna þættinum en mér fannst hún ráða býsna vel við það. Mér þótti þó vænt um að fá ítrekaða spurningu um fiskveiðistjórn þar sem spyrillinn opinberaði þá skoðun að 100.000 tonna aukning á þorskveiðiheimildum myndi þýða að við sætum uppi með gríðarlegt magn af óseljanlegri vöru. Það er með ólíkindum að því sé haldið fram að Íslendingar ráði heimsmarkaðsverði á hvítfiski og að öll aukning verði til þess að frystigeymslur landsmanna dugi ekki fyrir aflaaukningunni og við sitjum uppi með óseljanlega vöru.

Þetta er sérkennilegt viðhorf sem endurspeglar ranghugmyndir fréttamanna. Málið er að undanfarið hefur svo mikið dregið úr veiðum í meintu uppbyggingarstarfi þorsksins að þorskveiðin er rétt svipur hjá sjón miðað við það sem hún var fyrir nokkrum árum. Íslendingar hafa glatað ákveðnum mörkuðum, bara það að skera úr liðlega 200.000 tonnum í 130.000 tonn hafði alvarlegar afleiðingar fyrir markaðina. Það er ekki fæðuskortur í heiminum og ef ekki berst fiskur borða menn annað. Þess vegna þarf að vinna markaðina aftur. Það sem Íslendingar einbeittu sér að - eðlilega - voru dýrustu bitarnir á markaðnum sem verða að vonum harðast úti þegar efnahagsþrengingar ganga yfir heiminn.

Mér fyndist eðlilegt að fréttamenn RÚV beindu þeirri spurningu til sjálfstæðismanna, s.s. Ásbjörns Óttarssonar, hvernig þeir rökstyddu það að aflamarkskerfi væri betra en sóknarmarkskerfi eins og er í Færeyjum. Staðreyndin er sú að í Færeyjum koma 90% útflutningstekna af fiskveiðum - ég minni á sóknarmarkskerfi Færeyinga - og það eru einmitt Færeyingar sem geta lánað okkur beinharða milljarða - og það þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum eigin kreppu ekki alls fyrir löngu. Færeyingar hafa veitt langt umfram ráðgjöf og m.a. á umliðnum árum tugi prósenta umfram ráðgjöf en SAMT er þorskstofninn á uppleið. Að vísu er ýsustofninn á niðurleið.

Þjóð sem er á hausnum getur ekki leyft sér að ana áfram í sömu villunni þótt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur reyni að setja undir sig hausinn og móast við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásbjörn Sjalli notaði öll gömlu trix lénsherranna : Ef þið snertið okkur þá verða allir atvinnulausir og fyrirtækin hrynja- hvílíkt kjaftæði.

Og Gunnar Bragi Frammari sá hann með því að fullyrða að lénsherrarnir hefðu líka keypt lénin hver af öðrum og sá eignarréttur væri heilagur - tóm þvæla

Þú verður að berjast fyrir málstaðnum með kjafti og klóm þannig fólk þurfi ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir þessum kvótalénsherrum. 

Baráttukveðjur.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hér er nóg fiskur. við búum og höfum búið við slæma veiðiráðgjöf. það veist þú, það veit ég. það eru líka sjálfstæðismenn sammála um eins og kom skýrt fram á liðnum Landsfundi:

"Þörf er á endurskipulagningu hafrannsókna við Ísland og nýtingu kosta útboða við sjávarrannsóknir."

þú veist það jafnvel og ég að færeyjingar veiða allt það sem til af veiðanlegum þorski. þeir ná alltaf toppunum á stofninum hverju sinni. þeir fara hinsvegar oft mjög djúpt og fara þá á botnin á meðan við förum meðalvegin. aldrei miklir toppar eða öldu dalir. fyrir utan þetta eitt skipti þegar veiðihlutfallið var fært úr 25% af heildar stofnstærð niður í 20%. það fækkaði ekkert af fiskum í sjónum við það að breyta því hversu mikið mátti veiða? 

mér þykir samt þú og aðrir í Frjálslyndaflokknum vera frekar harðneskjulegir gagnvart landverkafólki. sóknarmark mun eyðileggja líf þeirra. dagar og vikur án vinnu og síðan aðrir dagar þar sem landverkafólk mun ekki hafa tíma til að sjá börn sín vegna vinnu. í aflamarkinu þá hefur landverkafólk fasta vinnu 8 til 4 með yfirvinnu annaðslagið. 

ofan á lag þá er aflamarkskerfið stærsti kosturinn við útflutning á fiski frá íslandi. að því gefnu að við tökum til í hafró, þá getur framleiðandi samið við kaupanda erlendis frá, mörg ár fram í tímann og alltaf afhent fisk eins og kaupandinn vill. en ekki bara á hávertíð eins og þegar frjálsveiðivar voru. þá kom 80 til 90% af aflanum inn á nokkrum mánuðum með tilheyrandi verðfalli og þar með nauðsin þess að gengið yrði fellt. já það er bjart framtíðarsýnin hjá þér. 

Fannar frá Rifi, 6.4.2009 kl. 23:38

3 identicon

Það eina sem við þurfum að gera til að þínar hugmyndir gangi upp er að bíða eftir næstu fuglaflensu og þá rýkur verðið á fiskinum upp!!! Þú ert snillingur, mátt eiga það. Ég mun héðan í frá ekki missa af neinu sem þú segir eða gerir.

Bjarni Sig (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fannar, reynslan hefur sýnt að í aflamarkskerfi er botninn skrapaður og við missum af hæðunum í fiskistofnunum. Við erum ofan í kjallara.

Bjarni, það er bara staðreynd að þegar upp kemur fuglaflensa eða umræða um fuglaflensu eða kúariðu rýkur verð á fiski upp. Við höfum áður farið í gegnum sölutregðu og leiðin út úr henni hlýtur að vera að vinna aftur þá markaði sem hafa lokast vegna þess að við drógum úr veiðum, m.a. í Bandaríkjunum.

Torfi, við tökum slaginn og berjumst áfram.

Sigurjón Þórðarson, 7.4.2009 kl. 10:00

5 identicon

Þóra var með fullmikla Kastljóstakta, tók orðið fullmikið af frambjóðendum.  Hún þjálfast í þessu stelpan. 

Kvótakerfið hefur bæði kosti og galla.  Framsalið verður að afnema þar blómstrar spillingin.  Það er mikið bull að kvótakerfi geti ekki þrifist án framsals.  Við eigum að vinna mun meira af okkar fiski í neytendaumbúðir.  Við eigum marga góða menn sem geta þróað góða söluvöru fyrir smásölumarkaðinn á samkeppnishæfum verðum.   Útgerð og vinnsla þurfa að vinna mun betur saman með fullvinnslu hér heima sem markmið, þannig gætum við skapað mun meiri verðmæti úr auðlind þjóðarinnar.  Ég er mjög fylgjandi því að trilluútgerð verði aukin.  Að lokum verð ég að segja, það eru of margir íslenskir stjórnmálamenn með lágmarksþekkingu á þessum undirstöðuatvinnuvegi okkar og sumir í raun enga.  Það eina sem þeir vita er að flokkurinn vill viðhalda "spilltu kerfi".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:14

6 identicon

Maður sér nú ekki að íslendingar séu að vinna í fiski, þannig að það er út úr kú að tala um að vernda landverkafólk, þetta eru nokkrir pólverjar, sem eru að slægja fisk á Vestfjörðum, enda kemst maður hvorki lönd né strönd um Vestfirði nema kunna pólsku. En hvað um það, við eigum að sækja fiskinn þegar fisk er að fá. Við eigum að skilja milli veiða og vinnslu, það myndi breyta heilmiklu um kjör sjómanna. Allur fiskur á markað og svo verður það að ráðast hvort eitthvað er tínt af ormum úr þeim fiski hér á landi. Hæsta verðið fæst erlendis fyrir þann fisk, sem kemur ófrosinn á markaðinn. Evrópa lítur á frystan fisk sem annars flokks vöru, eiginlega skemmdan mat. Því eigum við að vera sem allra minnst að fikta við hann hér á landi. Það er tóm vitleysa að vera með nokkra kontóristastýringu á veiðunum, það er best að láta sjómenn um að stýra þeim. En það á að binda veiðar á Vestfjarðamiðum, sem eru að skila langmestu af þeim afla, sem dreginn er úr sjó hér á landi, við skip og báta, sem gerðir eru út frá þeim landshluta. Eyjamenn eiga að sitja að miðunum í kringum þær og Grindvíkingar að Eldeyjarbankanum og miðum þar í kring. Svo á að banna allar togveiðar, líka dragnót, þá getur Ásbjörn Rifsari farið til Tortola að lifa af aurunum sem hann geymir þar.

Perpeteus (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband