Leita í fréttum mbl.is

Læknar Evrópusambandið bakverk?

Það fer ekki á milli mála að Samfylkingin er mjög upptekin af Evrópusambandinu. Samfylkingin er nánast orðinn að eins máls flokki þar sem Evrópusambandið á að vera lífsins elexír við öllum meinum íslensks samfélags. Svo upptekið er samfylkingarfólk af þessu máli að ekki vannst tóm á landsþingi flokksins til að taka til umræðu mannréttindabrot ráðherra Samfylkingarinnar á sjómönnum.

Það er nánast sama hvaða þrautir þjaka samfélagið - allt á blessaða Evrópusambandið að lækna, að mati Samfylkingarinnar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétta lækningin við bakverknum er að einhver sparki duglega í rassagatið á þér, Sigurjón.

Róbert (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Róbert er greinilega ekki í Samfylkingunni.

Sigurjón Þórðarson, 30.3.2009 kl. 21:23

3 identicon

Þessi Evrópusambandsumræða minnir mann óneitanlega á það þegar sameiningarumræður fóru af stað milli þeirra sveitarfélaga sem nú heita Norðurþing.

Þeir sem voru hvað meðmæltastir sameiningunni töldu að fé kæmi almennt vænna af fjalli, rækjuveiðar myndu blómstra að nýju í Skjálfanda og Öxarfirði og sólarstundum myndi fjölga ef af sameiningunni yrði.

Hinir sem voru andvígir voru vissir um að fellir yrði á hverju vori, kal yrði í öllum túnum sem á annað borð kæum undan snjó og hafís yrði landfastur allt árið um kring ef þessi gjörningur ætti sér stað.

Í hvaða sporum standa menn svo í dag?

Álögur og gjöld á íbúa dreifbýlisins hafa aukist verulega síðan sameiningin átti sér stað og nú er þetta nýja sveitarfélag, Norðurþing, með blóðugan kutann á lofti að skera af sér jaðarbyggðirnar. Miðað við undangengnar aðgerðir sveitarstjórnar er stefnan sú að útrýma skuli byggðinni í Núpasveit, á Kópaskeri og Melrakkasléttu vestanverðri.

Gera má því skóna að sveitarstjórn horfi til þess að gera næsta strandhögg á Raufarhöfn og veikja þar með byggðina þar og í nágrenninu.

Þeir sem hafa horft upp á þessa þróun geta ekki verið meðmæltir inngöngu í Evrópusambandið.

Þeir sem hafa horft upp á þá sem hafa völdin framkvæma það sem þeim dettur í hug í krafti stærðar sinnar þrátt fyrir mótmæli nánast allra sem hlut eiga að máli geta ekki verið hlynntir því að færa ákvarðanatöku og vald enn lengra frá fólkinu.

Finnst mönnum stjórnvöld ekki hafa verið nógu heyrnardauf í gegnum tíðina þó við förum ekki að ganga inn í þetta bákn þar sem eyrun eru í margfaldri fjarlægð miðað við það sem við eigum að venjast?

Agnar Ólason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:18

4 identicon

Hef aldrei skilið hvað er svo gott við Evrópusambandið að það sé þess virði að ganga í það. Ég á samt bágt með að trúa því að heimskan tröllríði öllu Samfylkingarfólki, en samt???? þetta er ekki alveg í legi.

Pétur (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er reyndar algjörlega öfugt með farið, fyrirsögnin hefði átt að vera: "Veldur ESB bakverkjum þegna sinna?"

Það má ekkert gerast í Evrópu án þess að við erum farinn að benda á ESB og segja, sjáið hvað það er vont að vera í ESB. ESB sinnar eru jafnan langtum vandaðri í sínum málflutningi og hafa alltaf verið enda þótt í þeim herbúðum megi finna óraunhæfa bjartsýni. Anti-ESB sinnar eiga það hinsvegar til að fara með umræðuna ekki bara lengst út á tún, heldur langt á haf út.

Jón Gunnar Bjarkan, 30.3.2009 kl. 23:29

6 identicon

Úr því að þú spyrð Sigurjón, þá hefur Evrópusambandið einmitt beitt sér fyrir rannsóknum og úrbótum á þessu tiltekna sviði mannlegrar þjáningar, eins og svo mörgum öðrum.

Af mörgu er að taka, en stutt gúgl leiðir til dæmis í ljós:

Sérstaka átaksviku Evrópska vinnueftirlitsins um starfstengda bakveiki á vinnustöðum.

Eða hér, um þrefalda nálgun við vandamálið í rannsóknarverkefni sem kostað er af framkvæmdastjórn ESB. 

Þannig að svarið við spurningunni Sigurjón er já, Evrópusambandið gerir sannarlega sitt í að lækna bakverk.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 00:08

7 identicon

Jón Gunnar Bjarkan sagði: "ESB sinnar eru jafnan langtum vandaðri í sínum málflutningi og hafa alltaf verið".

Af því ég vitnaði til sameiningar sveitarfélaga hér að ofan, þá vil ég benda á það að þar sem talað hefur verið fyrir sameiningu sveitarfélaga hafa ein aðal rökin oft verið þau að stjórnsýsla sé mun faglegri í stærri einingum heldur en smærri.

Dæmi nú hver fyrir sig. Mín reynsla er sú að þessu sé þveröfugt farið, en vona auðvitað að það séu sem fæstir sem búa við jafn óábyrgt stjórnvald og raunin er í mínu sveitarfélagi.

Agnar Ólason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst athyglisvert svo ekki sé meira sagt að frétta það hér að hagur útvegsins og sjómanna muni batna mikið við inngöngu ESB.

Ég hef farið nokkrar ferðir til Bretlandseyja og víðar til þess að kynna mér þessi mál og í sannleika sagt þá lýsa breskir sjómenn ESB sem eina mest hryllingi sem komið yfir breskan sjávarútveg.

Sigurjón Þórðarson, 31.3.2009 kl. 09:56

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Veit ekkert um breskan sjávarútvegs, veit bara að staða Íslands er mjög sérstök af þeirri augljósu ástæðum að við erum landfræðilega langt frá öllum öðrum ESB ríkjum. Lönd eins og Frakkland, Ítalía, Spánn og svo framvegis eru landmæraríki og veiða úr öllum sömu stofnunum. Hvernig væri málum háttað ef allir gætu bara ákveðið að veiða eins mikið og þeim sýnist. Frakkar gætu þannig ofveitt stofna Ítala og Spánverja á skömmum tíma. Bretland liggur þannig alveg við hliðina á Frakklandi, Belgíu, Lúxemborg og Hollandi, svo er Spánn skammt undan.

Að mér skilst þá eru langstærstu stofnar íslendinga local fiskur sem við höfum aðeins veiðireynslu og því fáum við þær veiðiheimildir, þetta veistu alveg fullvel Sigurjón minn og er margsinnis búið að koma fram meðal annars í Evrópunefndinni undir forystu Björns Bjarnasonar sem verður seint talinn til Evrópusinna. Það eru hinsvegar einhverjir stofnar sem við deilum nú þegar með öðrum ríkjum, þar á meðal ESB ríkjum, þýðir það eitthvað að við höfum misst yfirráð yfir þeim, nei að sjálfssögðu ekki og þá skiptir engu hvort við erum í ESB eða ekki.

Síðan einhvern veginn efast ég um að Bretar hafi lagt mikið kapp á að tryggja fiskveiðina, allavega langt frá því eins mikið kapp og við munum leggja á þann málaflokk enda fiskvinnsla þar í landi ekki talinn atvinnuvegur upp á marga "fiska".

Mér finnst miklu frekar að menn eigi að vera að ræða um hvernig lagareglur við getum sett til að koma í veg fyrir að kvótakóngar geti veðsett auðlindirnar upp í rjáfur eins og þeir hafa nú þegar gert. Eitthvað hefur maður heyrt að búið sé að veðsetja kvótann vegna erlendra skulda í mörg ár ef ekki áratugi fram í tímann en ég sel það svo sem ekkert dýrara en ég keypti það.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.4.2009 kl. 00:29

10 identicon

Það er sérlega athyglivert að þó að Samfylkingin hafi einungis eitt mál á sinni stefnuskrá; ESB-aðild, þá hefur flokkurinn ekkert gert málinu til undirbúnings. Engin vinna í þessu hefur farið fram árum saman.

Hugsandi fólk gæti dregið þá ályktun að Samfylkingin vilji landið í ESB hvað sem það kostar og án tillits til gæða þess sem til boða stendur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband