18.2.2009 | 22:37
Jón Magnússon mættur í vörnina hjá Davíð Oddssyni
Ég get sagt margt gott um Jón Magnússon og fátt eitt slæmt, enda er okkur ágætlega til vina. Hann getur verið dálítið fljótfær og satt að segja kom mér lítið á óvart brotthvarf hans úr Frjálslynda flokknum en ég er mjög hissa á því að hann finni sér samastað í Sjálfstæðisflokknum. Jón Magnússon hefur verið harður andstæðingur Davíðs Oddssonar og viljað kenna honum um flest það sem miður hefur farið í samfélaginu síðustu tvo áratugina, gjafakvótann, einkavæðinguna, útþenslu hins opinbera, peningamálastefnuna og að koma í veg fyrir Evrópuumræðuna.
Í ræðu og riti Jóns hafa harðar og vel rökstuddar ákúrur kristallast í heljargreipum Davíðs Oddssonar á samfélaginu.
Síðustu vikuna hefur það verið dagskipan þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þvælast endalaust fyrir því að Davíð Oddssyni, upphafi alls ills að mati Jóns, verði komið út úr Seðlabankanum. Á þessum tímapunkti finnur einhverra hluta vegna Jón hvöt hjá sér til að leggja honum lið í vörninni. Ég fæ ekki botn í þetta.
Á þessu máli eru svo sem skemmtilegar hliðar og það kæmi mér hreint ekki á óvart að einn harðasti stuðningsmaður Jóns, Eiríkur Stefánsson, fylgdi honum í Sjálfstæðisflokkinn. Eiríkur er mikill hugsjónamaður og einlægur kvótaandstæðingur og er líka vanur að láta menn finna til tevatnsins eins og ég þekki sjálfur. Það eru hressilegir pistlar sem hann lætur gossa og fari svo fram sem horfir býst ég við að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins muni Eiríkur taka flokkinn til bæna fyrir óhæfuverk síðustu áratuganna.
Myndin af Eiríki er tekin af myndasíðu Óla Kristins.
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 1019343
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég skil vel brotthvarf Jóns úr FF eftir allt sem gekk á þar,en mesta óvirðing sem þingmaður gert kjósanda sínum er að með atkvæðið yfir í annan flokk.
Rannveig H, 18.2.2009 kl. 22:49
Það fer vel á því að sameina fordóma og þröngsýni í einn flokk.
hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 22:54
Sumir ganga með draum í mörg ár og svo rætist hann í korter. Góð mynd af Eiríki Sammála Rannveigu. Var Jón aldrei búinn að tjá sig um svona framkomu? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:37
Mér er svo sem andskotans sama í hvaða flokki svona hálfvitar lenda,þessi maður Jón Magnússon var í Sjálfstæðisflokknum,nú e.h.hefur hann fyrrast við þann flokk,og stofnaði eiginn flokk,sameinaðist síðan frjálslindum,fyrraðist við þá,og er svo kominn heim aftur.Þá spyr maður sig,á að kjósa svona vileysinga á þing aftur,ó nei þeir geta bara éwtið það sem úti frýs.
Hjörtur Herbertsson, 18.2.2009 kl. 23:38
Mannflóran er skemmtileg. Jón segir sjálfur að hann muni halda sínum áherslum í Sjálfstæðisflokknum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkar gamla félaga reiðir af þar.
Ég heyrði haft eftir Eiríki Stefánssyni að hann ætlaði að halda áfram að vera samviska Frjálslynda flokksins og láta ekki deigan síga. Aðspurður um þetta sagði Eiríkur: "Oft var þörf en nú er nauðsyn að passa uppá að flokkurinn fari ekki ú t af sporinu".
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 23:48
hahaha Verst að leyfilegur bloggtími er liðinn hjá mér.
Skemmtilegt aflestrar þetta blogg.
Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:57
Svo bregðast krosstré sem aðrir raftar. Engin átti von á þessu.
Aldrei hefði ég trúað því að atkvæði mitt færi til Sjálfsstæðisflokksins. Sem betur fer verður það stutt.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.2.2009 kl. 00:00
Spyrji mig einhver að því hvað ég hafi kosið núna síðast þá er ég ákveðinn í að segast vera búinn að steingleyma því.
Hvenær kýs maður Sjálfstæðisflokkinn og hvenær kýs maður ekki Sjálfstæðisflokkinn?
Kaus ég kannski Sjálfstæðisflokkinn? Fari í helvíti sem ég kaus hann- og þó!
Er furða þó maður sé farinn að hugsa eins og Jón Hreggviðsson?
En er það misminni hjá mér að biskupinn hafi beðið einhver lifandis ósköp fyrir þessum kjánum og öllum þeirra þankagangi í sjálfri Dómkirkjunni fyrir tæpum tveim árum? Ég held ekki.
Hann er nú ekki bænheitur hann Karl biskup.
Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 01:17
Já, Jón er farinn heim. Það er svolítið síðan ég tók eftir að hann var á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn og það bara með því að fylgjast með Alþingi.
En það er með sjálfstæðismenn eins og hið ástralska vopn ,,búmerang" að það kemur allta til baka, nema eitthvað sérstakt verði í vegi þess.
Vonandi vinnur hann þá gegn kvótakerfinu í Sjálfstæðisflokknum.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:38
U-beygjan er dálítið stór þegar miðað er við það að í haust voru það talin hin verstu svik hjá Kristni H. Gunnarssyni að vilja ekki samþykkja vantrausttilögu á þáverandi ríkisstjórn eins og hinir þrír í þingflokki Frjálslyndra vildu gera.
Ómar Ragnarsson, 19.2.2009 kl. 09:50
Jón er kominn heim... amen
Róbert Tómasson, 19.2.2009 kl. 11:29
Það hefur alveg verið fjarri mér að kjósa Sjálfstæðisflokk,en atkvæði mitt er komið þangað. Mér er misboðið og skil ekki afhverju menn seigja ekki af sér þingmensku og fara svo í slagi með nýjum flokki..Lýðræðið virkar eitthvað öfugt, þú mátt ekki kjósa persónu í flokki en þingmaðurinn má flakka með hundruð atkvæða á bak við flokkinn yfir í annan flokk. Svei.Hver er raunverulegur réttur kjósanda.
Rannveig H, 19.2.2009 kl. 12:17
Sigurjón, þú ættir að fylgja Jóni yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Hugsanlegt er að þú hefðir meiri áhrif þar en í FF. Eiríkur og Kristinn H. fengju örugglega inngöngu líka, sæktust þeir eftir því.
Ég fæ ekki séð að FF muni lifa af fram að kosningum, allavega ekki eftir kosningar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2009 kl. 13:15
Tómas ég hef þá trú að Frjálslyndi flokkurinn verði aldrei stærri en einmitt eftir næstu kosningar.
Sigurjón Þórðarson, 19.2.2009 kl. 13:25
Sé þú ert jákvæður Sigurjón. Gott að þú heldur húmornum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.2.2009 kl. 14:04
Mikil vonbrigði og óvirðing við okkur kjósendur Frjálslyndaflokksins.
Við kusum Jón á þing og hann þakkar okkur fyrir með því að stinga af eins og rotta af sökkvandi skipi.
Jáh.. þvílík vonbrigði.
ThoR-E, 19.2.2009 kl. 14:58
Ég get verið sammála þér Sigurjón, Frjálslyndi flokkurinn verður aldrei stærri en eftir kosningar nú í vor.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2009 kl. 15:12
Gaman að sjá suma jákvæða þó hart sé í ári.
Vorkenni þeim sem eru of neikvæðir, en þannig er bara hin gelda íslenska þjóð :)
Hafið það gott :)
Arnar B (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:51
Það er komið gat í kosninga-og framboðsflóruna. Mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið á flot og margir þingmenn flokksins virðast vera umkomulausir. Jón ætlar ef til vill að fara að hugga þá. Frjálslyndi flokkurinn er ekki með þingmann lengur í Reykjavík eftir að Jón Magnússon er hættur. Framsókn er að verða of sein að skýra afdráttarlaust frá því hvar formaðurinn setur sig niður. Þetta tómarúm þarf að fylla upp í. Sá sem býður sig fram í fyrsta sæti einhvers flokks í Reykjavík og getur farið að láta tala um sig fer að skora stig. Hinir verða úti á Góunni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 16:25
Ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu þá í lið með þeim. Er það bara ekki málið að taka þá innan frá
(IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:13
Eru menn ekki farnir að átta sig á heildarmyndinni,Jón M var bara að fara aftur HEIM, og hver fer næst?
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:19
Það eru vissulega vonbrigði að Jón Magnússon skuli hafa yfirgefið Frjálslynda. Þá batt ég vonir við að hann yrði næsti formaður flokksins. En úr því sem komið er fagna ég því að ötulasta þingmanni Frjálslyndra hefur tekist að koma sér inn á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. það er ekki ómögulegt að honum muni ganga betur að koma stefnuskrá Frjálslyndra á framfæri þá leiðina en með Guðjóni og Kristni.
Atli Hermannsson., 19.2.2009 kl. 18:54
Ákvörðun Jóns var rétt en ég á síður von á því að hann nái inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðanakannanir benda til þess að FF muni ekki eiga þingmann á alþingi Íslendinga eftir næstu kosningar.
Óðinn Þórisson, 19.2.2009 kl. 20:16
Óánægju fylgi sem kemur úr öðrum flokkum er ekki það sem hægt að byggja Frjálslyndaflokkinn á. Ég óska ykkur til hamingju með Eyjamannin knáa sem ætlar að gefa kost á sér í annað sæti á Suðurlandi,þar fer góður PEYI sem verður trúr sínum kjósendum.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:28
Veit ekki hvort Eiríkur fer á landsfund. Það er búið að kjósa alla landsfundarfulltrúa. Landsfundurinn átti fyrst að vera í lok síðasta mánaðar og það verður engu breytt með fulltrúana.
Stefán Friðrik Stefánsson, 19.2.2009 kl. 20:54
Núna get ég loksins hugsað mér á að kjósa FF eftir að Jón fór, hef aldrei þolað þennan froðusnakk.
Sævar Einarsson, 20.2.2009 kl. 08:12
Sigurjón, ætlar þú ekki að bjóða þig fram ??? nóg er víst plássið á listunum núna :) hnehne..
Kv.
ThoR-E, 20.2.2009 kl. 10:51
Ace, það er víst að ég verði í kjöri til formanns UMSS en ég legg verk mín í dóm fulltrúa aðildafélaga UMSS þann 6. mars n.k..
Sigurjón Þórðarson, 20.2.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.