Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason styður ekki mannréttindabrot Steingríms J.

Ég hef orðið var við að einhverjir meðlimir í VG telji mig hafa sýnt flokknum ákveðna ósanngirni hér á blogginu þegar ég fjallaði um að Steingrímur J. Sigfússon virtist staðráðinn í að halda áfram mannréttindabrotum eins og ekkert væri. Ég hef því reynt að bæta úr því og lesið í gegnum þingræður meðlima flokksins eftir að þeir komust í ríkisstjórn. Það verður að segjast eins og er að Jón Bjarnason tók í umræðum 9. þessa mánaðar á Alþingi undir breytingar Frjálslynda flokksins til jafnræðis og gagnrýndi með því, þó á ofurkurteisan hátt, ófyrirleitinn þvergirðingshátt Steingríms.

Það er vonandi að fleiri liðsmenn VG en Jón Bjarnason reyni að koma vitinu fyrir formanninn. Það er ólíðandi að menn láti þessi mannréttindabrot viðgangast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög ánaegdur med baráttu thína í thessu mikilvaegasta máli thjódarinnar.  Thessi skömm sem kvótakerfid er, gjörsamlega rústadi sidferdi fólksins í landinu.  Hver og einn sem ekki er á móti kvótakerfinu er algjörlega ómarktaekur hvad vardar önnur mál, thví kvótakerfid er svo augljóslega á skjön vid alla rökraena hugsun og er sidspilling á haesta stigi.

Einungis aular láta thetta vidgangast.

Thakklátur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 06:18

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Eru ekki allir sáttir núna með hvalamálið ?

Ég var á sjó í 27 ár mín skoðun er sú að kvótinn hefði aldrei átt að fara úr byggðarlögunum.

En ætlar þú ekki að bjóða þig fram til formanns ?

Og ætlar þú ekki að bjóða þig fram til Alþingis ?

Það vantar foringja í Reykjavík !!!

Vona að það takist að breyta kosningalögum.

Kveðja.

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 18.2.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband