Leita í fréttum mbl.is

Hvalræðisstjórnin komin á koppinn - viðhafnarríkisstjórnin kynnt í dag

Eina málið sem vefst fyrir VG við stjórnarmyndunina er hvalamálið en Einar Kristinn hafði loksins kjark til að leyfa hvalveiðar þegar hann laumaðist út úr ráðuneytinu. Það virðist hvorki standa í Vinstri grænum né Samfylkingunni að Framsókn hefur sett grænt bann - í staðinn fyrir blátt bann - við að taka á fjárglæframönnunum sem margir eru tengdir inn í innstra hring Framsóknarflokksins. Ekki ber á öðru en að báðir flokkar séu þægir og glaðir með það að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þú áttar þig vonandi á tengingu verðandi dómsmálaráðherra við álit mannréttindanefndar...

Aðalheiður Ámundadóttir, 30.1.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já ef að Björg verður sett í embætti þá rammar það inn fyrirlitningu nýs stjórnarmeirihluta VG og S á því að virða mannréttindi.

Sigurjón Þórðarson, 30.1.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einar K notar sömu aðferðina og Hjörleifur Gutt í ráðherratíð sinni sem iðnaðarráðherra, að samþykkja virkjun í Fjótsdal á hlaupunum úr ráðuneytinu. 

Þetta dugði honum einu sinni í til að komast aftur í ráðherrastól, en í seinna skiptið sáu menn við honum.

Benedikt V. Warén, 30.1.2009 kl. 12:00

4 identicon

Lúalegt skemmdarverk Einars K. er högg á næstu þrjár ríkisstjórnir svo langt fyrir neðan beltisstað að það tekur engu tali.

En það verður að veita 7 manns atvinnu eða hvað það koma margir til með að vinna við búta niður þessa 30 hvali á ári.

Ætli Konni Eggerts gæti ekki skutlað þá alla á einu ári?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það fór fyrir mér eins og Aðalheiði að fyrsta nafnið sem ég veitti athygli var nafn Bjargar Th. Nú hefur þetta reyndar ekki verið staðfest en mér finnst það ótrúlegt dómgreindarleysi að þetta nafn skyldi koma upp sem valkostur eða jafnvel að bjóða þetta fram til umræðu. Lagaprófessor sem tapaði kröfu ríkisins fyrir Mannréttindanefnd S.Þ um heimild fyrir framhaldi mannréttindabrota á þegnum þessa lands er ekki trúverðugur öryggisfulltrúi réttarkerfis okkar.

Greinilegt er að þessi ríkisstjórnarstubbur Jóhönnu er ekki sannfærandi innlegg í mannréttindabyltingu á Íslandi. Og þetta fólk hefur náð saman um það mikilvæga hlutverk að viðhalda forréttindum auðmanna eftir bestu getu.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 12:26

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það sem meira er Árni er að þegar hún fh.  ríkisins  hafði tapað málinu þá fór hún að rangtúlka álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóanna í fjölmiðlum .s.s með því að segja að hann væri ekki skýr og ekki bindandi fyrir stjórnvöld.

Þetta viðhorf lýsir undarlegum viðhorfum til mannréttinda og Sameinuðu þjóðanna þ.e. að verja miklum fjármunum í að rökstyðja og verja sinn málstað fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna en síðan ef álitið er ekki eins og óskað var eftir þá er lýst frati á þann úrskurð sem kveðinn er upp.

Sigurjón Þórðarson, 30.1.2009 kl. 12:53

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er rétt hjá Aðalheiði að nýji meirihlutinn ullar á mannréttindabrot með þessari skipan. Það er greinilegt að þau treysta einungis sjálfstæðismanni fyrir þessu ráðuneyti.

Sigurður Þórðarson, 30.1.2009 kl. 16:29

8 identicon

Sigurjón..þetta eru allt saman indislegar fréttir..Þetta þíðir að frjálslindir verða með hreinan meirihluta eftir næstu kosningar,jafnvel þótt í gangi væru stórkostleg kosningasvindl

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:30

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

80% Alþingismanna samþykkti lög um hvalveiðar á sínum tíma. Þeim lögum hefur ekki verið breytt. ISG sagði aðspurð fyrir nokkrum mánuðum að hvala-kvótinn væri alfarið ákvörðun sjávarútvegsráðherra.

Ástæðan fyrir því að þetta er viðkvæmt mál núna fyrir Samfylkinguna er sú að nú er hún að nudda sér upp við VG.

Þetta er alltaf sami söngurinn í hvalfriðunarsinnum ár eftir ár, að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Að ímynd landsins skaðist og ferðamönnum fækki o.s.f.v. En svo vill til að ferðamönnum er stöðugt að fjölga hingað og sömuleiðis fjölgar fólki í hvalaskoðunarferðum, þrátt fyrir veiðar undanfarin ár.

Þuríður Bachmann var á ÍNN í dag og sagði að útflutningur okkar og samningar um fisksölu væru í hættu vegna hvalveiðanna. Merkileg viska frá henni í ljósi þess að öll hagsmunasamtök í sjávarútvegi mæla með hvalveiðunum og fagna ákvörðun sjávarútvegsráðherra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband