Leita í fréttum mbl.is

Íslensk stjórnvöld misnota trúgirni útlendinga

Eitt fórnarlamba áróðurs íslenskra stjórnvalda varðandi sjávarútvegsmál er Gabriela Sabau sem slysaðist hingað til lands til þriggja vikna dvalar sem stundakennari í umhverfisfræðum við Háskólasetur Vestfjarða. Gabriela segir sjálf svo frá að hún hafi lært jafn mikið eða meira og hún kenndi á námskeiðinu. Í framhaldinu skrifaði Gabriela lofgrein um íslenska kvótakerfið sem íslenskir fjölmiðlar hafa varla nennt að fjalla um vegna þess hve augljóslega fölsk mynd var dregin upp. Gabriela Sabau

Helstu forvígismenn, s.s. LÍÚ og Einar, hafa hampað greininni enda var höfundurinn í fóstri hjá útgerðarfélaginu Gunnvöru á Ísafirði. Í kvöld reyndi ég að kynna mér eitthvert efni eftir umhverfisfræðinginn Gabrielu um fiskveiðar en fann lítið sem ekki neitt - vegna þess að væntanlega er þetta ekki sérsvið hennar.

Íslensk stjórnvöld hafa rúið íslensku þjóðina trausti og orðið uppvís að því að plata vísvitandi og halda því ranglega og ósvífið fram að íslenska fjármálakerfið hafi verið traust. Stjórnvöld hafa ekki látið þar við sitja, heldur haldið uppi lygaáróðri um íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi sem sannast hér enn og aftur.

Ekki veit ég hvað verður um það litla traust sem Íslendingar hafa enn þegar þessi grein verður leiðrétt í Economist en eftir það hlýtur blaðið að taka með mjög mikilli varúð öllu sem berst frá landinu. Þetta er grafalvarleg aðför að trúverðugleikanum, þessu sem eftir er af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Í hvaða launaflokki ætli hún sé, blessuð konan

Guðmundur Óli Scheving, 6.1.2009 kl. 23:51

2 identicon

Var greinin í Economist eftir þessa konu?

Og þá væntanlega skrifuð að undirlagi áhrifamanna í sjávarútvegi hér á landi?

Pöntunarverk?

Jens Jensson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Rétt í þessu var ég að opna pósthólfið mitt og sá þá póst frá sviðsstjóra á Háskólasetri Vestfjarða, þeim hinum sama og sendi mér greinina, með þeim upplýsingum að Gabriela væri ekki höfundur greinarinnar í Economist.

Í þessum pósti segir sviðsstjórinn að það sé leiður misskilningur að greinin sú arna sé eftir téða Gabrielu, en það sé engu að síður von á grein eftir hana í öðru tímariti. Í mínum huga er alveg ljóst að þessi grein er matreidd hér heima á Íslandi, enda byrjar hún á þessari vísu eftir Nóbelsskáldið sem ég er ekki viss um að útlendir blaðamenn hafi á takteinum eftir skamma dvöl í landinu.

Sigurjón Þórðarson, 7.1.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er alltaf eitthvað nýtt í þessum efnum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2009 kl. 00:33

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Og nú ætlið þið að láta botnalausan hræðsluáróður kvótabarónanna og leiguþýs þeirra hræða okkur frá ESB.

- Sigurjón ef þú kynnir þér það vel sérðu í gegnum þá um það, og þú sérð hve gríðlegu afli þeir eru að beita í bull og hræðsluáróður svo engin hætta verði á að hruggað yrði við valdi þeirra yfir okkur og gjafakvótanum. - Allt snýst þetta um það og bara þann möguleika að við þeim yrði hruggað.

- Þú sérð þá líka fyrir hverja nývöknuð tröll eru að skrifa og tala, og segja ekki nokkru sinni rétt frá og heldur gefa aðeins upp ástæður sem þau tröllin vita sjálf að eru rangar og aðeins til þess fallnar að ala á ranghugmyndum og hræðsl, - en geta samt ekki hætt að tala og skrifa enda miklar skuldir að greiða.

- Ef þú rennur á þessa lýsingu sérðu hverjir eru að fá bónus á kreppulaunin - og veitti ekki af til að losna útúr skuldunum.

Nú ættuð þið að hlusta á þann sem af alvöru hefur kynnt sér málin og sér því auðveldlega í gegnum tröllin þ.e. félaga ykkar Jón Magnússon.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 02:52

6 identicon

Sæll Sigurjón.

Það stendur strax skírum stöfum við umrædda grein að höfundurinn heitir John Grimond en ekki Gabriella og þarmeð eru allar staðhæfingar þínar í hennar garð marklausar.

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:29

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, nú er kvóti að andvirði 20-30 milljarða kominn í hendur Deutsche Bank samkvæmt því sem kom fram í fréttum í gær. Sjálfsagt er megnið af kvótanum í raun eign erlendra lánardrottna vegna skulda bankanna.

Ekki ætti því yfirráð yfir fiskimiðum að vera afsökun lengur fyrir því að hafna ESB-aðild.

Theódór Norðkvist, 7.1.2009 kl. 10:20

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Vilhjálmur það kom fram hér að ofan að ég hefði fengið póst frá fagstjóra Háskólaseturs Vestfjarða þess efnis að Gabriella Sabau væri höfundur greinarinnar og meðfylgjandi var texti greinarinnar þar sem nafn Grimond kom ekki fram.

Ég fékk síðan póst á ný þar sem að dregið var til baka að Gabriela væri höfundur dellunnar í Economist en áréttað að það væri von á grein eftir Gabrielu Sabau í tímatritinu Ecological economics.

(Hér að neðan er pósturinn frá Háskólasetri Vestfjarða) 

--------------------------------------- 

Sæl
Hér er grein sem kennari Hsvest, Gabriela Sabau (kenndi námskeiðið "Economics of Coastal and Marine Environments" í nýju námsleiðinni í haf- og strandsvæðastjórnun), skrifaði og var birt í síðasta hefti The Economics.  Það má segja að heimsókn hennar vestur á firði hafi svo sannarlega skilað okkur áhugaverðri og jákvæðri umfjöllun um Ísland og íslensku leiðina í fiskveiðistjórnun.   Sendið endilega greinina til áhugasamra.
Kveðja að vestan


Slóðin er:
http://www.economist.com/research/articlesBySubject/displayStory.cfm?story_id=12798518&subjectID=348924&fsrc=nwl

Hér að neðan er greinin en án mynda:

Sigurjón Þórðarson, 7.1.2009 kl. 10:35

9 identicon

Sæll Sigurjón:

Í þessum pistli skrifar þú orðrétt:"Í framhaldinu skrifaði Gabriela lofgrein" osfrv. Ég klikkaði á þessa lofgrein sem er skrifuð 30.12 sl og hún er kölluð Special Report. Til hliðar stendur: An interview with John Grimond, author of this Special Report.

Með kveðju, Vilhj.

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband