Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Klemensson reiðir til höggs á ný

Vinkona mín, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, er með merkilega bloggfærslu þar sem hún greinir frá því að sérfræðingur Seðlabankans í sjávarútvegsmálum hafi haft afskipti af mótmælendum fyrir utan Hótel Borg í fyrradag. Það verður að segjast eins og er að hann og félagi hans í myndbandi mbl.is fara nokkuð óhefðbundna leið í að stilla til friðar meðal mótmælenda. Ég þekki Ólaf sjálfur ekki í sjón en hef hins vegar lesið margt furðulegt sem hann hefur ritað um sjávarútvegsmál og hann hefur haft afskipti af mér.

Árið 2003 var okkur Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Jörgen Niclasen sem nú er utanríkisráðherra Færeyja boðið til Bretlands til að kynna stjórn fiskveiða í Færeyjum og á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að sýn okkar Jóns var önnur en sú falska glansmynd sem Hannes Hólmsteinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa viljað draga upp. Eitthvað fór fyrirlestraferðin fyrir brjóstið á Ólafi Klemenssyni og tók netfréttamiðill viðtal við hann þar sem hann talaði í nafni Seðlabankans og rægði Jón Kristjánsson persónulega og hélt á lofti ýmsum rangfærslum um það sem hann hafði fram að færa, auk þess sem Ólafur fullyrti að íslenska kvótakerfið ætti góðan hljómgrunn meðal almennings þó að einhverjar deilur væru vissulega um skattlagningu greinarinnar.

Sömuleiðis fullyrti Ólafur að framseljanlegt íslenskt kvótakerfi væri án efa langt hafið yfir það færeyska.

Þegar þingflokksformaður Frjálslynda flokksins gekk eftir því við yfirstjórn Seðlabankans hvort þetta viðtal og skoðunin sem þar kom fram væri í nafni Seðlabanka Íslands afneitaði hún því.

Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar hins virta sérfræðings Ólafs Klemenssonar um yfirburði íslenska fiskveiðikerfisins er það gjaldþrota en Færeyingar hafa getað rétt okkur hjálparhönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þrymur, ég átta mig ekki alveg á þessu skemmtilega tilsvari þínu.

Í millitíðinni er ég búinn að fregna hver hinn maðurinn í myndbandinu er. Það er einnig mikill hugsjónamaður sem mögulega hefur látið skapið hlaupa með sig í gönur. Hann er læknirinn og mannvinurinn Guðmundur Klemenzson.

En förum varlega í að dæma menn út af sakramentinu, hmm.

Sigurjón Þórðarson, 2.1.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Er Guðmundur þessi litli bróðir Óla?

Þóra Guðmundsdóttir, 2.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli Seðlabankinn viðurkenni hann frekar sem fulltrúa sinn við Hotel Borg?

Haraldur Bjarnason, 2.1.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Þóra mér skilst að þeir séu bræður.

Halli, það skyldi þó aldrei vera nema að Ólafur hafi verið sendur sérstaklega til að stilla til friðar við Hótel Borg og hafi þá verið ógnað eins og fullyrt hefur verið, en mér þykir það þó heldur ólíklegt.

Sigurjón Þórðarson, 2.1.2009 kl. 23:08

5 identicon

Mér sýnist maðurinn vera kominn á tíma enda búin ásamt félögum sínum að losa Íslendinga við allar veiðiheimildir.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:10

6 identicon

Ættum við ekki bara að vera þakklát fyrir að mótmælendur, hvort sem þeir eru hettuklæddir eða ekki, sýna af sér fádæma stillingu þrátt fyrir aðstæður. Það er meira en sagt verður um hagfræðing Seðlabankans og öndunarfæralækninn sem virðast vera vanstilltir með abrigðum (og ættu sennilega ekki að ganga lausir), m.v. myndband með moggafréttinni.

Brana (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:58

7 identicon

Stíga nú ekki í vitið þessir bræður.

Friðrik (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:17

8 Smámynd: Heidi Strand

Mætum öll í dag á Austurvelli kl 15.
Það er hag okkar a alla að losna við spillinguna sem fyrst.

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 10:29

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Orðabók Ríkistjórnar:

spilling = góð sambönd.

Að græða á hlutabréfum = fjármálavit

Að ljúga fyrir alþjóð = góður ræðumaður

Ábyrgð = "það er hinn sem gerði það" frasinn.

Svona væri hægt að telja upp endalaust því þeir tala ekki sama mál og "skríllinn" sem þeir stjórna. Það er svona umræða sem ég hef heyrt beint frá fullum þingmönnum....Takk fyrir frábæran pistil.

Óskar Arnórsson, 3.1.2009 kl. 10:47

10 identicon

Já, þetta er merkilegt innlegg hjá þér Sigurjón. Hins vegar væri gaman að vita - ef svæfingalæknirinn kallar þetta að "stilla til friðar" - hvernig fer hann þá að því að svæfa sjúkling?

Jóhann (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:01

11 identicon

Ágúst, Hann Ólafur Klemm á konu, hún er hjúkka...

...því miður ekki geðhjúkrunarfræðingur!

Vignir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:29

12 identicon

Þeirra hegðun fyrir neðan allar hellur.  Sama hegðun og margur mótmælandi sýndi utan við Borgina.  Hvorugur hefur rétt á þessu.  Friðsöm mótmæli, hvenær ætlar fólk að læra það.

Skil samt vel að þessum mönnum hafi blöskrað en ver ekki aðgerðir þeirra.  Blöskrar sjálfum að horfa uppá skemmdarverk og ofbeldi

Baldur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:40

13 Smámynd: Dunni

Stundum hefur Ólafur Klemensson talað eins og kjörinn fulltrúi þjóðarinnar án þess að átta sig á því að hann er aðeins embættismaður sem gert hefur lítið úr sjálfum sér.  Nú gekk hann aðeins of langt, samkvæmt myndöndum, þegar hann dró litla bróður sinn inn í illdeilurnar við Austurvöll.

En eitt er á hreinu. Hann getur aldrei tjáð sig fyrir hönd þjóðarinnar um sjávarútvegsmál. Tl þess er maðurinn of  einsýnn og litblindur á stjórnmálin og sennilega of heimskur ef marka má ofurtrú hans á kenningum Hanesar Hólmsteins.

Man vel eftir Englandsför ykkar Jóns og Jörgen Niclasen til Englands. Hafði ekki mikla trú á ferð ykkar þá.  En síðan eru liðin mörg ár....

Dunni, 3.1.2009 kl. 21:14

14 Smámynd: Jens Guð

  Það virðist stundum vera lítið að gera í Svörtuloftum Davíðs Oddssonar.  Ólafur Klemensson notar vinnutíma sinn - á launum hjá þjóðinni - ítrekað til að gera athugasemd við bloggfærslur fólks sem gagnrýnir ofbeldi,  valdníðslu og Sjálfstæðisflokkinn.  Athugasemdir Ólafs eru í formi þess að gagnrýna af hroka stafsetningu viðkomandi.  Sjálfur virðist hann ekki kunna notkun greinarmerkja. 

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 23:21

15 identicon

Kannski sátu þessir BRÆÐUR á aftasta bekk þegar vitinu var ÚTHLUTAÐ.Alla vega er þessi uppákoma vægast sagt siðlaus.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband