Leita í fréttum mbl.is

Vasapeningar Ástu Ragnheiðar úr Samfylkingunni

Ég var að hlusta á pistil á Útvarpi Sögu þar sem mátti heyra í baráttumanni fyrir auknum réttindum öryrkja og aldraðra a Alþingi til margra ára þar sem hún sagði frá sigrum Samfylkingarinnar. Það verður að segjast eins og er að málflutningur Ástu Ragnheiðar var holur og maður hefur vissar áhyggjur af því að með áframhaldandi innantómu tali gjaldfelli þessi ágæti þingmaður sig og það verði ekki málaflokknum til framdráttar.

Í stað þess að ræða hreinskilnislega um stöðu mála og kjör þjóðarinnar, þar á meðal aldraðra, að þeim væri að hraka, fór hún inn á tómt tal um stórfelldar hækkanir á einhverjum liðum til tryggingakerfisins, s.s. á vasapeningum, og að bótaþegar ættu von á miklum réttarbótum vegna starfa nefndar undir forystu sjálfs Péturs Blöndal.

Vasapeningarnir voru afskaplega lág upphæð og þess vegna bjó nokkur þúsund króna hækkun til gríðarlega háa prósentutölu. Peningarnir ná að auki til lítils hóps og snertir ekki þorra bótaþega, kannski 2.000 manns, innan við 5% bótaþega. Ríkisstjórnin gerði fleira en að hækka vasapeninga, í leiðinni jók hún skerðingu þannig að allar tekjur skerða þessar greiðslur. Það er eins og mig minni að upphæðin sé þar að auki skattlögð og að tekjur af fjármagni skerði vasapeningana helmingi minna en aðrar tekjur.

Þess ber að geta að helsti verndari sérstakrar mismununar fjármagnstekjum í hag er sjálfur Pétur Blöndal sem Ásta Ragnheiður bindur svo miklar vonir við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gaman að sjá að Samfylkingin á enn og aftur næsta leik á taflborði frjálslyndra. Hún skrifar handritið. Frelsið næst þó ekki nema að einstaklingar séu sjálfir gerendur. Skapari með frjálsan vilja.

En sennilega er auðveldara að sameina hjörðina um fuss og svei heldur en að móta eigin stefnu eða að útskýra hverjar eru réttu leiðirnar út úr þeim margþætta vanda sem steðjar að okkar litlu þjóð. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.12.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já, Sigurjón verður að fara átta sig á því að Samfylkingin er hafin yfir alla gagnrýni enda algerlega óþekkt að sá flokkur hafi nokkursstaðar klikkað, gert mistök eða klúðrað.

Víðir Benediktsson, 28.12.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Sigurjón og gleðilega hátíð.

Ekki ætla ég að halda því fram að Samfylkingin eigi ekki sínar vammir eða skammir, en þeir sem halda því fram að hún hafi ekki látið til sín taka í kjaramálum lífeyrisþega á þessum stutta tíma sem sá málaflokkur hefur verið í höndum hennar í þessari ríkisstjórn, hljóta að tala gegn betri vitund.

Þann 1. janúar nk. blasir þetta við öllum sem vilja sjá:

Tekjur þeirra sem lægstir voru meðal lífeyrisþega hafa á 13 mánuðum hækkað um tæp 45%

Lægstu bætur lífeyrisþegar hafa farið úr því að vera um 99% af lægstu launum á almennum vinnumarkaði í það að vera um 114% og hafa aldrei verið hærri.

Makatenging hefur verið afnumin.

Frítekjumörk hafa ekki verið hærri í áratugi - bæði meðal aldraðra og öryrkja.

Innleidd hefur verið sértök uppbót til þeirra elllilífeyrisþega sem hafa litlar sem engar tekjur úr lífeyrissjóðum og getur hún numið allt að 25.000 kr á mánuði.

Innleitt hefur verið 27.500 kr frítekjumark á lífeyrissjóðsgreiðslur til öryrkja.

Fleira mætti telja, en það segir etv mest um þessar breytingar, að á þessum stutta tíma hafa verið teknar ákvarðanir í kjaramálum lífeyrisþega sum munu leiða til ríflega 40% útgjaldaauka fyrir ríkissjóð á milli áranna 2007 og 2009.

Þar er ekki um neina vasapeninga að ræða minn kæri Sigurjón.

Hrannar Björn Arnarsson, 28.12.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Sævar Helgason

Allt er þetta rétt sem Hrannar B. tilgreinir hér að ofan, Tekjutengin við tekjur maka voru mikið mannréttindabóta mál- en þess nutu um 4600 manns. Einnig má geta þess að framlög til heimahjúkrunar hefur aukist úr 20 milljónum árið fyrrihluta árs 2007 í um 400 milljónir árið 2009.  heimahjúkrun er gríðarlega mikilvæg fyrir eldri borgara sem geta þá dvalið heima hjá sér - svo árum skiptir - en annars hefði orðið. Mikill léttir á hjúkrunarstofnunum auk lífsgæða fyrir þá sem njóta.

Leitt til þessa að vita hversu þessum litila þingflokki Frjálslyndra kemur illa saman- ekki samstíga um eitt né neitt nema að vera upp á kannt hver við annan.  Ekki gæfulegt gengi til forystu í þjóðmálum....

Sævar Helgason, 28.12.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: ThoR-E

Ég heyrði að bætur öryrkja og ellilífeyrisþega mundu hækka umtalsvert um áramótin. Hrannar hér fyrir ofan fer með rétt mál.

Þannig að.. ef allt gengur eftir um áramótin að þá óska ég hæstvirtum ráðherra til hamingju með þessa ákvörðun. Og óska öryrkjum einnig til hamingju með þessa vænu búbót.

En hvað meinarðu Sigurjón að aðeins lítill hluti öryrkja fái þessa hækkun?? Það á að hækka lágmarksbæturnar. Það hljóta allir að njóta góðs að því...

ThoR-E, 28.12.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er eitt og annað rétt sem að Hrannar Björn heldur fram hér að ofan en aðstoðarmaður félagsmálaráðherra hleypur yfir þá gríðarlegu almennu skerðingu sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir á kjörum bótaþega sem nemur mörgum milljörðum króna. 

Skerðingin felst í því að láta ekki bótagreiðslur fylgja verðlagsþróun -en lengi vel var það réttlætt að bætur almannatryggingakerfisins fylgdu ekki almennri launaþróun með því að gulltryggt væri að bótagreiðslur fylgdu verðlagþróun.  Nú þegar almennt verðlag hækkar meira en laun, þá tekur Samfylkingin sig til og sker á þetta öryggisnet og nemur úr gildi einhliða að bætur hækki í takt við almennt verðlag.

Samfylkingin hefur í gegnum tíðina gagnrýnt mjög harkalega Framsóknarflokkinn vegna þess að í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 1995 var skorið á tengingu bóta við almenna launaþróun. 

Þessi talnaleikfimi Jóhönnu Sigurðardóttur og aðstoðarmanna er nöturleg í ljósi þeirrar gagnrýni sem flokkurinn hefur viðhaft í gegnum tíðina.  

Sigurjón Þórðarson, 28.12.2008 kl. 15:52

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ace, síðustu tölur sem ég sá um vasapeninga var að þær greiðslur næðu að einhverju leyti  til um tvöþúsund bótaþega.

Sigurjón Þórðarson, 28.12.2008 kl. 15:57

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hrannar Björn: Margt hefur svo sannarlega áunnist fyrir hönd okkar eldri borgara vegna starfa Jóhönnu Sigurðardóttur í ríkisstjórninni. Það rifjar upp fyrir mér orð Steinars bónda í Hlíðum þegar hann þakkaði danska kónginum fyrir það sem hann gaf íslensku þjóðinni, en minnti á að þetta hefði reynda verið tekið af þeim áður. Og hann sagði að ekkert væri fólki jafn mikils virði að fá að gjöf eins og það sem það áður átti. Eldri borgarar og öryrkjar höfðu ekki fylgt launaþróun og þess vegna var reyndar aðeins um leiðréttingu að ræða. En segðu okkur nú Hrannar minn: Hversu mikið af þessari 25 þúsund króna rausnargjöf til ellilífeyrisþega hafnaði í vösum þiggjendanna?

Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 16:08

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Því miður er þetta rétt að það er ekkert til að hrópa húrra yfir sem menn( konur eru menn) eru að guma sig af.

Frysting skattleysismarkanna árið 1995, er ein sú mesta hneisa sem um getur og nota bene hefur enn EKKI verið leiðrétt til handa þeim hópum sem eru launþegar á vinnumarkaði, örorkulífeyris og ellilífeyrisþegar.

Enn vantar að minnsta kosti 50.000. króna hækkun skattleysismarka án þess að tekið sé tillit til þróunar verðlags á síðasta ári.

Þessar aðgerðir sem Hrannar telur hér upp eru góðar og gildar en nægja ekki , því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er eðlilegt að tala um "vasapeninga" fyrir aðra en börn -og kannski unglinga sem ekki eru byrjaðir að vinna með skóla ?

Er eðlilegt að tala um "vasapeninga" þegar aðrir þjóðfélagshópar eru annars vegar ?

Hvers konar niðurlægjandi dónaskapur er það eiginlega ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband