Leita í fréttum mbl.is

Frelsari oss er Evrópusambandið

Nú á þorláksmessu boðar ástsæll leiðtogi samfylkingarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enn og aftur jólafögnuðinn sem felst í Evrópusambandinu. Við eigum að fara inn í sambandið hvað sem það kostar, þótt það kosti fiskimiðin og 100 milljarða árlegar vaxtagreiðslur því að ekki má styggja Evrópusambandið. Það þarf að skrifa upp á allt sem sambandið krefst, enda gæti þessi dráttur á undirskrift spillt fyrir inngöngu í bræðralag þjóða Evrópu.

Einhvern veginn efast ég um að hér verði jól alla daga þótt við gengjum í Evrópusambandið eins og Samfylkingin boðar.

Frelsari oss ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Meinarðu ekki ... frelsari vor?

Björgvin R. Leifsson, 23.12.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Því í ósköpunum flytur Ingibjörg ekki til ESB ef hún trúir því að þar sé eintóm hamingja og lætur okkur efasemdarfólk í friði? Þannig yrðu allir sáttir.

Víðir Benediktsson, 23.12.2008 kl. 19:52

3 identicon

Fann ekki þessa e.t.v. ekki orðréttu tilvitnun í Ingibjörgu en fann  í staðinn þessa áhugaverðu og sönnu mynd  á:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

Ekki satt en þó skrýtin tilviljun?!

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:52

4 identicon

Þið ættuð að kynna ykkur ESB áður en þið talið svona.

Her eru ekki til stjórmalamenn sem geta stjórnað landinu það þarf þ´vi að ganga í Felag þjóða evropu.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:58

5 identicon

Ja sorglegt að þessi svokalladi Islenski jafnadarmanna flokkur Sam-spillingin skuli skyndilega hafa breytt ser i Sertruarsofnud um ESB !

Er haegt ad leggjast laegra !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björgvin, það er deginum ljósara að ... sköturnar eru til að skripla á þeim! Oss varð á og það verður bara að standa úr þessu ...

Sigurjón Þórðarson, 23.12.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

ESB er þvílík steypa að ég nenni ekki að ræða þetta bull...

Óskar Arnórsson, 23.12.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jón hefur þú tekið að þér þetta trúboð ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta er rétt hjá Jóni með Spánverjana. Hann gleymdi hins vegar geta þess að þeir eru búnir að sölsa undir sig fiskimiðum annarra ESB þjóða og þess vegna hafa þeir það svona gott. Bresk útgerð er nánast úr sögunni, þökk sé Spánverjum og ESB. Nú bíða Spánverjar spenntir eftir því að Íslendingar gangi í bandalagið svo þeir getir í krafti stærðar sinnar sölsað undir sig Íslandsmið. Enda hafa Spánverjar gefið út að Íslendingar fái enga undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB gangi þeir í bandalagið.

Víðir Benediktsson, 24.12.2008 kl. 00:50

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón, ég virði það þér til vorkunnar að þú veist greinilega ekki hvernig þetta fer fram innan ESB en ef þú vilt fá nánari skýringar bendi ég þér á vini mína í Hull og Grimsby. Þeir verða ekki neinum vandræðum með að útskýra þetta fyrir þér og munu örugglega gera það á tungumáli sem þú skilur.

Víðir Benediktsson, 24.12.2008 kl. 01:06

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón, ég veit þetta nákvæmlega enda búinn að vera í þessum bransa í áratugi og í beinu sambandi við fólk sem starfar í þessum geira innan ESB Þar skilur á milli mín og þín. punktur.

Víðir Benediktsson, 24.12.2008 kl. 02:01

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég get ekki betur séð af öllum þeim skrifum sem ég hef lesið eftir Jón Frímann að hann er einn ef þeim sem eru hvað alvarlegast þjáður af þeirri heilaþvættisstarfsemi sem samfylkingin stundar.

Það er ekki nóg að koma með krækjur á einhverjar skýrslur sem áróðursherrar Brusselbjúrókratsins hafa barið saman til að skýra út hversvegna við ættum að ganga í þetta einræðisbandalag.

Jeppamenning Íslands mun líða undir lok ef við göngum þarna inn.

Fiskveiðistjórnun mun hverfa til Brussel.

Að auki þurfum við að borga meira en það sem við fáum til baka.

Svo er líka hægt að benda á að verðlag í verslunum þarf ekki endilega að lækka.

Ég er búinn að fylgjast með Póllandi frá því fyrir þeirra inngöngu til dagsins í dag og það er orðið miklu dýrara að versla þar heldur en var fyrir t.d. 2. árum.

Vel að merkja þá miða ég við tölur frá því fyrir fall bankakerfisins hér á landi.

Jólakveðjur

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2008 kl. 02:03

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jón Frímann.

Þetta er frá mínum sjónarhóli séð, trúboð hjá þér að minnsta kosti, sé þína umræðu einnig annars staðar og fylgist ágætlega með , því spyr ég hvort þú´sért vinnu við þetta , ´nú um stundir ?

Man nefnilega ekki eftir því að hafa séð þig nefna Evrópusamband fyrir nokkrum árum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2008 kl. 02:55

14 identicon

Gleðileg jól allir saman.

Ég játa að ég er aðeins leikmaður þegar kemur að pólítík og ESB-fræðum en hef verið að velta þessu ástandi öllu svolítið fyrir mér.

Ef innganga verður að veruleika, sem ég í senn vona að gerist ekki og óttast að gerist, verða allar aðrar auðlindir óhultar frá þessum hrægömmum? þ.e.a.s. jarðvarmi og önnur orkuvirkjun, nýfundin olía, vatnið og hvaðeina.

Mun ekki landbúnaður eiga undir gríðarlegt högg að sækja og þ.a.l. landsbyggðin?

Ef landsmenn halda að spilling og eiginhagsmunaákvarðanir séu ríkjandi hér á frónni hjá rótgrónum ráðamönnum, skulu þeir velta því fyrir sér hvort ekki séu valdaklíkur innan ESB-ráðsins sem ekki ákvarða örlög þjóða af sömu nærgætni og umhyggju, og í fyrstu mætti ætla.

Leiðinleg staðreynd þykir mér að því dýpra sem maður kafar í hin ýmsu mál sem eru viðkomandi öryggi og heilsu þjóða liggi spillingin ein ávallt ljóst við. Það er eins og markaður og pólítík séu mikilvægari en líf einstaklinga. Nánast allir markaðir eru gjörspilltir, olía, orka, tíska, bílar, svo ekki sé minnst á hvers kyns vopn sem ein og sér sanna að líf fólks sé lítilsverðugt við hlið auðs, o.s.fr.v.

Ísland á ekki, í mínum huga, að vera í samtökum af nokkru tagi sem stunda hernað, því hann virðist yfirleitt aðeins hagnast fáeinum aðilum.

Eigum við ekki að vera sjálfstæð eins lengi og við getum? Er Jón Sigurðsson ekki að hringsnúast - þið vitið hvar - á meðan þessi umræða er í gangi? Höfum við ekki úr nógu að moða þegar kemur nánast að hvers kyns verðmætasköpun. Erum við ekki syndandi í auðlindum sem við gerum ekkert nema að rífast um í stað þess að skapa hófleg verðmæti og orku og slaka síðan á? Eigum við ekki að skella okkur í olíuleiðangur og sækja þar þessa 150.000.000.000.000? Já hundraðogfimmtíu þúsund milljarða!

Svo þegar þessi nánast óþrjótandi auður streymir inn í landið getum við splæst fullu sjálfstæði á Færeyjar. Já og þú giskaðir rétt, vaxtalaust:) Smá jólabjartsýni.

Ég vona að allir hér eigi góðar stundir um hátíðarnar.

Ókunnur aðili (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 03:36

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég botna ekkert í því sem Jón Frímann segir um ESB! Hann hefur greinilega ekki lesið neitt nema bæklinga.

Það á öll þjóðin að vita 100% að Íslandi verða ekki boðnir neinir sérsamningar. Tek undir það sem "ókunnugur aðili" segir. Það er alla vega vit í því kommenti.

Ég er búin að vera í Svíþjóð síðan 1988 og sá þetta þjóðfélag hrynja, og er það ólíkt sterkara enn Ísland..ESB eru bara hreiður fyrir spillingu og rugl!

Það þarf að kenna fólki hvað ESB raunverulega er, enn ekki ljúga um það. Ég held að Jón Frímann sé bara í ESB "trúarruglinu" sem er annað enn staðreyndir..

Óskar Arnórsson, 24.12.2008 kl. 07:42

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Frímann! 'eg er búin að gera þúsundir skýrslna og allar þurftu að vera minnst 3 - 4 A 4 blaðsíður.

 Ég kann alveg að skrifa, blaðra og bulla á skýrslu sem allt hangir saman enn raunverulega er maður bara að leika sér með orð og ekki segja neitt!.

Ég tek skynsemi, kunnáttu og reynslu Víðirs langt fram yfir þína sem er næstum enginn...Jón Frímann!

Óskar Arnórsson, 24.12.2008 kl. 07:55

17 identicon

Sæ´ll.

Ingibjörg heldur það,

en hún virðist komin með Alræðiskomplexa,

þess á milli sem hún vindur sér í Einræðis gerræði.

Ég held að hún fái ekki sínu framgengt,og væri það vel.

Gleðilega Hátíð.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:38

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

..minnkar það ekki sjálfkrafa í næstu kosningum? Þórarinn, þessi meinsemd Ingibjargar...hún fær engu framgengt! Það eru kallar búnir að taka Geir í gegn , ég hélt þau væru kærustupar lengi vel...

Nú tala þau ekki saman. Getur það ekki verið jákvætt svona pólitískt séð, skítt hvernig þeim kemur saman persónulega..

Óskar Arnórsson, 24.12.2008 kl. 11:40

19 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég hef aldrei skilið fylgið sem þessi flokkur hefur!

Jónas Jónasson, 24.12.2008 kl. 12:50

20 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Það að bera virðingu fyrir skoðunum annarra ,  er ekki öllum gefið .

Vigfús Davíðsson, 24.12.2008 kl. 17:14

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott komment Vigfús! Mjög gott. Ég er ekki komin þangað alla vega..maður ætti að gera það..enn ekkert létt fyrir svona eins og mig..

Óskar Arnórsson, 24.12.2008 kl. 21:49

22 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hvað færir ESB okkur umfram EES ? (spyr sá sem ekki veit)
Ávinningur ESB umfram EES er nokkuð sem hefur verið svolítið í skýjunum í umræðunni.
Hver er ávinningurinn ?
Hver er viðbótin (ef við bara sleppum göllunum í bili) ?

-Stærri markaðir...nú er það að hrjá okkur ? Þeir eru okkur þegar vel opnir (ekki liggur augljósi ávinnungurinn þar)
-Evran ? ...jafnvel þó hún væri eftirsóknarverð...
þá er hún ekki á leiðinni eftir hefðbundinni leið, sökum krafna um stöðugleika sem ekki er að skella á næstu 12-18 mánuðina...á íslensku sagt hún leysir okkur ekki úr snörunni...(ekki liggur augljósi ávinnungurinn þar)
-stuðningur ESB á erfiðum tímum...ekki eru Grikkir, Spánverjar og Írar að upplifa það...(ekki liggur augljósi ávinnungurinn þar)
-"Bankakreppan hefði ekki gerst innan ESB !"...en hví ekki ? Þetta eru reglur ESB sem EES svæðið tók upp um innistæðutryggingar og leyfi banka til starfsemi innan landamæra annara ríkja svæðisins...það hefði engu bjargað, tja nema að tryggja enn meir atvinnuleysi í fjarveru krónunar sem nú getur teygt sig niður á við og bjargað þúsundum starfa. Auk þess er víðar bankakreppa en á Íslandi innan EES/ESB svæðisins...(ekki liggur augljósi ávinnungurinn þar)
-jú við hefðum haft málsvara á Evrópuþinginu...en við höfum það þegar í gegnum EES...(ekki liggur augljósi ávinnungurinn þar)

ENN Á NÝ ER ÞVÍ SPURT :
HVER ER HINN MIKLI ÁVINNINGUR ESB UMFRAM EES ?

Haraldur Baldursson, 25.12.2008 kl. 15:21

23 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Sigurjón

Það er gott að sjá að hugur þinn leitar um hátíðir til okkar allt umvefjandi móður Samfylkingarinnar. Vöggu lýðræðis og rómantískrar jafnaðarstefnu á hólmanum norður við heimskotsbaug.

Vissulega eru það vonbrigði að hún virðist ekki gefa þá sjálfstyrkingu sem þó mokkrir hér virðast vera að leita að og hafa þörf fyrir. Það er slæmt að sjá að einstaklingar yfirfæra vanmetakennd sína og sjálfseyðingarhvöt yfir á aðra.

Ætluðu Eiríkur Stefánsson og Jón Magnússon ekki að leiða vitsmunalega umræðu frjálslyndra um kosti og galla þess að gerast fullgildir þátttakendur í pólískri samvinnu í áfunni okkar? Sundurlaus smjörklípa með skætingi á formann í öðrum flokki og ríkjasamband hjálpar ykkur ekki við þá heimavinnu.

Nú er bara að girða í brók og útskýra ykkar stefnu í Evrópumálum, stefnu í peningamálum og varðandi gjaldmiðil. Það er skammvinnt að fiska í gruggugu og auðvitað er það drifið af einhverju skítlegu sem að laðar aldrei að sér traust.

Eru frjálslyndir að margklofna? Árni Gunnarsson segir nýlega hjá þér um leið og hann hrækir bæði á Frjálslynda flokkinn ogmSamfylkinguna; Þú ert blátt áfram skyldugur til þess Sigurjón að stofna nýjan flokk með okkur sem erum í þann mund að yfirgefa Frjálslynda flokkinn og hinum sem búnir eru að því.

Getur 3-5% flokkur klofnað í margar undireiningar. Nýtt afl, Kristinn H., rasistar, sjóarar, Ástþór Magnússon. Hver er hinn sameiginlegi pólitíski grunnur? Ég myndi helst kjósa sleggjuna af þessum brotabrotum. Eru hryggstykkið ekki innantómar upphrópanir einstaklinga sem einkennast af sundurlyndi og sjálfseyðingarhvöt?

Smá naflaskoðun og sjálfsgagnrýni væri góð fyrir ykkur á þessum tíma helgidaga og áramóta. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.12.2008 kl. 18:45

24 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gleðileg jól, Gulli, ég er viss um að það gleður Ingibjörgu Sólrúnu að enn finnist sauðtryggir fylgismenn þrátt fyrir allt. Eitthvað sýnist mér þó sem þú sért orðinn blendinn í trúnni á það sem ástsæll leiðtoginn boðar þar sem þú kýst helst af öllu Kristin H. Gunnarsson sem er ekki þekktur fyrir að sjá Evrópuljómann í austri.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2008 kl. 21:07

25 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gleðileg jól sömuleiðis

Veit ekki hvort ég er endilega stuðningsmaður einhverra tiltekinna einstaklinga, en það er djúp sannfæring mín að staðsetning Samfylkingar í litrófi stjórnmála sé sú sem er heilladrýgst. Nýta drifkraft og hugmyndaauðgi einstaklingsframtaks og tvinna það við ríka samábyrgð.

Jafnvel finnst mér að undir slíkum merkjum ætti að vera mögulegt að hafa einn flokk í landinu. Við getum skipt út áhöfn ef okkur finnst að hún sé kki að standa sig. En skipið er gott. Það þarf ekki nema einn flokk ef við höfum bara lýðræðislegar áherslur. Það hefur ekkert upp á sig að vera eilíft að stofna nýja flokka og vita síðan ekkert um hvaða ríkisstjórn kemur upp úr kössunum.

 Sameinumst um að sameinast! Bestu kveðjur, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.12.2008 kl. 22:06

26 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gleðileg jól strákar. Samfylkingin vagga lýræðisins? Eitthvað er ég greinilega farinn að ruglast í sagnfræðinni. Mig minnti endilega að lýðræði hafi verið komið til eitthvað á undan Samfylkingunni. En varðandi ESB ætti þessi mynd að segja meira en mörg orð. Hver er svo að tala um að flækja málin? Til vinstri er Sjórnarskrá ESB. Í miðju stjórnarskrá USA og lengst til hægri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.stjornarskra_757086.png

Víðir Benediktsson, 26.12.2008 kl. 00:41

27 identicon

við verðum að ganga i ESB það er eina leiðin utur þessum vanda

sigurjon p (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:24

28 Smámynd: Víðir Benediktsson

Víðir Benediktsson, 27.12.2008 kl. 22:14

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góðan daginn Jón Frímann! Það er morgun hjá mér núna og ég er að lesa þennan fróðleik um ESB Vatikanið.

Þú sem hefur komið með frábæra pistla og komment í allskonar málum, skulir hætta þér út í umræður af þessu tagi! Hvað ertu gamall og í hvaða stjórnmálaflokki ertu?

Það eru allir landráðamenn sem vilja inn í ESB í mínum augum og er hægt að þvæla lögfræðilega túlkun á því úr Stjórnarskrá Íslands, og sanna það.

Jón Frímann! Þú segir: 

Víðir, heimsku er því miður ekki hægt að setja á blað! 

Þú ert einmitt að því sjálfur! Ég hef oft gert það. Heimsku er hægt að senda á SMS líka ef maður vill.

Það vill bara svo til að þú hefur nákvæmlega ekkert vit á einu eða neinu "um ferli" innan eða utan ESB! Eða yfirleitt nokkurn skapaðan hlut um ESB! Þú ert búin að staðfesta það sjálfur. Svo talaru um "þið" sem eruð á móti ESB! Eins og það sé samsæri gegn þér að vera ekki sammála þér.

Ég er mikill skaphundur og kemur það eiginlega mest fram á blogginu og þegar ég er að vinna. Mörgum eflaust til óþæginda, enn ég er ekki að fara að breyta því.

Ég nota oft sterkustu og ljótustu orð sem ég finn til að tjá mig og það er bara "stíll" sem ég hef tamið mér. Það er bara ekki hægt við þig, því ég lít á þig sem pelabarn í öllum þessum umræðum. Og ég tala ekki til barna á svoleiðis mállýsku. Bara til fullorðinna. Enn hvað ég skil Víðir að hann hlægi bara að þér, samt finnst mér það sorglegt þín vegna.

Gunnlaugur talar og talar og segir nákvæmlega ekki neitt. Sjálfsagt í málefnalegum stjórnmálaumræðum og ég skil ekkert hvað hann er að fara. Ég skil hvert orð fyrir sig, enn ekki samhengið. Svona er maður nú tregur stundum á fólk.

Svíþjóð er búin að vera í ESB í 2 tugi ára og það er allt á leiðinni til andskotans hér. Ég bý í ESB landi. 'eg hitti enga manneskju hér sem ekki bölvar ESB í sand og ösku fyrir svik og pretti, spillingu og reglur ESB hefur leitt til stöðnunar og meira atvinnuleysis enn er á Íslandi.

Samtök þeirra í Svíþjóð sem vilja segja sig úr þessu trúfélagi ESB Vatikansins verða fleiri og fleiri. Þetta er bara ísköld staðreynd. Við sprengdum hagkerfið með því að leyfa örfáum einstaklingum að prenta peninga eins og þeir vildu, og erum nú skuldugir upp fyrir haus. Og notuðu gefins kvótakerfi til þess að prenta.

Ég vona bara að menn haldi sem fastast í þessar skuldir, því ESB aðild kemur ekki til greina með efnahag eins og er á Íslandi í dag. Þessar skuldir eru því lán í óláni meðan fólk er að kynna sér þetta ESB rugl.

Hægðu nú á þér Jón Frímann, og hugsaðu ESB Vatikanið upp á nýtt.

Kær kveðja, 

Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 00:33

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er landráðamaður í huga Nafna... ekki gott.

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband