Leita í fréttum mbl.is

Skuggi Davíðs

Vandamál ríkisstjórnarinnar er meðal annars Davíð Oddsson og eru það ekki endilega verk hans sem trufla heldur það að litlu sjálfstæðismennirnir hringinn í kringum landið taka orð hans trúanleg og líður að mörgu leyti miklu betur að hlusta á þann baráttuanda sem býr í Davíð. Þeir bera saman við núverandi formann flokksins og sá samanburður virðist vera Davíð í hag.

Mörgum sem hlusta á Geir Haarde finnst honum mælast betur þegar hann talar ensku en þegar hann mælir á íslenska tungu. Sömuleiðis hefur fólk á tilfinningunni að Ingibjörg Sólrún ráði ferðinni í ríkisstjórninni og sé farin að sveigja stefnu Sjálfstæðisflokksins í ýmsar vondar áttir. Ekki bætir úr skák að Geir segir ekki satt og heldur upplýsingum frá þjóðinni eins og Davíð staðfesti í gær.

Skugginn er langur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hvessti víst á KEA í gærkveldi....gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Rannveig H

Skugginn er ekki bara langur ,heldur varanlegur líka.

Rannveig H, 19.11.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gísli mínar heimildir segja að fundurinn hafi verið fremur átakalítill en það hafi slegið óhug að sumum við þau tíðindi Þorgerðar Katrínar og Geirs Haarde að þau ætli að bjóða krafta sína áfram í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, land og þjóð.

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband