Leita í fréttum mbl.is

Illugi Gunnarsson og Bjarni Ármannsson standa saman í stjórnum Glitnis

Það er greinilegt að þræðir Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tvinnast víða saman í bankabullinu sem er á góðri leið með að lama íslenskt þjóðlíf. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, græninginn Illugi Gunnarsson, sat í stjórn Glitnis sjóða sem kynntir voru til sögunnar sem einkar örugg fjárfesting. Margur treysti stjórn sjóðanna fyrir ævisparnaðinum með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum núna.

Það vakti athygli mína á flakki um vefi Glitnis að sérstakur heiðursgestur á landsþingi Samfylkingarinnar í fyrra, kaupréttarmaðurinn Bjarni Ármannsson, situr einnig í stjórnum á vegum sjóðs í handarjaðri Glitnis-samsteypunnar. Þar á ég við Almenna lífeyrissjóðinn. Bjarna var á landsþinginu, minnir mig, klappað sérstaklega lof í lófa fyrir að vilja afnema launaleynd. Nú þegar Samfylkingin ræður bankastjóra Glitnis virðist vera sem festa eigi í sessi launaleyndina hjá ríkisbönkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt, ekki heyrir maður neitt um þetta í fjölmiðlum sem þó ætti að vera fréttaefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég sat fund hjá Sjálfstæðisfélagi Seltirninga fyrir nokkrum dögum og þar var Illugi Gunnarsson með erindi um stöðu fjármála í dag, ég verð nú að viðurkenna að það kom ekki mikið út úr þessum ágæta manni, kanski það eina að hann 1/2 viðurkenndi að hann ásamt öðrum félögum hafi tekið þátt í glansinu og lagði þunda áherslu á að það hefu við (fundargestir) ger líka ? - þetta þótti mér ákaflega dapurt enda Sjálfstæðismaður sjálfur - en rétt skal vera rétt og feluleikir og sýndamenska þurfa að taka enda

Jón Snæbjörnsson, 17.10.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Sjálfstæða menn og frjálslynda. Þá vantar sárlega í pólitíkina.

Bergur Thorberg, 17.10.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man ekki betur en Steingrímur Hermannsson hafi verið heiðursgestur á flokksþingi Alþýðuflokksins '89.  Það datt samt engum heilvita manni í hug að kenna hann við Alþýðuflokkinn eða lýsa flokkinn ábyrgan fyrir Steingrími. Ég fæ ekki séð að Samfylkingin hafi tekið ábyrgð á Bjarna umfram aðra þótt hann hafi mætt á landsþing hennar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Mæltu heill, Axel.

Bergur Thorberg, 17.10.2008 kl. 16:14

6 Smámynd: Nostradamus

Bergur hittir naglann á kollinn. Hér vantar sjálfstæða menn, ekki sjálfstæðismenn. Það má alls ekki rugla þessu saman enda ekkert sameiginlegt með þessu, sjálfstæðir menn hafa ekki verið í þeim flokki lengi ef undan er skilinn einn og einn sauður, þ.e. forystusauður.

Nostradamus, 17.10.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Nostradamus

Og það má náttúrulega bæta því við að þeir sauðir hafa verið helst til sjálfstæðir á stundum.

Nostradamus, 17.10.2008 kl. 17:22

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Vek athygli á fantagóðri grein Þorvalds Gylfasonar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar segir m.a:

"Einn stjórnarmanna í sjóðum Glitnis, þar á meðal Sjóði 9, sem gaf sjóðsfélögum rangar upplýsingar um samsetningu sjóðsins, var og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (Illugi Gunnarsson) og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem nú er seðlabankastjóri. Hvað var hann að gera inn á gafli hjá Glitni?"

Ef eitthvað af upplýsingum varðandi allt þetta bankabull hefur ekki komið fram í fréttum Stöðvar 2 og dagblaðanna þá þarf ekki að leita skýringanna langt.

Ef einhverjir hafa verið hrjótandi hástöfum þegar þeir áttu að standa vaktina þá eru það fjölmiðlar.

Sverrir Stormsker, 17.10.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er gott að sjá að Axel og Bergur séu bara nokkuð sáttir við heiðursgest Samfylkingarinnar á síðasta landsþingi.

Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 18:12

10 identicon

Ég fylgdist með sjónvarpsumræðunum frá Alþingi um fjámálin fyrir ck. þrem dögum og gerði samhliða að hripa smá lýsingu á vandanum:

ÚtrásinÞað er orðið þröngt um fé,það rann burt sem lækur.Auðvaldsklíkan undir méog ætlar í þurrar brækur. Bjóða uppá bull og þvaður,best sem hverjir geta það.Allir skíta þeir á sig maður,og almúginn er skeiniblað.

Einar Sigfússon (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:07

11 Smámynd: Bergur Thorberg

Góður Einar.

Bergur Thorberg, 18.10.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband